Ekki farið að öllum verklagsreglum í kynferðisbrotamáli fatlaðrar konu Ekki var farið að öllum verklagsreglum þegar skýrsla var tekin af ungri fatlaðri konu eftir að grunur vaknaði um að hún hefði verið beitt kynferðisofbeldi af starfsmanni á skammtímaheimili á vegum Reykjavíkurborgar. Sviðsstjóri Velferðarsviðs borgarinnar harmar málið sem sé litið mjög alvarlegum augum. 28.2.2019 19:00
Þrettán ára sælkeri bakar kökur og selur á Facebook Hinn þrettán ára gamli Ívar Patrick Lefort Steinarsson, er mikill sælkerfi og er einstaklega fær í að baka en við fengum að fylgjast með honum baka vinsæla bananabrauðið sitt. 27.2.2019 19:30
Móðir fatlaðrar konu ósátt við vinnubrögð vegna meints kynferðisofbeldis Móðir konunnar segir að það hafi verið staðið ófagmannlega að skýrslutöku og ekki tekið tillit til fötlunar dóttur sinnar. 27.2.2019 19:00
Segir ekkert óvenjulegt í fari Jóns Þrastar kvöldið fyrir hvarfið Greindi unnustu sinni frá því að hann hafi tapað pening en að hann hafi skemmt sér vel á pókermóti. 26.2.2019 20:00
Starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fatlaða til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar Karlmaður, sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn, ungmenni og ungt fólk hjá Reykjavíkurborg, er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. 26.2.2019 18:30
Öruggast að hafa góða lýsingu og nálabox á almenningssalernum Blá ljós á salernum fæla fólk ekki frá því að nota vímuefni í æð heldur valda einstaklingum meiri skaða og gera salernin óöruggari fyrir almenning að sögn verkefnastýru hjá Rauða krossinum. 23.2.2019 20:30
Lögregla fer yfir vísbendingar sem gætu varpað ljósi á ferðir Jóns Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls á því við írsk yfirvöld að írskar björgunarsveitir komi að leitinni og er fjölskyldan vongóð um að af því verði. 23.2.2019 20:00
Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða leita Jóns Þrastar Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða, ásamt fjölskyldu og vinum Jóns Þrastar Jónssonar, leita hans nú í Dyflinni en hans hefur verið saknað í tvær vikur. Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls við írsk yfirvöld á hugsanlegri aðkomu írskra björgunarsveita í málinu og þá starfa íslensk og írsk lögregluyfirvöld náið saman. 23.2.2019 12:13
Hætta notkun blárra ljósa á salernum Ljósin eiga að fæla fólk frá því að sprauta sig með fíkniefnum en eru ekki talin skila árangri og auka skaða. 22.2.2019 21:39
Loftslagsverkfall: „Við verðum hérna alla föstudaga þar til gripið er til aðgerða“ Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. 22.2.2019 19:00