Fjölskylda Jóns Þrastar gagnrýnin á lítil afskipti yfirvalda í málinu: "Hann er kletturinn í fjölskyldunni“ Systir og mágkona Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni fyrir tíu dögum, eru gagnrýnar á lítil afskipti íslenskra yfirvalda í málinu. Fjölskyldan hafi þurft að sækja alla aðstoð sjálf. Þær segja málið algjöra ráðgátu, Jón sé mikill fjölskyldumaður sem hafi ekki verið í neinu rugli. 19.2.2019 19:00
Creditinfo birti ekki lánasögu einstaklinga Lögmaður Creditinfo segir það heyra til algjörra undantekninga að kerfi fyrirtækisins birti fyrndar kröfur. Þegar svo sé beri lánveitendur ábyrgð en það hafi verið staðfest í útskurði Persónuverndar frá árinu 2017. 18.2.2019 19:00
Sóttvarnalæknir skorar á ráðherra að gera bólusetningu gegn hlaupabólu almenna Eitt barn lést í fyrra vegna hlaupabólu hér á landi og segir sóttvarnarlæknir að sjúkdómurinn geti orðið mjög alvarlegur og eru nokkur dæmi um að börn hafi þurft að leggjast inn á spítala vegna hans. Embætti landlæknis skorar nú á ráðherra að gera bólusetningu barna gegn hlaupabólu almenna. 18.2.2019 19:00
Mál Rúmena sé eitt það umfangsmesta á íslenskum vinnumarkaði Framkvæmdastjóri Eflingar segir stærsta hluta máls rúmenskra verkamanna snúa að því að sanna að þeir hafi verið beittir nauðung, með því að sýna fram á að þeir hafa verið algjörlega uppá atvinnurekenda komnir, bæði hvað varðar laun og húsnæði. Svo umfangsmikil mál séu fátíð á íslenskum vinnumarkaði. 18.2.2019 19:00
Kæra birtingu lánasögu einstaklinga til Persónuverndar Bankarnir og Creditinfo halda fólki sem orðið hefur gjaldþrota í hengingaról að sögn lögmanns. Dæmi eru um að fólki sé neitað um kreditkort vegna lánasögu sem hann segir Creditinfo nýlega farið að birta. 17.2.2019 20:48
Heyrnarlausir flosna úr starfi því ríkið greiðir ekki atvinnutúlkun Formaður félags heyrnarlausra segir óskiljanlegt að hið opinbera skuli ekki bjóða upp á atvinnutúlkun fyrir heyrnarlausa hér á landi sem hafi verið gert annars staðar á Norðurlöndum áratugum saman. 17.2.2019 20:30
Tala við gangandi vegfarendur, starfsmenn verslana og íbúa á svæðinu Leit Jóns Þrastar á gríðarlega stóru svæði. 17.2.2019 12:29
Tvær af sex leigubílastöðvum með sérmerkt stæði: „Mér finnst þetta óréttlátt“ Leigubílstjórar hjá Taxi service eru afar ósáttir og vilja að stæðin séu aðgengileg fyrir alla. 15.2.2019 20:35
Ungmenni nota snjallforrit til að kaupa Xanax: „Þetta eru náttúrulega stórhættuleg lyf“ Forstöðumaður á Stuðlum segir grun um að ungmenni misnoti heimapressaðar xanax töflur í auknum mæli. Töflurnar geta verið stórhættulegar en í Bretlandi má rekja tvö hundruð dauðsföll til lyfsins á síðasta ári. Lögregla hefur að undanförnu fengið ábendingar um snjallforrit sem ungmenni nota til að kaupa lyfseðilskyld lyf. 12.2.2019 19:00