Uppselt á kattahóteli Kattholts yfir hátíðarnar Starfsfólk Kattholts hefur haft í nógu að snúast yfir hátíðarnar en uppbókað er á kattahótelinu sem þar er starfrækt. Þá er hugað að sex kettlingum sem fundust í pappakassa á víðavangi á dögunum. Kisurnar eru í góðum höndum en þær fengu rækjur og soðinn fisk í jólamatinn. Á hótelinu er pláss fyrir um fimmtíu til sextíu ketti. Jólin eru annasamur tími á hótelinu en í ár er allt uppbókað yfir jólin. 26.12.2017 20:00
Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur í Perú Þúsundir mótmælenda komu saman í Líma, höfuðborg Perú, til að mótmæla ákvörðun um að náða Alberto Fujimori fyrrverandi forseta landsins. 26.12.2017 12:30
Björgunarsveitir leita að konu á áttræðisaldri í Bolungarvík Talið er að konan hafi farið úr heimahúsi í gærkvöldi eða í nótt. 26.12.2017 12:15
Margir ferðamenn í bænum: „Við enduðum á því að borða Ali baba í jólamatinn“ Talsvert var um ferðamenn í miðbæ Reykjavíkur í dag og voru flestir afar ánægðir með að eyða jólunum hér á landi. Sumir höfðu þó ekki gert sér grein fyrir lokunum á aðfangadagskvöld og neyddust til að taka með miðausturlenskt sjawarma á hótelherbergið í jólamatinn. 25.12.2017 20:00
Ekki persónan Agnes sem hækkar í launum heldur æðsti maður þjóðkirkjunnar Biskup Íslands telur að umræðan um launaúrskurð kjararáðs hafi snúist of mikið um hennar persónu en ekki embættið sjálft. 25.12.2017 19:00
Móðir langveikrar stúlku segir ósanngjarnt að fá ekki desemberuppbót: „Þetta er mjög mikið álag og mikil streita“ Móðir tveggja ára langveikrar stúlku segir afar ósanngjarnt að hún fái ekki desemberuppbót líkt og aðrir hópar sem þiggja fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Hún kvíðir fyrir þeim útgjöldum sem hátíðarnar hafa í för með sér og segir slæmt að bæta því ofan á áhyggjur af veikindum barnsins. 20.12.2017 20:00
Skora á ráðherra að bæta þjónustu við fólk og börn með heilaskaða Árlega glíma um fjörutíu börn við varanlegar afleiðingar eftir heilaáverka hér á landi en aðeins eitt til þrjú þeirra fá viðeigandi greiningu og meðferð. Börnin fá þá oft ranga greiningu um ADHD. Fagfólk í heilbrigðiskerfinu afhenti ráðherra áskorun í dag vegna mikillar þarfar á bættri þjónustu við fólk með heilaskaða á Íslandi. 20.12.2017 20:00
Upplifa sömu sálrænu líðan óháð því hvort þær kæri nauðgun Svala segir að málin sé öll umlukin sjálfsásökunum, skömm og ótta við illt umtal. 16.12.2017 21:37
Um 40 prósenta aukning tilkynntra kynferðisbrota milli ára Um þrjú hundruð kynferðisbrot hafa verið tilkynnt til lögreglu í ár. Það er allt að fjörutíu prósenta aukning á milli ára. 15.12.2017 20:04
Líkfundur í Fossvogsdal Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um líkfund í Fossvogsdalnum í Reykjavík. 13.12.2017 18:30