Haraldur hlaut varanlega sjónskerðingu eftir leik með leikjalaser Tíu ára gamall drengur hlaut varanlega sjónskerðingu á öðru auga eftir að hafa beint svokölluðum leikjalaser í augað á sér. Móðir drengsins biður foreldra að ítreka fyrir börnum sínum að svona leikföng geti verið stórhættuleg. Þá vill strákurinn ekki að þetta komi fyrir nokkurn annan. 10.12.2017 20:00
„Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10.12.2017 18:30
Formaður Flugvirkjafélags Íslands segir ekkert þokast áfram í átt að samkomulagi Formaður Flugvirkjafélags Íslands segir ekkert þokast áfram í átt að samkomulagi í samningaviðræðum félagsins og Icelandair en flugvirkjar sem starfa þar hafa boðað til ótímabundins verkfalls eftir viku. 10.12.2017 13:09
Yngsti fangi landsins segir að það sé erfitt að ná árangri hafi maður ekkert fyrir stafni Hrannar Fossberg Viðarsson, yngsti fangi landsins, segir að hann hafi mætt úrræðaleysi í íslenska kerfinu. 9.12.2017 20:47
Fjórum hefur verið ráðinn bani á Íslandi í ár Fjöldi manndrápsmála hér á landi í ár er yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9.12.2017 13:53
Mikið álag á fíkniefnaleitarhundinum Krafti í desember Það er í nógu að snúast hjá fíkniefnaleitarhundinum Krafti en hans helsta verkefni er að leita að fíkniefnum í pökkum hjá Póstinum en þeir eru aldrei fleiri en í desember. 8.12.2017 23:18
29 óskilorðsbundnir fangelsisdómar hafa fyrnst í ár Í dag bíða um 580 manns eftir því að hefja afplánun en þetta leiðir til þess að dómar fyrnast án þess að dómþolar þurfi að sitja þá af sér. 8.12.2017 20:45
Notkun Facebook Kids vart heimil hér á landi Facebook opnaði í gær sérstakt spjallsvæði barna, Messenger Kids, þar sem börn yngri en þrettán ára geta talað saman og sent myndir og myndbönd sín á milli. 5.12.2017 23:28
Útlit er fyrir mun færri hælisumsóknir í ár: Mikið hefur dregið úr umsóknum frá borgurum ríkja sem flokkuð eru sem örugg Talsvert hefur dregið úr hælisumsóknum fólks frá öruggum upprunaríkjum síðustu mánuði og lítur allt út fyrir mun færri umsóknir í ár en spár Útlendingastofnunar gerðu ráð fyrir. 4.12.2017 20:15
Aðeins eitt prósent af gistirými á Airbnb laust yfir áramótin: „Gistimarkaðurinn eins og hann leggur sig er uppbókaður“ Dæmi eru um að einnar nætur gisting í miðborginni hlaupi á hundruðum þúsunda á nýjársnótt. 4.12.2017 18:45