Útlit er fyrir mun færri hælisumsóknir í ár: Mikið hefur dregið úr umsóknum frá borgurum ríkja sem flokkuð eru sem örugg Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. desember 2017 20:15 Talsvert hefur dregið úr hælisumsóknum fólks frá öruggum upprunaríkjum síðustu mánuði og lítur allt út fyrir mun færri umsóknir í ár en spár Útlendingastofnunar gerðu ráð fyrir. Á sama tíma hefur umsóknum um dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþátttöku fjölgað um tæp 30 prósent á milli ára. Árið 2015 sóttu 354 einstaklingar um hæli á Íslandi, sem var tvöföldun frá fyrra ári. Í fyrra voru svo öll met slegin og sóttu 1133 um hæli. Reglulega voru sagðar fréttir af vandræðagangi Útlendingastofnunar með að koma fólkinu fyrir í húsnæði en öll búsetuúrræði voru yfirfull enda ekki búist við svo miklum fjölda. Fyrir árið í ár gerðu spár Útlendingastofnunar ráð fyrir á bilinu 1700 til 2000 hælisumsóknum. Eins og staðan er í dag lítur allt út fyrir að spáin gangi ekki eftir en það sem af er ári hafa rúmlega þúsund manns sótt um hæli. „Síðustu mánuði höfum við verið að sjá fækkun á milli mánaða í umsóknum og við höfum líka verið að sjá að umsóknum frá öruggum upprunaríkjum er að fækka hjá okkur er núna orðið rétt um þriðjungur þeirra umsókna sem við höfum fengið í nóvember,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, en í ágúst voru umsóknir fólks frá öruggum upprunaríkjum um sjötíu prósent en það eru þau ríki þar sem grundvallarmannréttindi eru almennt talin virt. „Okkar megin frá er það mjög jákvætt að það dragi úr umsóknum frá öruggum upprunaríkjum“ Þorsteinn telur að nokkrir samverkandi þættir hafi áhrif á þróunina. „Fyrr á þessu ári setti stofnunin til dæmis Georgíu á lista yfir örugg upprunaríki. Svo í september kemur ný reglugerð sem byggir undir þriggja daga málsmeðferð. Þetta geta líka verið aðstæður sem eru uppi í heimríkjum hjá þessum þjóðum eða hreinlega að það sé verið að leita til annarra ríkja með umsóknir af þessum toga,“ segir Þorsteinn. Á sama tíma og þessi þróun á sér stað hefur umsóknum um dvalarleyfi fjölgað talsvert eða um 26 % á milli ára en frá janúar til nóvember árið 2016 sóttu 4312 manns um dvalarleyfi en á sama tímabili í ár eru umsóknirnar orðnar 5428. „Fyrst og fremst kannski umsóknir sem eru á grundvelli atvinnuþátttöku en þar erum við að sjá um það bil 60 prósent aukningu samanborið við sama tímabil í fyrra og námsmannaleyfi, þeim er að fjölga um 22 prósent,“ segir Þorsteinn. Fjölgun umsókna um dvalarleyfi á grundvelli atvinnu skýrist fyrst og fremst af mikilli eftirspurn eftir vinnuafli hér á landi. Skólagjöld gætu útskýrt fjölgun umsókna um námsmannaleyfi „Sem dæmi eru Finnar að hefja upptöku á skólagjöldum fyrir ríkisborgara sem koma utan Evrópu og það skilst mér að sé ekki gert á Íslandi og getur það verið ein ástæða fyrir því að þeim fjölgar hér,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Talsvert hefur dregið úr hælisumsóknum fólks frá öruggum upprunaríkjum síðustu mánuði og lítur allt út fyrir mun færri umsóknir í ár en spár Útlendingastofnunar gerðu ráð fyrir. Á sama tíma hefur umsóknum um dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþátttöku fjölgað um tæp 30 prósent á milli ára. Árið 2015 sóttu 354 einstaklingar um hæli á Íslandi, sem var tvöföldun frá fyrra ári. Í fyrra voru svo öll met slegin og sóttu 1133 um hæli. Reglulega voru sagðar fréttir af vandræðagangi Útlendingastofnunar með að koma fólkinu fyrir í húsnæði en öll búsetuúrræði voru yfirfull enda ekki búist við svo miklum fjölda. Fyrir árið í ár gerðu spár Útlendingastofnunar ráð fyrir á bilinu 1700 til 2000 hælisumsóknum. Eins og staðan er í dag lítur allt út fyrir að spáin gangi ekki eftir en það sem af er ári hafa rúmlega þúsund manns sótt um hæli. „Síðustu mánuði höfum við verið að sjá fækkun á milli mánaða í umsóknum og við höfum líka verið að sjá að umsóknum frá öruggum upprunaríkjum er að fækka hjá okkur er núna orðið rétt um þriðjungur þeirra umsókna sem við höfum fengið í nóvember,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, en í ágúst voru umsóknir fólks frá öruggum upprunaríkjum um sjötíu prósent en það eru þau ríki þar sem grundvallarmannréttindi eru almennt talin virt. „Okkar megin frá er það mjög jákvætt að það dragi úr umsóknum frá öruggum upprunaríkjum“ Þorsteinn telur að nokkrir samverkandi þættir hafi áhrif á þróunina. „Fyrr á þessu ári setti stofnunin til dæmis Georgíu á lista yfir örugg upprunaríki. Svo í september kemur ný reglugerð sem byggir undir þriggja daga málsmeðferð. Þetta geta líka verið aðstæður sem eru uppi í heimríkjum hjá þessum þjóðum eða hreinlega að það sé verið að leita til annarra ríkja með umsóknir af þessum toga,“ segir Þorsteinn. Á sama tíma og þessi þróun á sér stað hefur umsóknum um dvalarleyfi fjölgað talsvert eða um 26 % á milli ára en frá janúar til nóvember árið 2016 sóttu 4312 manns um dvalarleyfi en á sama tímabili í ár eru umsóknirnar orðnar 5428. „Fyrst og fremst kannski umsóknir sem eru á grundvelli atvinnuþátttöku en þar erum við að sjá um það bil 60 prósent aukningu samanborið við sama tímabil í fyrra og námsmannaleyfi, þeim er að fjölga um 22 prósent,“ segir Þorsteinn. Fjölgun umsókna um dvalarleyfi á grundvelli atvinnu skýrist fyrst og fremst af mikilli eftirspurn eftir vinnuafli hér á landi. Skólagjöld gætu útskýrt fjölgun umsókna um námsmannaleyfi „Sem dæmi eru Finnar að hefja upptöku á skólagjöldum fyrir ríkisborgara sem koma utan Evrópu og það skilst mér að sé ekki gert á Íslandi og getur það verið ein ástæða fyrir því að þeim fjölgar hér,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira