Skora á ráðherra að bæta þjónustu við fólk og börn með heilaskaða Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. desember 2017 20:00 Árlega glíma um fjörutíu börn við varanlegar afleiðingar eftir heilaáverka hér á landi en aðeins eitt til þrjú þeirra fá viðeigandi greiningu og meðferð. Börnin fá þá oft ranga greiningu um ADHD. Fagfólk í heilbrigðiskerfinu afhenti ráðherra áskorun í dag vegna mikillar þarfar á bættri þjónustu við fólk með heilaskaða á Íslandi. Árlega hljóta um 1.000 til 1.500 manns höfuðáverka á Íslandi og helmingur er börn undir 19 ára aldri. Stór hluti fær ákominn heilaskaða sem hefur varanlegar afleiðingar á heilastarfsemina, svo sem persónuleikabreytingar eða minnisskerðingu. Ný úttekt Hugarfars, samtaka einstaklinga með heilaskaða, sýnir að í dag fá einungis um 10-20 prósent sérhæfða meðferð, en það er bara brot af þeim fjölda sem þarf á henni að halda. Eftir sitja um 80-90 prósent án greiningar, meðferðar og eftirfylgni. Fagfólk í heilbrigðiskerfinu og Hugarfar afhentu Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, áskorun í dag, en í henni segir að ekki sé til heildstæð stefna í málaflokknum. Grensás og Reykjalundur eru einu staðirnir á landinu þar sem boðið er upp á meðferð. Guðrún Karlsdóttir yfirlæknir á Reykjalundi, segir að mun færri en þurfa komist að. „við erum kannski að sinna þessari greiningu og endurhæfingu í ákveðinn tíma þó við þyrftum í raun að geta sinnt mun fleirum. Síðan vantar langtímaúrræði,“ segir Guðrún en einstaklingar með færnisskerðingu þurfa langtímaeftirlit sem er ekki í boði. Það geti haft slæmar afleiðingar að fólk fái ekki rétta greiningu. „Fyrst og fremst kannski bara félagslegar afleiðingar. Það er einangrun og andleg vanlíðan og fleira,“ segir Guðrún. Þá er ekki til nein endurhæfing fyrir börn með heilaskaða. Samkvæmt rannsóknum Dr. Jónasar Halldórssonar taugasálfræðings, fá um 500 einstaklingar undir 19 ára aldri heilaáverka árlega og eru að minnska kosti 40 af þeim sem glíma við varanlegar afleiðingar. Hins vegar fá einungis eitt til þrjú börn viðeigandi greiningu. „Það merkir það að það eru meiri líkur til að þessir einstaklingar takist að við umtalsverðar afleiðingar til lengri tíma,“ segir Jónas. Þá segir Jónas að börn séu oft greind með ADHD eða aðrar raskanir þegar í raun sé vandamálið heilaskaði, enda séu einkenni oft svipuð. Hópurinn skorar á ráðherra að skipa nefnd til að vinna að heildarstefnumótun í málefnum fólks með heilaskaða. „Og skilgreina hvernig þetta ferli á að vera og hvernig á að sinna þessum hópi. Svo þarf náttúrulega að veita fjármagn til þess að við getum sinnt þessu betur,“ segir Guðrún. Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira
Árlega glíma um fjörutíu börn við varanlegar afleiðingar eftir heilaáverka hér á landi en aðeins eitt til þrjú þeirra fá viðeigandi greiningu og meðferð. Börnin fá þá oft ranga greiningu um ADHD. Fagfólk í heilbrigðiskerfinu afhenti ráðherra áskorun í dag vegna mikillar þarfar á bættri þjónustu við fólk með heilaskaða á Íslandi. Árlega hljóta um 1.000 til 1.500 manns höfuðáverka á Íslandi og helmingur er börn undir 19 ára aldri. Stór hluti fær ákominn heilaskaða sem hefur varanlegar afleiðingar á heilastarfsemina, svo sem persónuleikabreytingar eða minnisskerðingu. Ný úttekt Hugarfars, samtaka einstaklinga með heilaskaða, sýnir að í dag fá einungis um 10-20 prósent sérhæfða meðferð, en það er bara brot af þeim fjölda sem þarf á henni að halda. Eftir sitja um 80-90 prósent án greiningar, meðferðar og eftirfylgni. Fagfólk í heilbrigðiskerfinu og Hugarfar afhentu Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, áskorun í dag, en í henni segir að ekki sé til heildstæð stefna í málaflokknum. Grensás og Reykjalundur eru einu staðirnir á landinu þar sem boðið er upp á meðferð. Guðrún Karlsdóttir yfirlæknir á Reykjalundi, segir að mun færri en þurfa komist að. „við erum kannski að sinna þessari greiningu og endurhæfingu í ákveðinn tíma þó við þyrftum í raun að geta sinnt mun fleirum. Síðan vantar langtímaúrræði,“ segir Guðrún en einstaklingar með færnisskerðingu þurfa langtímaeftirlit sem er ekki í boði. Það geti haft slæmar afleiðingar að fólk fái ekki rétta greiningu. „Fyrst og fremst kannski bara félagslegar afleiðingar. Það er einangrun og andleg vanlíðan og fleira,“ segir Guðrún. Þá er ekki til nein endurhæfing fyrir börn með heilaskaða. Samkvæmt rannsóknum Dr. Jónasar Halldórssonar taugasálfræðings, fá um 500 einstaklingar undir 19 ára aldri heilaáverka árlega og eru að minnska kosti 40 af þeim sem glíma við varanlegar afleiðingar. Hins vegar fá einungis eitt til þrjú börn viðeigandi greiningu. „Það merkir það að það eru meiri líkur til að þessir einstaklingar takist að við umtalsverðar afleiðingar til lengri tíma,“ segir Jónas. Þá segir Jónas að börn séu oft greind með ADHD eða aðrar raskanir þegar í raun sé vandamálið heilaskaði, enda séu einkenni oft svipuð. Hópurinn skorar á ráðherra að skipa nefnd til að vinna að heildarstefnumótun í málefnum fólks með heilaskaða. „Og skilgreina hvernig þetta ferli á að vera og hvernig á að sinna þessum hópi. Svo þarf náttúrulega að veita fjármagn til þess að við getum sinnt þessu betur,“ segir Guðrún.
Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira