Skora á ráðherra að bæta þjónustu við fólk og börn með heilaskaða Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. desember 2017 20:00 Árlega glíma um fjörutíu börn við varanlegar afleiðingar eftir heilaáverka hér á landi en aðeins eitt til þrjú þeirra fá viðeigandi greiningu og meðferð. Börnin fá þá oft ranga greiningu um ADHD. Fagfólk í heilbrigðiskerfinu afhenti ráðherra áskorun í dag vegna mikillar þarfar á bættri þjónustu við fólk með heilaskaða á Íslandi. Árlega hljóta um 1.000 til 1.500 manns höfuðáverka á Íslandi og helmingur er börn undir 19 ára aldri. Stór hluti fær ákominn heilaskaða sem hefur varanlegar afleiðingar á heilastarfsemina, svo sem persónuleikabreytingar eða minnisskerðingu. Ný úttekt Hugarfars, samtaka einstaklinga með heilaskaða, sýnir að í dag fá einungis um 10-20 prósent sérhæfða meðferð, en það er bara brot af þeim fjölda sem þarf á henni að halda. Eftir sitja um 80-90 prósent án greiningar, meðferðar og eftirfylgni. Fagfólk í heilbrigðiskerfinu og Hugarfar afhentu Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, áskorun í dag, en í henni segir að ekki sé til heildstæð stefna í málaflokknum. Grensás og Reykjalundur eru einu staðirnir á landinu þar sem boðið er upp á meðferð. Guðrún Karlsdóttir yfirlæknir á Reykjalundi, segir að mun færri en þurfa komist að. „við erum kannski að sinna þessari greiningu og endurhæfingu í ákveðinn tíma þó við þyrftum í raun að geta sinnt mun fleirum. Síðan vantar langtímaúrræði,“ segir Guðrún en einstaklingar með færnisskerðingu þurfa langtímaeftirlit sem er ekki í boði. Það geti haft slæmar afleiðingar að fólk fái ekki rétta greiningu. „Fyrst og fremst kannski bara félagslegar afleiðingar. Það er einangrun og andleg vanlíðan og fleira,“ segir Guðrún. Þá er ekki til nein endurhæfing fyrir börn með heilaskaða. Samkvæmt rannsóknum Dr. Jónasar Halldórssonar taugasálfræðings, fá um 500 einstaklingar undir 19 ára aldri heilaáverka árlega og eru að minnska kosti 40 af þeim sem glíma við varanlegar afleiðingar. Hins vegar fá einungis eitt til þrjú börn viðeigandi greiningu. „Það merkir það að það eru meiri líkur til að þessir einstaklingar takist að við umtalsverðar afleiðingar til lengri tíma,“ segir Jónas. Þá segir Jónas að börn séu oft greind með ADHD eða aðrar raskanir þegar í raun sé vandamálið heilaskaði, enda séu einkenni oft svipuð. Hópurinn skorar á ráðherra að skipa nefnd til að vinna að heildarstefnumótun í málefnum fólks með heilaskaða. „Og skilgreina hvernig þetta ferli á að vera og hvernig á að sinna þessum hópi. Svo þarf náttúrulega að veita fjármagn til þess að við getum sinnt þessu betur,“ segir Guðrún. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Árlega glíma um fjörutíu börn við varanlegar afleiðingar eftir heilaáverka hér á landi en aðeins eitt til þrjú þeirra fá viðeigandi greiningu og meðferð. Börnin fá þá oft ranga greiningu um ADHD. Fagfólk í heilbrigðiskerfinu afhenti ráðherra áskorun í dag vegna mikillar þarfar á bættri þjónustu við fólk með heilaskaða á Íslandi. Árlega hljóta um 1.000 til 1.500 manns höfuðáverka á Íslandi og helmingur er börn undir 19 ára aldri. Stór hluti fær ákominn heilaskaða sem hefur varanlegar afleiðingar á heilastarfsemina, svo sem persónuleikabreytingar eða minnisskerðingu. Ný úttekt Hugarfars, samtaka einstaklinga með heilaskaða, sýnir að í dag fá einungis um 10-20 prósent sérhæfða meðferð, en það er bara brot af þeim fjölda sem þarf á henni að halda. Eftir sitja um 80-90 prósent án greiningar, meðferðar og eftirfylgni. Fagfólk í heilbrigðiskerfinu og Hugarfar afhentu Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, áskorun í dag, en í henni segir að ekki sé til heildstæð stefna í málaflokknum. Grensás og Reykjalundur eru einu staðirnir á landinu þar sem boðið er upp á meðferð. Guðrún Karlsdóttir yfirlæknir á Reykjalundi, segir að mun færri en þurfa komist að. „við erum kannski að sinna þessari greiningu og endurhæfingu í ákveðinn tíma þó við þyrftum í raun að geta sinnt mun fleirum. Síðan vantar langtímaúrræði,“ segir Guðrún en einstaklingar með færnisskerðingu þurfa langtímaeftirlit sem er ekki í boði. Það geti haft slæmar afleiðingar að fólk fái ekki rétta greiningu. „Fyrst og fremst kannski bara félagslegar afleiðingar. Það er einangrun og andleg vanlíðan og fleira,“ segir Guðrún. Þá er ekki til nein endurhæfing fyrir börn með heilaskaða. Samkvæmt rannsóknum Dr. Jónasar Halldórssonar taugasálfræðings, fá um 500 einstaklingar undir 19 ára aldri heilaáverka árlega og eru að minnska kosti 40 af þeim sem glíma við varanlegar afleiðingar. Hins vegar fá einungis eitt til þrjú börn viðeigandi greiningu. „Það merkir það að það eru meiri líkur til að þessir einstaklingar takist að við umtalsverðar afleiðingar til lengri tíma,“ segir Jónas. Þá segir Jónas að börn séu oft greind með ADHD eða aðrar raskanir þegar í raun sé vandamálið heilaskaði, enda séu einkenni oft svipuð. Hópurinn skorar á ráðherra að skipa nefnd til að vinna að heildarstefnumótun í málefnum fólks með heilaskaða. „Og skilgreina hvernig þetta ferli á að vera og hvernig á að sinna þessum hópi. Svo þarf náttúrulega að veita fjármagn til þess að við getum sinnt þessu betur,“ segir Guðrún.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira