Ekki persónan Agnes sem hækkar í launum heldur æðsti maður þjóðkirkjunnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. desember 2017 19:00 Biskup Íslands segir umræðuna um launahækkun hennar hafa verið tengda við persónu hennar frekar en embættið sjálft. Það sé ekki hún persónulega sem hækki í launum heldur æðsti maður þjóðkirkjunnar. Venju samkvæmt prédikaði biskups Íslands, frú Agnes Sigurðardóttir, í Dómkirkjunni við hátíðarþjónustu í dag, á jóladag. „Það er efst í huga mér þessi gleði og vonin um það að allir menn geti fundið þessa gleði og ekki bara ytra heldur aðallega í eigin hjarta,“ segir Agnes. Það sé fagnaðarboðskaður jólanna. Við lifum ekki í myrkri. Við lifum í ljósi. „Þrátt fyrir myrkrið sem getur birst okkur í ýmsum myndin, veikindum eða einhverju öðru, að það skín alltaf ljós í myrkrinu. Það er einmitt það sem var verið að lesa í guðspjallinu í morgun.“ Þá segir Agnes að henni sé efst í huga að fólk treysti því að kristin trú hafi eitthvað gott að gefa. „Eitthvað sem bætir líf okkar. Eitthvað sem bætir ekki bara lífið í dag heldur til framtíðar,“ segir Agnes. Undanfarið hefur talsvert verið fjallað um ákvörðun kjararáðs um að veita biskup 18 prósenta launahækkun, sem þýðir að laun Agnesar verða framvegis rúmlega ein og hálf milljón á mánuði. Ákveðið var að veita launahækkunina afturvirkt frá 1. janúar sem þýðir að hún fær 3,3 milljónir króna í eingreiðslu. Í ákvörðun kjararáðs var greint frá því að biskup hafi sent bréf með beiðni um endurskoðuð launakjör með hliðsjón af ábyrgð og umfangi embættisins sem sé eitt af æðstu embættum landsins. Agnes hefur ekki viljað tjá sig efnislega um málið.Er einhver ástæða fyrir því að þú hefur ekki viljað tjá þig um málið? „Ég sendi út yfirlýsingu eða setti yfirlýsingu á vef kirkjunnar og það er það sem ég hef um málið að segja,“ segir Agnes en þar er vísað í launaleiðréttingu og kerfisbreytingar efir 12 ára kyrrstöðu. Agnes telur að umræðan um hækkunina sé að vissu leyti skiljanleg. Hún hafi þó átt það til að vera tengd við persónu hennar frekar en embættið sjálft. „Það er ekki ég persónulega og prívat sem er að hækka í launum þó að svo sé í raun heldur fjallar þetta um embættið. Þetta fjallar ekkert um persónuna Agnesi heldur fjallar þetta um embætti biskups Íslands, sem er æðsti maður þjóðkirkjunna,“ segir Agnes.Hefur komið til greina að gefa launahækkuna til góðgerðarmála eins og forsetinn hefur gert eða eitthvað slíkt? „Ég ætla ekki að svara þessu.“ Forseti Íslands hefur í tæpt ár gefið launahækkun sína frá því í fyrra til góðgerðarmála, um fjórar milljónir króna. „Ég bað ekki um þessa kauphækkun og vissi ekki af henni. Ég þarf ekki þessa kauphækkun,“ sagði Guðni á blaðamannafundi í nóvember í fyrra.Agnes sendi kjararáði erindi árið 2015 þar sem hún óskaði eftir endurmati á launum biskups. Kjararáð Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08 Biskup tjáir sig ekki um launahækkunina Segir það ekki í sínum verkahring að tjá sig um úrskurð kjararáðs. 20. desember 2017 15:57 Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30 Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. 20. desember 2017 11:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Biskup Íslands segir umræðuna um launahækkun hennar hafa verið tengda við persónu hennar frekar en embættið sjálft. Það sé ekki hún persónulega sem hækki í launum heldur æðsti maður þjóðkirkjunnar. Venju samkvæmt prédikaði biskups Íslands, frú Agnes Sigurðardóttir, í Dómkirkjunni við hátíðarþjónustu í dag, á jóladag. „Það er efst í huga mér þessi gleði og vonin um það að allir menn geti fundið þessa gleði og ekki bara ytra heldur aðallega í eigin hjarta,“ segir Agnes. Það sé fagnaðarboðskaður jólanna. Við lifum ekki í myrkri. Við lifum í ljósi. „Þrátt fyrir myrkrið sem getur birst okkur í ýmsum myndin, veikindum eða einhverju öðru, að það skín alltaf ljós í myrkrinu. Það er einmitt það sem var verið að lesa í guðspjallinu í morgun.“ Þá segir Agnes að henni sé efst í huga að fólk treysti því að kristin trú hafi eitthvað gott að gefa. „Eitthvað sem bætir líf okkar. Eitthvað sem bætir ekki bara lífið í dag heldur til framtíðar,“ segir Agnes. Undanfarið hefur talsvert verið fjallað um ákvörðun kjararáðs um að veita biskup 18 prósenta launahækkun, sem þýðir að laun Agnesar verða framvegis rúmlega ein og hálf milljón á mánuði. Ákveðið var að veita launahækkunina afturvirkt frá 1. janúar sem þýðir að hún fær 3,3 milljónir króna í eingreiðslu. Í ákvörðun kjararáðs var greint frá því að biskup hafi sent bréf með beiðni um endurskoðuð launakjör með hliðsjón af ábyrgð og umfangi embættisins sem sé eitt af æðstu embættum landsins. Agnes hefur ekki viljað tjá sig efnislega um málið.Er einhver ástæða fyrir því að þú hefur ekki viljað tjá þig um málið? „Ég sendi út yfirlýsingu eða setti yfirlýsingu á vef kirkjunnar og það er það sem ég hef um málið að segja,“ segir Agnes en þar er vísað í launaleiðréttingu og kerfisbreytingar efir 12 ára kyrrstöðu. Agnes telur að umræðan um hækkunina sé að vissu leyti skiljanleg. Hún hafi þó átt það til að vera tengd við persónu hennar frekar en embættið sjálft. „Það er ekki ég persónulega og prívat sem er að hækka í launum þó að svo sé í raun heldur fjallar þetta um embættið. Þetta fjallar ekkert um persónuna Agnesi heldur fjallar þetta um embætti biskups Íslands, sem er æðsti maður þjóðkirkjunna,“ segir Agnes.Hefur komið til greina að gefa launahækkuna til góðgerðarmála eins og forsetinn hefur gert eða eitthvað slíkt? „Ég ætla ekki að svara þessu.“ Forseti Íslands hefur í tæpt ár gefið launahækkun sína frá því í fyrra til góðgerðarmála, um fjórar milljónir króna. „Ég bað ekki um þessa kauphækkun og vissi ekki af henni. Ég þarf ekki þessa kauphækkun,“ sagði Guðni á blaðamannafundi í nóvember í fyrra.Agnes sendi kjararáði erindi árið 2015 þar sem hún óskaði eftir endurmati á launum biskups.
Kjararáð Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08 Biskup tjáir sig ekki um launahækkunina Segir það ekki í sínum verkahring að tjá sig um úrskurð kjararáðs. 20. desember 2017 15:57 Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30 Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. 20. desember 2017 11:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08
Biskup tjáir sig ekki um launahækkunina Segir það ekki í sínum verkahring að tjá sig um úrskurð kjararáðs. 20. desember 2017 15:57
Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30
Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. 20. desember 2017 11:00