„Þetta eru myrkraverk“ Meiriháttar magn af rusli er ítrekað skilið eftir í hafnargarðinum við Kópavogshöfn. Nú í vikunni var sérlega mikið skilið eftir og kveðst hafnarvörður vera orðinn þreyttur á ástandinu. Dæmi eru um að klósett, vaskur og eldavél hafi verið skilin eftir í höfninni. 27.7.2023 06:31
Vinsælu tjaldsvæði við Seljalandsfoss lokað Vinsælu tjaldsvæði við Hamragarða, rétt hjá Seljalandsfossi, hefur verið lokað. Þá er umferð þeirra sem heimsækja Gljúfrabúa beint á bílastæðið við Seljalandsfoss. Veginum að fossinum var lokað um stund í gær eftir að rúta fór þar út af veginum. 26.7.2023 06:46
Endurgreiða fyrsta skemmda ísinn í sögu Ísbílsins Ísbíllinn endurgreiðir 34 ístegundir sem seldar voru í Eyjafirði, Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu 8. til 10. júlí síðastliðinn. Vegna mistaka hjá Samskipum hálfþiðnaði ís á leið til Akureyrar. Eigandi Ísbílsins segir um að ræða í fyrsta sinn sem slík mistök verði, það sé mikil vinna að verða við öllum endurgreiðslubeiðnunum. 25.7.2023 15:54
Hraunrennslið nú alfarið neðanjarðar Hraunrennsli í eldgosinu virðist nú vera alfarið neðanjarðar og gígskálinn virkar einungis sem bullsjóðandi pottur án yfirborðsrennslis. Í kvöld má greina nokkra staði í hraunbreiðunni þaðan sem hraun vellur upp úr hraunrásum neðanjarðar. 23.7.2023 23:21
„Þetta er 300 prósent hækkun“ Þriggja manna fjölskylda sem ætlaði sér að fara í sundlaugina í Húsafelli í dag hætti við vegna verðlags. Fjölskyldan segist hafa verið reglulegir gestir í lauginni undanfarin ár en segir núverandi verð ofan í laugina allt of hátt. Rekstraraðili segir laugina einkarekna, hún fái enga niðurgreiðslu frá sveitarfélaginu eða öðrum og þá sé komið til móts við gesti með sundkortum auk þess sem gestum hótels og tjaldsvæða sé boðinn afsláttur í margskonar formi. 23.7.2023 23:04
Gosmóðan verður degi lengur og líkur á súru regni Rigning á höfuðborgarsvæðinu, þar sem gosmóðan hefur hangið í loftinu gæti orðið súr. Náttúruvásérfræðingur segist telja litlar líkur á að rigningin verði til trafala til skamms tíma. Veðurspá bendir til þess að gosmóðan verði degi lengur yfir höfuðborgarsvæðinu en áður var reiknað með. Nú gera spár ráð fyrir að bæti í vind á miðvikudag en ekki þriðjudag, líkt og áður var gert ráð fyrir. 23.7.2023 22:10
Tveir á slysadeild eftir bílveltu á Grensásvegi Tveir voru fluttir á slysadeild á níunda tímanum í kvöld vegna áreksturs sem olli bílveltu á gatnamótum Grensásvegar, Sogavegar og Miklubrautar í Reykjavík. 23.7.2023 21:28
Dagur og Arna saman í aldarfjórðung Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Arna Dögg Einarsdóttir, læknir, hafa verið saman í aldarfjórðung. Dagur deilir þessu á samfélagsmiðlinum Facebook. 23.7.2023 21:05
Keimlík slys í Skagafirði og Vestmannaeyjum Björgunarsveitir brugðust við í Skagafirði og í Vestmannaeyjum í dag og komu í tveimur sitthvorum tilfellum til aðstoðar tveimur ferðamönnum sem höfðu slasast. 23.7.2023 19:10
Veit hvað hún vill mest af öllu í afmælisgjöf Selena Gomez átti afmæli í gær en hún varð 31 árs gömul. Hún segist vera þakklát fyrir margt í lífinu og vita upp á hár hvað hún vill mest af öllu í afmælisgjöf. 23.7.2023 18:11