Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Paul Watson heitir að trufla hval­veiðar á Ís­landi í sumar

Hvalavinurinn kanadíski Paul Watson, sem er vel kunnugur landsmönnum, heitir því að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar. Hann varði drjúgum hluta vetrarins í fangelsi á Grænlandi en mikið hefur verið fjallað um það kast sem hann hefur komist í við lögin hér á landi.

Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“

Innviðaráðherra segir leigubílamarkaðinn hafa verið eins og „villta vestrið“ hingað til en nú standi til að gera viðamiklar breytingar. Hann hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt um breytingar á starfsemi leigubílstjóra sem felur meðal annars í sér að innleiða stöðvarskyldu að nýju.

Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki ís­lensku­mælandi

Logi Már Einarsson menningarráðherra segir það kýrskýrt að íslensk tunga eigi að vera í öndvegi í opinberri stjórnsýslu sem og annars staðar en að þjóðin verði að átta sig á því að fimmtungur hennar sé ekki íslenskumælandi. Það sé því sjálfsagt að koma til móts við þennan hóp og nota ensku þegar nauðsynlegum upplýsingum skal miðlað til þeirra.

„Með hverju eld­gosinu styttist í goslokahátíðina“

Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og Fannar Jónasson bæjarstjóri fóru á fund forsætisráðherra í dag. Ásrún segir lítið hafa komið á óvart af því sem rætt var á fundinum en segist þó ganga út af honum hæfilega jákvæð.

Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni

Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ræða við Vladímír Pútín Rússland forseta símleiðis í vikunni að sögn sérstaks erindreka Bandaríkjaforseta sem heimsótti Moskvu í vikunni sem líður.

Gripið verði inn í strax í leik­skóla

Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, og Kolbrún Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, segja það brýnt að gripið sé inn í mál barna með fjölþættan vanda strax í leikskóla.

Sjá meira