Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Fiðluleikarinn Brian King Joseph hefur kært leikarann og tónlistarmanninn Will Smith fyrir kynferðislega áreitni, ólögmæta uppsögn og hefndaraðgerðir. 2.1.2026 23:37
Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur skipað nýjan starfsmannastjóra í stað Andríjs Jermak. Sá síðarnefndi sagði af sér eftir að hafa verið bendlaður við umfangsmikið spillingarmál. 2.1.2026 22:52
Íslenskur maður lést í Úkraínu Íslenskur maður sem gekk í úkraínska herinn lést á víglínunni. Hann var 51 árs gamall og hafði verið í Úkraínu í tæpan mánuð. Bróðir hans staðfestir andlát hans. 2.1.2026 21:04
Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Maður ók á kyrrstæðan lögreglubíl í hverfi 108. Að skoðuðu máli reyndist maðurinn einnig hafa verið sviptur ökuréttindum. 2.1.2026 19:38
Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Íslenskur sérfræðingur í málefnum Írans segir ört vaxandi verðbólga meginorsök götubardaga og fjölmennra mótmæla víða um Íran undanfarna fimm daga. Kaupsýslumenn í Teheran hófu mótmælin en hafa nú breiðst um allt landið. 2.1.2026 18:39
Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Ísrael hefur formlega viðurkennt sjálfstæði Sómalílands sem klauf sig frá Sómalíu árið 1991 fyrst allra landa. Sómalílendingar fagna ákvörðuninni ákaft en stjórnvöld nágrannaríkja fordæma hana harkalega. 26.12.2025 23:20
Gítarleikari The Cure er látinn Perry Bamonte, gítar- og hljómborðsleikari í bresku hljómsveitinni The Cure, er látinn. Hann var 65 ára gamall. 26.12.2025 22:43
Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Maður á þrítugsaldri stakk og særði þrjár konur á þremur ólíkum neðanjarðarlestarstöðvum á sömu leið í París síðdegis í dag. Lögregla hafði hendur í hári hans á heimili sínu þangað sem hann hafði flúið. Hvati mannsins til árásanna er ekki ljós en talið er að hann hafi glímt við geðræn veikindi. 26.12.2025 21:40
Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir „meira í vændum“ eftir að Bandaríkjaher gerði loftárásir í norðvesturhluta Nígeríu. Áhrifafólk á hægri vængnum vestanhafs fagnar árásunum ákaft. 26.12.2025 19:59
Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögreglumenn fóru á vettvang eftir að tilkynnt var um laus hross. Lögreglan aðstoðaði við að fanga hrossin og koma þeim í öruggt skjól. 26.12.2025 18:24