Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Alls­herjar­þingið á­lyktar um palestínskt ríki

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti með yfirburðum ályktun sem er ætlað að blása nýju lífi í tveggja ríkja lausn í Palestínu og Ísrael. Ísland greiddi atkvæði með ályktuninni sem var samþykkt innan við sólarhring frá því að haft var eftir Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels að það yrði aldrei palestínskt ríki.

NATO eflir varnir í austri

Atlantshafsbandalagið hyggst efla varnir sínar í austurhluta Evrópu eftir að 21 rússnesku flygildi var flogið inn í lofthelgi Póllands.

Pútín og Xi ræddu ó­dauð­leika í gegnum líffæragjöf

Hljóðnemi sem kveikt var á tók upp stutt samtal Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og Xi Jinping forseta Kína þar sem þeir ræddu um það að líffæragjöf gæti einn daginn veitt ódauðleika á stærðarinnar hersýningunni sem fór fram í Peking í dag.

Fimm­tán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu

Fimmtán hið minnsta eru látin og átján slösuð eftir að hinn frægi Gloria-kláfur í Lissabon í Portúgal fór út af sporinu og skall á byggingu. Fimm hinna slösuðu eru sögð alvarlega slösuð og hin þrettán, þeirra á meðal barn, eru sögð hafa hlotið minniháttar áverka.

„Við hvað ertu hræddur?“

Forseti Trans Íslands segir umræðu um málefni hinsegin fólks hafa legið mög þungt á mörgum síðustu daga. Fólk er hvatt til að leita í félagsleg úrræði sem samtökin bjóða uppá. Hún segir hinsegin fólk hafa þjappað sér saman og vonar að sá stuðningur sem hafi komið fram víða í samfélaginu haldi áfram.

Trump til­nefnir sendi­herrann nýja

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi nýjan sendiherra á Íslandi í gær en það hefur legið fyrir í mánuð hver það verði. Sá heitir Billy Long og var ríkisskattstjóri í tvo mánuði, var rekinn þaðan og sendur til Íslands.

Reyndust hafa þýfi úr fleiri inn­brotum í fórum sínum

Tilkynnt var um innbrot í fyrirtæki í Kópavogi og lögregla kom auga á tvo einstaklinga sem pössuðu við lýsingu á meintum þjófum. Þegar lögregla gaf sig á tal við parið kom í ljós mikið magn af þýfi úr fleiri innbrotum.

Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa

Bandaríski fjölmiðillinn Washington Post hefur undir höndum 38 blaðsíðna skjal sem útlistar áætlanir Bandaríkjastjórnar um framtíð Gasasvæðisins að stríðinu loknu. Það felur meðal annars í sér að allir íbúar svæðisins verði fluttir burt, að Bandaríkin fari með völd á svæðinu í tíu ár hið minnsta og að ströndinni verði umbreytt í „gervigreindarknúna“ ferðamannaparadís og rafbílaframleiðslusvæði.

Varðturnarnir á bak og burt

Varðturnarnir sem komið var upp til að sporna við vasaþjófnaði og vöktu misjöfn viðbrögð meðal borgarbúa eru nú á bak og burt. Um var að ræða tilraunaverkefni sem gekk, að sögn aðstandanda, prýðisvel. Það verður endurtekið.

Sjá meira