Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Enska knattspyrnufélagið Manchester City mun gera allt sem það getur til að Tijjani Reijnders verði orðinn leikmaður félagsins áður en HM félagsliða hefst þann 15. júní næstkomandi. 26.5.2025 22:31
Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik Hörður Axel Vilhjálmsson hefur skrifað undir tveggja ára samning sem næsti þjálfari Keflavíkur í Bónus deild kvenna í körfubolta. 26.5.2025 22:01
Arnór Ingvi bjargaði stigi með glæsilegu aukaspyrnumarki Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Norrköping í 1-1 jafntefli gegn toppliði Mjällby í efstu deild sænska fótboltans. Markið má sjá hér að neðan. 26.5.2025 19:00
Sævar Atli sagður á leið í hlýjan faðm Freys Það stefnir allt í að Sævar Atli Magnússon muni vinna undir stjórn Freys Alexanderssonar á nýjan leik. Þeir koma báðir frá Leikni Reykjavík og var Sævar Atli einn af fyrstu mönnunum sem Freyr sótti eftir að hafa tekið við Lyngby í Danmörku. 26.5.2025 18:00
„Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Anthony Edwards, stórstjarna Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfubolta, var vissulega stigahæstur í síðasta leik liðsins en það verður þó ekki sagt að hann hafi skotið boltanum vel. Hann þarf að lyfta leik sínum á næsta getustig og þá mögulega eiga Úlfarnir möguleika gegn ógnarsterku liði Oklahoma City Thunder. 24.5.2025 07:02
Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Það hefur ekki farið hátt í fjölmiðlum en verðlaunagripurinn sem fer á loft að leik loknum í úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu var stolið í vikunni. Bikarinn er hins vegar kominn í leitirnar og það er Alessia Russo, framherji Arsenal, ánægð með. 24.5.2025 07:02
Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Það er laugardagur svo að sjálfsögðu er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport. 24.5.2025 06:01
Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Íslandsmeistarinn Ægir Þór Steinarsson var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppni karla í körfubolta þar sem Stjarnan stóð uppi sem Íslandsmeistari eftir magnað úrslitaeinvígi. Hann settist niður með Körfuboltakvöldi að leik loknum. 23.5.2025 23:16
McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Napoli er Ítalíumeistari karla í knattspyrnu. Skotinn Scott McTominay og hinn belgíski Romelu Lukaku skoruðu mörkin í 2-0 sigri á Cagliari sem tryggði liðinu aðeins sinn annan meistaratitil á þessari öld. 23.5.2025 21:23
Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Omar Sowe, framherji ÍBV í Bestu deild karla í knattspyrnu, er með slitið krossband og verður ekki meira með nýliðunum á leiktíðinni. Þá er Oliver Heiðarsson meiddur og verður frá næstu vikurnar. 23.5.2025 20:32