Vill sameina þjóðina um hernaðaruppbyggingu Bretar ætla að fjölga kjarnorkuknúnum kafbátum sínum og gera aðrar breytingar sem ætlað er að auka getu ríkisins til að heyja nútímastríð. Keir Starmer, forsætisráðherra, segist ætla að auka fjárútlát til varnarmála í þrjú prósent af landsframleiðslu en vill ekki segja hvernær ná á þeim áfanga. 2.6.2025 10:30
Koma aftur saman eftir sögulegar árásir í Rússlandi Úkraínskir og rússneskir erindrekar munu setjast við samningaborðið í Istanbúl í dag. Er það í kjölfar umfangsmikillar árásar Úkraínumanna á nokkra flugvelli í Rússlandi, þar sem mikilvægar sprengjuflugvélar og eftirlitsvélar eru meðal annars hýstar. 2.6.2025 08:18
Vopnaður heimagerðum eldvörpum Átta eru sárir eftir að árásarmaður kastaði eldsprengjum að hópi fólks sem kom saman á torgi í borginni Boulder í Colorado í Bandaríkjunum til þess að krefjast þess að ísraelsku gíslunum á Gasa verði sleppt úr haldi. Hinir særðu, sem eru á aldrinum 52 til 88 ára hafa komið saman reglulega á torginu undanfarna mánuði og árásarmaðurinn er sagður 45 ára gamall Egypti, Mohamed Sabry Soliman. 2.6.2025 07:11
Ókunnugur næturgestur á Patreksfirði Lögreglunni á Vestfjörðum barst á laugardagsmorgun tilkynning um sofandi ókunnugan mann í húsi í bænum. Sá gat ekki gefið góðar skýringar á því hvað hann var að gera í húsinu en var honum hjálpað á sinn rétta dvalarstað. 2.6.2025 06:38
Nawrocki sigraði með naumindum Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur og frambjóðandi flokksins Lög og réttlæti, er nýr forseti Póllands. Hann vann nauman sigur í forsetakosningunum sem fram fóru í Póllandi um helgina og sigraði Rafal Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár, með 50,89 prósentum atkvæða gegn 49,11. 2.6.2025 06:25
Sprengjuflugvélar loga víða í Rússlandi Úkraínumenn hafa gert umfangsmiklar árásir með smáum sjálfsprengidrónum á að minnsta kosti tvo herflugvelli í Rússlandi og mögulega fjóra. Úkraínumenn segjast hafa grandað tugum flugvéla, eins og langdrægnum sprengjuflugvélum og eftirlitsvélum, sem eru Rússum gífurlega mikilvægar. Yfirlýsingar Úkraínumanna eru studdar af myndefni í dreifingu á samfélagsmiðlum eystra. 1.6.2025 12:14
Ryður leiðina fyrir Trump til að vísa hálfri milljón úr landi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Donald Trump, forseti, megi svipta farand- og flóttafólk frá Haítí, Kúbu, Níkaragva og Venesúela tímabundinni vernd gegn brottvísunum sem þau hafa fengið. Þannig má Trump vísa þeim úr landi áður en umsóknir þeirra um dvalarleyfi eru tekin fyrir. 30.5.2025 16:24
Leita „Skrattans í Ozarkfjöllum“ í hellum og skógum Umfangsmikil leit stendur nú yfir í Ozark-fjöllunum í Bandaríkjunum að strokufanga sem gengur undir nafninu „Skrattinn í Ozarkfjöllum“. Hann heitir Grant Hardin og er fyrrverandi lögreglustjóri sem dæmdur var árið 2017 fyrir morð og nauðgun. Hardin strauk úr fangelsi á dögunum en fjöllin eru erfið til leitar þar sem finna má fjölmarga hella, yfirgefna skúra og marga aðra felustaði. 30.5.2025 15:41
Fleiri ákærur væntanlegar í Liverpool Maðurinn sem ákærður hefur verið fyrir að keyra inn í þvögu fólks í miðborg Liverpool á dögunum mætti í fyrsta sinn í dómsal í dag. Þar var ákveðið að hann yrði áfram í gæsluvarðhaldi á meðan réttað verður yfir honum. 30.5.2025 14:11
Vísuðu til rannsókna sem voru ekki til í „heimsklassa“ skýrslu Robert F. Kennnedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, gaf á dögunum út skýrslu þar sem farið var hörðum orðum um framleiðslu matvæla í Bandaríkjunum og lyfjamarkað landsins. Skýrslan, sem bar nafnið „Make Amercia Healthy Again“ hefur þó verið harðlega gagnrýnd eftir að í ljós kom að hún vísar í nokkrum tilfellum í rannsóknir sem voru aldrei framkvæmdar. 30.5.2025 12:32