Íþróttafréttamaður

Sindri Sverrisson

Sindri er íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport

Nýjustu greinar eftir höfund

Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt

Madridingar anda léttar í aðdraganda einvígisins við Arsenal í Meistaradeild Evrópu, eftir að UEFA ákvað að setja engan af leikmönnum Real Madrid í bann. Þrír þeirra þurfa hins vegar að greiða sekt og tveir fengu skilorðsbundið bann.

Fær ekki að dæma vegna sam­skiptaörðug­leika

Jón Bender, formaður dómaranefndar KKÍ, hefur nú upplýst hvers vegna einn besti körfuboltadómari landsins hefur hvergi verið sýnilegur í stórleikjum undanfarið og í upphafi úrslitakeppni Bónus-deildanna.

Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir lands­leikina

Þýska knattspyrnufélagið Wolfsburg, sem Sveindís Jane Jónsdóttir spilar fyrir, hefur fundið tímabundinn arftaka Tommy Stroot sem hætti sem þjálfari kvennaliðs félagsins í vikunni.

Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um ill­indi“

Á meðan besta körfuboltafólk landsins er komið af stað í úrslitakeppnum Bónus-deildanna hafa enn ekki fengist svör við því af hverju einn besti dómari landsins, Davíð Tómas Tómasson, dæmdi ekki einn einasta leik í fyrstu umferð. Málið var rætt í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld.

Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það

James Tarkowski hefði eftir allt saman átt að fá að líta rauða spjaldið fyrir að fara af krafti með takkana í Alexis Mac Allister í grannaslag Everton og Liverpool í gærkvöld. Hann slapp hins vegar með skrekkinn og hefur enn ekki fengið rautt í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

„Hefur aldrei verið vanda­mál fyrir mig“

Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, segist aðeins hafa verið að sækjast eftir spennu þegar hann braut veðmálareglur með því að veðja á leiki í Bestu deild karla í fyrra. Eftir að upp um hann komst hafi hann búist við þyngri refsingu en hann á endanum fékk.

Sjá meira