Íþróttafréttamaður

Sindri Sverrisson

Sindri er íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport

Nýjustu greinar eftir höfund

Garnacho þarf að splæsa mál­tíð á allt liðið

Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að hinn tvítugi Alejandro Garnacho þurfi að greiða fyrir kvöldmáltíð handa öllum liðsfélögum sínum vegna þess hvernig hann lét á miðvikudagskvöld.

Afar ó­vænt endur­koma Alberts gegn Þóri

Aðeins tólf dögum eftir að Albert Guðmundsson fór meiddur af velli, með brot í beini neðst í baki, er hann afar óvænt í leikmannahópi Fiorentina fyrir leikinn við Lecce í kvöld, í ítölsku A-deildinni í fótbolta.

Lík­legast að Ís­land mæti Doncic á EM og spili í Pól­landi

Viðræður eru enn í fullum gangi á milli Körfuknattleikssambands Íslands og Pólverja um samstarf í lokakeppni EM karla sem hefst 27. ágúst. Niðurstaða gæti fengist í dag en líklegt þykir að Ísland spili í pólsku borginni Katowice og mæti þar NBA-stórstjörnunni Luka Doncic.

Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM

Fimm Íslendingar kepptu í sprettgöngu á HM í skíðagöngu í Noregi í dag. Einn þeirra, Fróði Hymer, lenti í vægast sagt leiðinlegu atviki því annar keppandi stal skíðunum hans.

„Ég elska að vera á Ís­landi“

Craig Pedersen er eins og margir aðrir enn í skýjunum eftir að hann stýrði Íslandi inn á lokakeppni EM í körfubolta í þriðja sinn, með sigrinum gegn Tyrklandi á sunnudaginn. Tap hefði getað þýtt kveðjustund og því voru tár á hvarmi enda þykir honum afar annt um Ísland og segir fjölskyldu sína njóta hverrar heimsóknar til landsins.

Ekki lengur hægt að vera alls­ber og taka orminn

Ægir Þór Steinarsson fór vandlega yfir það með GAZ-bræðrum hvernig fagnaðarlæti íslenska landsliðsins í körfubolta voru á sunnudagskvöld, og aðfaranótt mánudags, eftir að liðið tryggði sér sæti á EuroBasket.

Sveinn spilar í fimmta landinu

Línu- og landsliðsmaðurinn Sveinn Jóhannsson mun spila með Chambéry í Frakklandi frá og með næstu leiktíð. Það verður fimmta landið sem þessi 25 ára handboltamaður iðkar sína íþrótt í.

Sjá meira