Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Madridingar anda léttar í aðdraganda einvígisins við Arsenal í Meistaradeild Evrópu, eftir að UEFA ákvað að setja engan af leikmönnum Real Madrid í bann. Þrír þeirra þurfa hins vegar að greiða sekt og tveir fengu skilorðsbundið bann. 4.4.2025 21:31
Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Jón Bender, formaður dómaranefndar KKÍ, hefur nú upplýst hvers vegna einn besti körfuboltadómari landsins hefur hvergi verið sýnilegur í stórleikjum undanfarið og í upphafi úrslitakeppni Bónus-deildanna. 4.4.2025 15:27
Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Fjórir leikmenn voru kærðir vegna gruns um hagræðingu úrslita í leik í 2. deild karla á Íslandi í fyrra. Þeir voru allir úrskurðaðir saklausir, af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. 4.4.2025 09:59
Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Þýska knattspyrnufélagið Wolfsburg, sem Sveindís Jane Jónsdóttir spilar fyrir, hefur fundið tímabundinn arftaka Tommy Stroot sem hætti sem þjálfari kvennaliðs félagsins í vikunni. 4.4.2025 09:03
Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Á meðan besta körfuboltafólk landsins er komið af stað í úrslitakeppnum Bónus-deildanna hafa enn ekki fengist svör við því af hverju einn besti dómari landsins, Davíð Tómas Tómasson, dæmdi ekki einn einasta leik í fyrstu umferð. Málið var rætt í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld. 4.4.2025 08:30
Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Hinn 17 ára gamli Austin Metcalf var stunginn til bana af jafnaldra sínum úr öðrum skóla á frjálsíþróttamóti í bænum Frisco í Texas í Bandaríkjunum. 4.4.2025 07:33
Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Ljóst er að heimsmeistaramót kvenna í fótbolta mun fara fram í Bandaríkjunum árið 2031 og í Bretlandi 2035, með 48 þjóðum í stað 32 á mótinu sem fram fer í Brasilíu árið 2027. 3.4.2025 13:30
Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það James Tarkowski hefði eftir allt saman átt að fá að líta rauða spjaldið fyrir að fara af krafti með takkana í Alexis Mac Allister í grannaslag Everton og Liverpool í gærkvöld. Hann slapp hins vegar með skrekkinn og hefur enn ekki fengið rautt í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 3.4.2025 10:32
Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Eftir töpin tvö gegn Kósovó í fyrstu leikjunum undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar heldur íslenska karlalandsliðið í fótbolta áfram að síga niður heimslistann. 3.4.2025 09:16
„Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, segist aðeins hafa verið að sækjast eftir spennu þegar hann braut veðmálareglur með því að veðja á leiki í Bestu deild karla í fyrra. Eftir að upp um hann komst hafi hann búist við þyngri refsingu en hann á endanum fékk. 3.4.2025 08:31