Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Arsenal hefur nú formlega tilkynnt um kaupin á enska landsliðsmanninum Eberechi Eze frá Crystal Palace. Kaupverðið nemur 60 milljónum punda að meðtöldum 8 milljóna punda aukagreiðslum. 23.8.2025 16:20
Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Dýrasti leikmaður í sögu Brentford, Dango Ouattara, skoraði strax í fyrsta leik sínum fyrir félagið í dag þegar hann gerði sigurmarkið gegn Aston Villa. Þremur leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 23.8.2025 16:04
Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Þróttarar eru komnir á topp Lengjudeildar karla í fótbolta, þó aðeins í tvo klukkutíma, í þeirri hörðu barátta sem er í gangi um sæti í Bestu deildinni á næstu leiktíð. 23.8.2025 15:59
Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Þýska handboltaliðið Blomberg-Lippe, með þrjár íslenskar landsliðskonur innanborðs, var óhemju nálægt því að landa sínum fyrsta titli í dag en tapaði með eins marks mun. 23.8.2025 15:10
Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Biðin eftir titli með Al Nassr heldur áfram hjá Cristiano Ronaldo, eftir vítaspyrnukeppni gegn Al Ahli í úrslitaleik sádiarabíska ofurbikarsins í Hong Kong í dag. 23.8.2025 14:56
Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Það getur allt gerst í beinni útsendingu í DocZone hjá Hjörvari Hafliðasyni og félögum. Eftir að þeir höfðu fylgst með bekkpressukeppni á Kjarvalsstöðum kom Gummi Ben óvænt í heimsókn, með enn óvæntari glaðning. Áritaða treyju með kveðju frá David de Gea. 23.8.2025 14:25
Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Tottenham Hotspur heldur áfram fullkominni byrjun sinni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, undir stjórn Thomas Frank, en liðið vann Manchester City á útivelli í dag, 2-0. 23.8.2025 13:25
Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Eftir að hafa horft af varamannabekknum á liðsfélaga sína tapa fyrstu tveimur leikjum tímabilsins, í þýsku 2. deildinni í fótbolta, var landsliðsmaðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson áberandi í 2-1 útisigri Fortuna Düsseldorf á Paderborn í dag. 23.8.2025 13:10
Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Halldóra Huld Ingvarsdóttir vann Íslandsmeistaratitilinn í maraþoni kvenna í dag eftir að hafa ákveðið á síðustu stundu að taka þátt. Hún eignaðist son í apríl síðastliðnum og hélt á honum í viðtali eftir að titillinn var í höfn. 23.8.2025 12:30
Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ „Ég er ekki alveg nógu ánægður,“ sagði Hlynur Andrésson eftir að hafa orðið Íslandsmeistari í maraþoni í dag. Hann var nefnilega nokkuð langt frá brautarmetinu sem hann hugðist slá, í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, í erfiðum aðstæðum í dag. 23.8.2025 11:46