Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Nú er ekki lengur neitt svigrúm fyrir mistök í Úrvalsdeildinni í pílukasti. Átta bestu keppendurnir mæta til leiks á Bullseye við Snorrabraut annað kvöld, þar sem útsláttarkeppnin hefst. 21.11.2025 16:01
Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Alexandra Líf Arnarsdóttir, línu- og varnarmaður Hauka, er komin inn í íslenska landsliðshópinn sem mætir Færeyjum í vináttulandsleik ytra, fyrir HM í handbolta sem hefst í næstu viku. 21.11.2025 14:16
Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Arsenal og Tottenham mætast í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Rígurinn er mikill og leikir liðanna hafa gjarnan verið ávísun á mikla skemmtun. 21.11.2025 14:02
Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Tímabilið hjá Chelsea-manninum Cole Palmer heldur áfram að vera hreinasta martröð því hann verður áfram frá keppni eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér. 21.11.2025 13:45
Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Arne Slot tilkynnti á blaðamannafundi í dag að Liverpool yrði án Conor Bradley og Florian Wirtz á morgun, gegn Nottingham Forest. Hann var spurður út í áhrif fráfalls Diogo Jota á Liverpool-liðið en sagði ekki koma til greina að kenna því um gengi liðsins á leiktíðinni. 21.11.2025 11:16
Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Líklegt þykir að sóknarmaðurinn Elías Már Ómarsson snúi heim til Íslands í vetur og ljóst að félög í Bestu deildinni fylgjast grannt með þróun mála hjá þessum þrítuga fótboltamanni. 21.11.2025 09:31
KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Erkifjendurnir í KR og Val mættust 8. umferð Bónus-deildar karla nú í kvöld. Leikið var í Frostaskjóli þar sem Valur fór með sigur af hólmi eftir spennandi leik. Lokatölur 89-99 fyrir Val. 20.11.2025 21:00
EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Útlit er fyrir að hávaxnasti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta missi af Evrópumótinu í janúar, eftir að hann meiddist í nára. Hann heldur þó í vonina um að ná mótinu. 20.11.2025 15:18
Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Keflavík leikur á ný í Bestu deild karla í fótbolta á komandi leiktíð og hefur fengið til sín hinn 23 ára Baldur Loga Guðlaugsson sem spilað hefur í deildinni síðustu sex keppnistímabil. 20.11.2025 14:23
Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Dr. Football, eða Hjörvar Hafliðason, varpaði sprengju í þætti sínum í vikunni þegar hann sagðist hafa heyrt af því að Jónatan Ingi Jónsson vildi fara frá Val til erkifjendanna í KR. Hvorki Jónatan né formaður knattspyrnudeildar Vals vilja þó kannast við að þetta sé rétt. 20.11.2025 14:11