Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Austurríkiskanslari og flokksbræður hans eru sagðir beita sér fyrir því að Eurovision fari ekki fram í landinu á næsta ári ef Ísrael verður meinuð þátttaka í keppninni. Talsmaður flokksins segir ótækt að banna listamanni af gyðingaættum að taka þátt í keppninni. 9.10.2025 17:39
Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Refsing yfir karlmanni á fimmtugsaldri sem var ákærður fyrir að nauðga Gisele Pelicot meðan hún lá meðvitundarlaus hefur verið þyngd úr níu ára fangelsi í tíu ár. 9.10.2025 16:27
Tólf eldislaxar fundust í sex ám Erfðagreining á 34 löxum hefur leitt í ljós að tólf þeirra reyndust eldislaxar. Eldislaxarnir veiddust í Haukadalsá, Hrútafjarðará, Vatnsdalsá, Blöndu, Reykjadalsá í Borgarfirði og Miðfjarðará. 9.10.2025 15:48
Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Varnargarðar norðan Grindavíkur verða hækkaðir um tvo til þrjá metra á um 450 metra kafla. Vinna við framkvæmdirnar eru hafnar og áætlaður kostnaður vegna framkvæmdanna er um 80 til 120 milljónir króna. 8.10.2025 21:44
Smávægileg útköll vegna óveðursins Björgunarsveitir hafa sinnt smávægilegum útköllum vegna veðursins sem nú gengur yfir á suður- og vesturhluta landsins. Dagurinn hefur að öðru leyti verið rólegur hjá björgunarsveitum. 8.10.2025 20:43
Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Gular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu og á suður- og suðvesturhluta landsins. Varað er við mikilli ölduhæð og sjógangi við sjávarsíðuna. Meðan fréttamaður ræddi við veðurfræðing í beinni útsendingu gekk sjór yfir viðtalið. 8.10.2025 19:45
Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Umhverfis- og orkustofnun mun sekta þrotabú flugfélagsins Play um 2,3 milljarða vegna þess að félagið greiddi ekki losunarheimildir sem það skuldaði og voru á gjalddaga daginn eftir að tilkynnt var um gjaldþrot þess. 8.10.2025 19:13
Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Baldvin Z kvikmyndagerðarmaður segist hjartanlega sammála umræðunni sem skapast hefur í kringum ummæli sem hann lét falla í síðdegisútvarpinu á Rúv í gær. Í þættinum sagði hann að á tökustað þyrfti maður að vera tilbúinn fyrir alls kyns uppákomur, til dæmis leikkonu á blæðingum sem sé í vondu skapi. 8.10.2025 17:11
Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Útlendingastofnun segir ekkert benda til þess að rússneskri fjölskyldu sem var á dögunum vísað úr landi fái ekki vandaða og efnislega málsmeðferð í Króatíu. Hagsmunum tveggja vikna gamalla tvíbura hafi ekki verið stefnt í hættu þegar þeir voru sendir úr landi ásamt fjölskyldu þeirra á dögunum. 8.10.2025 16:34
Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Karlmaður hefur verið dæmdur í ellefu mánaða fangelsi fyrir að hafa í fjöldamörg skipti áreitt barnunga stjúpdóttur sína kynferðislega á heimili þeirra í Reykjavík á tveggja ára tímabili. 8.10.2025 15:45