Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Alþingismenn og áhrifavaldar tóku þátt í kærleikshringjum í Iðnó með það að markmiði að eiga samtal um samfélagið og hvað sé hægt að gera til að auka samkennd og hafa áhrif til góðs. Verkefninu var ýtt úr vör í kjölfar andláts Bryndísar Klöru sem lést af sárum sínun eftir stunguárás á menningarnótt í fyrra. 29.3.2025 10:32
Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Deildarmyrkvi á sólu verður frá klukkan tíu til hádegis. Þegar myrkvinn nær hámarki upp úr ellefu hylur tunglið rúmlega 75 prósent af sólinni á sunnanverðum Vestfjörðum. 29.3.2025 09:49
Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Deildarmyrkvi á sólu verður í dag. Hann verður vel sjáanlegur á Vesturlandi þar sem bjartviðri er spáð meðan hann gengur yfir. 29.3.2025 08:41
Unglingur hrækti á lögreglumann Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Sex manns gista í fangaklefa og 64 mál voru skráð í dagbók lögreglunnar. 29.3.2025 08:16
Tala látinna komin yfir þúsund Meira en þúsund manns eru látnir eftir að jarðskjálfti að stærð 7,7 reið yfir Mjanmar í gærmorgun. Þar af urðu hátt í sjö hundruð dauðsföll í Mandalay, næststærstu borg Mjanmar. Enn er leitað að fólki undir rústum en óttast er að tala látinna muni hækka enn fremur. 29.3.2025 07:40
Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Donald Trump Bandaríkjaforseti og Volodímír Selenskí forseti Úkraínu sammæltust um að vinna saman að því að binda endi á stríðið við Rússa í klukkutíma löngu símtali í dag. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu þess efnis segir að símtalið hafi gengið „stórkostlega“. 19.3.2025 22:34
Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Mánaðaraðild án bindingar að líkamsræktarstöðinni Hreyfingu hefur undanfarið ár hækkað úr tæpum fimmtán þúsund krónum upp í tæpar tuttugu þúsund krónur. Þá hefur verið gert tímabundið hlé á nýskráningum í Hreyfingu vegna mikillar aðsóknar. Eigandi Hreyfingar segir aukna áherslu lagða á bætta þjónustu og aukin gæði á líkamsræktarstöðinni. 19.3.2025 20:15
Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild HÍ og Silja Bára Ómarsdóttir prófessor við stjórnmálafræðideild HÍ hlutu flest atkvæði í rektorskjöri Háskóla Íslands í dag. Þar sem hvorugt þeirra hlaut meirihluta atkvæða fer fram önnur atkvæðagreiðsla að viku liðinni. 19.3.2025 18:24
Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Bandarískur ferðamaður, sem var bjargað af björgunarsveitum eftir að hafa verið fastur í Loðmundarfirði í fimm daga, segist uppfullur þakklætis í garð allra sem komu að björguninni. Hann sé fullkomið dæmi um vitlausa ameríska túristann sem sífellt sé varað við. Hann vonar að saga sín verði öðrum víti til varnaðar. 19.3.2025 16:48
Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Vladimír Pútín Rússlandsforseti er staddur í Kúrskhéraði í Rússlandi í fyrsta skipti síðan Úkraínuher réðist skyndilega inn í héraðið í ágúst í fyrra. 13.3.2025 00:04