Marel í áframhaldandi samstarf við kínverskan svínakjötsrisa Árni Oddur Þórðarsson, forstjóri Marel, skrifaði á dögunum fyrir hönd fyrirtækisins undir samning við kínverska svínakjötsframleiðandann Muyuan. Samningurinn mun tryggja áframhaldandi samstarf fyrirtækjanna tveggja en Muyuan er stærsti framleiðandi svínakjöts á heimsvísu. 26.7.2023 17:46
Nýr utanríkisráðherra Kína skipaður í dularfullri fjarveru þess gamla Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, var í dag vikið úr embætti og nýr maður ráðinn í hans stað. Qin hefur ekki sést opinberlega í heilan mánuð og þykir fjarvera hans heldur dularfull. 26.7.2023 00:01
Gordon Ramsay sást á kokteilbar í miðborginni Stjörnukokkurinn Gordon Ramsay er enn á ný kominn til Íslands. Sést hefur til hans á kokteilbar í miðborg Reykjavíkur nú í kvöld. 25.7.2023 23:13
Lykilhringrás í Atlantshafi gæti stöðvast samkvæmt nýrri rannsókn Samkvæmt nýrri rannsókn sérfræðinga við Háskólann í Kaupmannahöfn gæti lykilhringsrás sjávar í Atlantshafinu stöðvast á næstu árum, jafnvel árið 2025. Slíkar vendingar myndu leiða af sér hamfarakennd áhrif á loftslagið, þar á meðal Íslandi. Rannsóknin er afar umdeild meðal vísindamanna. 25.7.2023 22:42
Segir rógburð ástæðu uppsagnar og kemur að lokuðum dyrum hjá VR Ryan Mikulcik, fyrrverandi starfsmaður Airport Associates, var sagt upp hjá fyrirtækinu í byrjun marsmánaðar. Í kjölfarið sótti hann um vinnu hjá Icelandair sem hann fékk ekki. Hann segir ástæðu höfnunarinnar vera rógburður af hálfu yfirmanns síns hjá Airport Associates. 25.7.2023 21:33
Fundinn sekur um kynferðisbrot og morð á systur sinni Connor Gibson, tuttugu ára gamall skoskur karlmaður, hefur verið fundinn sekur um kynferðisbrot og morð á sextán ára systur sinni. Brotin voru framin í Hamilton í Skotlandi í nóvember árið 2021. 25.7.2023 18:42
Dánarorsök Sands úrskurðuð óákvörðuð Dánarorsök breska leikarans Julian Sands hefur verið úrskurðuð óákvörðuð. Lík Sands fannst nærri toppi fjallsins Mount Baldy í Kaliforníu í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Þá hafði hans verið saknað í rúmlega fimm mánuði. 25.7.2023 00:11
Ekki upplifun ON að erfitt sé að komast um landið á rafmagnsbíl Guðjón Hugberg, tæknistjóri hleðsluþjónustu hjá Orku náttúrunnar, segir ekki upplifun fyrirtækisins að „rosalega“ erfitt sé að komast um landið á rafmagnsbíl vegna skorts á rafhleðslustöðvum. 24.7.2023 22:54
Minnst fimmtán látnir eftir skógarelda í Alsír Að minnsta kosti fimmtán manns hafa látið lífið og 26 slasast eftir að skógareldar á 97 mismunandi svæðum brutust út í Alsír á dögunum. 24.7.2023 20:56
George Alagiah látinn Breski fréttamaðurinn George Alagiah er látinn, 67 ára að aldri, eftir níu ára langa baráttu við krabbamein. 24.7.2023 20:50