Fréttamaður

Sólrún Dögg Jósefsdóttir

Sólrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sema gagn­rýnir Ísraels­tón­leika Kaleo

Sema Erla Serda, aktívisti, skýtur föstum skotum á hljómsveitina Kaleo í nýlegri Facebook færslu vegna fyrirhugaðra tónleika þeirra í Ísrael seinna í mánuðinum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. Fjallað verður ítarlega um nýja áætlun í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einn látinn eftir að brú féll saman í Fíla­delfíu

Einn hefur fundist látinn eftir að brú í Pennsylvaníuríki í Bandaríkjunum féll saman í gær. Slysið varð til þess að hluti I-95 vegarins, sem er einn fjölfarnasti vegur austurstrandar Bandaríkjanna, lokaði.

Segir það ó­sk­hyggju að hún hafi þurft ein­hvern í lið með sér

Bára Halldórsdóttir, aðgerðarsinni, segir það óskhyggju af Sigmundi Davíð að halda því fram að hún hafi þurft einhvern í lið með sér til skipulagningar á klaustursupptökunum. Hún segir það fyndið hvernig Sigmundur leiði umræðuna sífellt að eftirmálum málsins en ekki málinu sjálfu. 

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Annar tveggja sakborninga í hryðjuverkamálinu svokallaða mældi bil á milli götulokana í Gleðigöngunni til þess að kanna hvort hægt væri að aka stóru ökutæki þar í gegn. Samkvæmt nýrri ákæru ræddu þeir um að fljúga dróna fylltum sprengiefni inn á Alþingi. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við verjanda annars þeirra í beinni útsendingu.

Inn­kalla spínat­pasta vegna að­skota­hluta

Heildsalan Danól ehf. hefur innkallað spínatpasta frá vörumerkinu Pastella í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Ástæðan er sú að málmagnir fundust í vörunni, samkvæmt tilkynningu frá eftirlitinu.

Nýr gagn­fræða­skóli til starfa í Kópa­vogi

Kóraskóli heitir nýr grunnskóli fyrir nemendur í 8.-10. bekk í Kórahverfinu í Kópavogi. Um 260 nemendur munu hefja þar nám í haust en skólinn verður formlega stofnaður þann 1. ágúst.

Farþegar reiðir leiguflugvélum Icelandair

Upp á síðkastið hafa nokkrar flugferðir Icelandair verið með óhefðbundnu sniði en félagið leigir nú flota frá búlgarska flugfélaginu Fly2Sky auk þess sem Dash8 Q400 vél úr innanlandsflugi var bætt við flotann. Flugvélarnar sem um ræðir eru að sögn ósáttra farþega minni, háværari og ekki er boðið upp á skemmtikerfi á sætisbökum, sem er eitt aðaleinkenni Icelandair flugvéla.

Sjá meira