Lykilhringrás í Atlantshafi gæti stöðvast samkvæmt nýrri rannsókn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. júlí 2023 22:42 Sérfræðingar segja mikilvægt að minnka kolefnisspor jarðarbúa. Vísir/Vilhelm Samkvæmt nýrri rannsókn sérfræðinga við Háskólann í Kaupmannahöfn gæti lykilhringsrás sjávar í Atlantshafinu stöðvast á næstu árum, jafnvel árið 2025. Slíkar vendingar myndu leiða af sér hamfarakennd áhrif á loftslagið, þar á meðal Íslandi. Rannsóknin er afar umdeild meðal vísindamanna. Í rannsókninni segir að stöðvun veltihringrás Atlantshafsins (AMOC) sem Golfstraumurinn er hluti af, gæti orðið milli áranna 2025 til 2095, verði kolefnisspor jarðarbúa ekki minnkað. AMOC færir hlýjan og saltan sjó frá miðbaugi jarðar norður á bóginn og kaldan sjó suður frá norðurskautinu. Hringrásin dreifir varma um jörðina og hefur mikil áhrif á veðurfar víða um heim. Stöðvun AMOC myndi hafa í för með sér gífurlegar afleiðingar á loftslagið. Evrópulönd stæðu frammi fyrir auknum kulda á meðan stærsti hluti Afríku, lönd í Karabíska hafinu og Suður-Afríku sæju fram á gríðarlega hækkun hitastigs með tilheyrandi áhrifum. Vísir hefur áður fjallað um óstöðugleikann eins og sjá má í frétt Vísis frá því í ágúst 2021. „Ég held að við ættum að vera mjög áhyggjufull,“ sagði Peter Ditlevsen, prófessor við Háskólann í Kaupmannahöfn og einn höfunda rannsóknarinnar. „Þetta gæti orðið mjög, mjög stór breyting. Veltihringrás Atlantshafsins hefur ekki stöðvast í 12.000 ár,“ sagði hann. Stöðvanir hringrásarinnar áttu sér reglulega stað á tímabili sem hófst fyrir 115.000 árum síðan. Á því tímabili stóð að auki síðasta ísöld yfir. Í ágúst 2021 var greint frá því að veltihringrásin hefði hægt á sér vegna hnattrænnar hlýnunar. Fornloftslagsfræðingar höfðu þá fundið vísbendingar um að hringrásin geti stöðvast skyndilega. Vísindamenn deila um rannsóknina. Í umfjöllun Guardian er rætt við vísindamenn í ýmsum háskólum Evrópu sem setja spurningamerki við rannsóknina. Hana skorti fleiri gögn og óvissan sé mikil. Ditlevsen segist vonast til þess að skoðanaskiptin verði tilefni til frekari rannsókna á veltihringrásinni. Fréttin, sem í fyrstu byggði á umfjöllun Guardian, hefur verið uppfærð. Loftslagsmál Danmörk Hafið Tengdar fréttir Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Sjá meira
Í rannsókninni segir að stöðvun veltihringrás Atlantshafsins (AMOC) sem Golfstraumurinn er hluti af, gæti orðið milli áranna 2025 til 2095, verði kolefnisspor jarðarbúa ekki minnkað. AMOC færir hlýjan og saltan sjó frá miðbaugi jarðar norður á bóginn og kaldan sjó suður frá norðurskautinu. Hringrásin dreifir varma um jörðina og hefur mikil áhrif á veðurfar víða um heim. Stöðvun AMOC myndi hafa í för með sér gífurlegar afleiðingar á loftslagið. Evrópulönd stæðu frammi fyrir auknum kulda á meðan stærsti hluti Afríku, lönd í Karabíska hafinu og Suður-Afríku sæju fram á gríðarlega hækkun hitastigs með tilheyrandi áhrifum. Vísir hefur áður fjallað um óstöðugleikann eins og sjá má í frétt Vísis frá því í ágúst 2021. „Ég held að við ættum að vera mjög áhyggjufull,“ sagði Peter Ditlevsen, prófessor við Háskólann í Kaupmannahöfn og einn höfunda rannsóknarinnar. „Þetta gæti orðið mjög, mjög stór breyting. Veltihringrás Atlantshafsins hefur ekki stöðvast í 12.000 ár,“ sagði hann. Stöðvanir hringrásarinnar áttu sér reglulega stað á tímabili sem hófst fyrir 115.000 árum síðan. Á því tímabili stóð að auki síðasta ísöld yfir. Í ágúst 2021 var greint frá því að veltihringrásin hefði hægt á sér vegna hnattrænnar hlýnunar. Fornloftslagsfræðingar höfðu þá fundið vísbendingar um að hringrásin geti stöðvast skyndilega. Vísindamenn deila um rannsóknina. Í umfjöllun Guardian er rætt við vísindamenn í ýmsum háskólum Evrópu sem setja spurningamerki við rannsóknina. Hana skorti fleiri gögn og óvissan sé mikil. Ditlevsen segist vonast til þess að skoðanaskiptin verði tilefni til frekari rannsókna á veltihringrásinni. Fréttin, sem í fyrstu byggði á umfjöllun Guardian, hefur verið uppfærð.
Loftslagsmál Danmörk Hafið Tengdar fréttir Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Sjá meira
Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01