Lykilhringrás í Atlantshafi gæti stöðvast samkvæmt nýrri rannsókn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. júlí 2023 22:42 Sérfræðingar segja mikilvægt að minnka kolefnisspor jarðarbúa. Vísir/Vilhelm Samkvæmt nýrri rannsókn sérfræðinga við Háskólann í Kaupmannahöfn gæti lykilhringsrás sjávar í Atlantshafinu stöðvast á næstu árum, jafnvel árið 2025. Slíkar vendingar myndu leiða af sér hamfarakennd áhrif á loftslagið, þar á meðal Íslandi. Rannsóknin er afar umdeild meðal vísindamanna. Í rannsókninni segir að stöðvun veltihringrás Atlantshafsins (AMOC) sem Golfstraumurinn er hluti af, gæti orðið milli áranna 2025 til 2095, verði kolefnisspor jarðarbúa ekki minnkað. AMOC færir hlýjan og saltan sjó frá miðbaugi jarðar norður á bóginn og kaldan sjó suður frá norðurskautinu. Hringrásin dreifir varma um jörðina og hefur mikil áhrif á veðurfar víða um heim. Stöðvun AMOC myndi hafa í för með sér gífurlegar afleiðingar á loftslagið. Evrópulönd stæðu frammi fyrir auknum kulda á meðan stærsti hluti Afríku, lönd í Karabíska hafinu og Suður-Afríku sæju fram á gríðarlega hækkun hitastigs með tilheyrandi áhrifum. Vísir hefur áður fjallað um óstöðugleikann eins og sjá má í frétt Vísis frá því í ágúst 2021. „Ég held að við ættum að vera mjög áhyggjufull,“ sagði Peter Ditlevsen, prófessor við Háskólann í Kaupmannahöfn og einn höfunda rannsóknarinnar. „Þetta gæti orðið mjög, mjög stór breyting. Veltihringrás Atlantshafsins hefur ekki stöðvast í 12.000 ár,“ sagði hann. Stöðvanir hringrásarinnar áttu sér reglulega stað á tímabili sem hófst fyrir 115.000 árum síðan. Á því tímabili stóð að auki síðasta ísöld yfir. Í ágúst 2021 var greint frá því að veltihringrásin hefði hægt á sér vegna hnattrænnar hlýnunar. Fornloftslagsfræðingar höfðu þá fundið vísbendingar um að hringrásin geti stöðvast skyndilega. Vísindamenn deila um rannsóknina. Í umfjöllun Guardian er rætt við vísindamenn í ýmsum háskólum Evrópu sem setja spurningamerki við rannsóknina. Hana skorti fleiri gögn og óvissan sé mikil. Ditlevsen segist vonast til þess að skoðanaskiptin verði tilefni til frekari rannsókna á veltihringrásinni. Fréttin, sem í fyrstu byggði á umfjöllun Guardian, hefur verið uppfærð. Loftslagsmál Danmörk Hafið Tengdar fréttir Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Í rannsókninni segir að stöðvun veltihringrás Atlantshafsins (AMOC) sem Golfstraumurinn er hluti af, gæti orðið milli áranna 2025 til 2095, verði kolefnisspor jarðarbúa ekki minnkað. AMOC færir hlýjan og saltan sjó frá miðbaugi jarðar norður á bóginn og kaldan sjó suður frá norðurskautinu. Hringrásin dreifir varma um jörðina og hefur mikil áhrif á veðurfar víða um heim. Stöðvun AMOC myndi hafa í för með sér gífurlegar afleiðingar á loftslagið. Evrópulönd stæðu frammi fyrir auknum kulda á meðan stærsti hluti Afríku, lönd í Karabíska hafinu og Suður-Afríku sæju fram á gríðarlega hækkun hitastigs með tilheyrandi áhrifum. Vísir hefur áður fjallað um óstöðugleikann eins og sjá má í frétt Vísis frá því í ágúst 2021. „Ég held að við ættum að vera mjög áhyggjufull,“ sagði Peter Ditlevsen, prófessor við Háskólann í Kaupmannahöfn og einn höfunda rannsóknarinnar. „Þetta gæti orðið mjög, mjög stór breyting. Veltihringrás Atlantshafsins hefur ekki stöðvast í 12.000 ár,“ sagði hann. Stöðvanir hringrásarinnar áttu sér reglulega stað á tímabili sem hófst fyrir 115.000 árum síðan. Á því tímabili stóð að auki síðasta ísöld yfir. Í ágúst 2021 var greint frá því að veltihringrásin hefði hægt á sér vegna hnattrænnar hlýnunar. Fornloftslagsfræðingar höfðu þá fundið vísbendingar um að hringrásin geti stöðvast skyndilega. Vísindamenn deila um rannsóknina. Í umfjöllun Guardian er rætt við vísindamenn í ýmsum háskólum Evrópu sem setja spurningamerki við rannsóknina. Hana skorti fleiri gögn og óvissan sé mikil. Ditlevsen segist vonast til þess að skoðanaskiptin verði tilefni til frekari rannsókna á veltihringrásinni. Fréttin, sem í fyrstu byggði á umfjöllun Guardian, hefur verið uppfærð.
Loftslagsmál Danmörk Hafið Tengdar fréttir Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01