Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Lovísa Arnardóttir skrifar 16. nóvember 2025 09:15 Mótmælendur rifu niður girðingar og lögregla beitti táragasi. Vísir/EPA Að minnsta kosti 120 manns, flestir lögreglumenn, slösuðust þegar þúsundir gengu fylktu liði um Mexíkóborg í gær til að mótmæla ríkisstjórn Claudiu Sheinbaum, forseta Mexíkó, og ofbeldisfullum glæpum. Tuttugu voru handtekin á mótmælunum fyrir rán og líkamsárás samkvæmt frétt BBC. Í frétt Guardian segir að mótmælin hafi verið skipulögð af ungu fólki, meðlimum Z-kynslóðar, en hafi endað með stuðningi þeirrar eldri líka. Sheinbaum hefur sagt mótmælin skipulögð af hægrisinnuðum andstæðingum hennar. „Í margar klukkustundir fór þessi samkoma friðsamlega fram þar til hópur grímuklæddra einstaklinga hóf að beita ofbeldi,“ er haft eftir Pablo Vázquez, öryggismálastjóra Mexíkóborgar, í frétt Guardian. Hann segir um hundrað lögreglumenn hafa slasast í mótmælunum. Af þeim hafi 40 þurft að leita á spítala vegna marbletta og skurða. Alls slösuðust einnig um tuttugu mótmælendur. Meðlimir Z-kynslóðar mótmæltu í Mexíkó-borg. Yfirleitt er talað um að Z-kynslóðin sé fædd frá 1997 til 2012.Vísir/EPA Sheinbaum, sem tók við völdum í október 2024, nýtur mikils stuðnings í Mexíkó en hefur sætt gagnrýni undanfarið í tengslum við nokkur morð sem hafa vakið mikla athygli. Í frétt Guardian segir að mótmælendur hafi haldið á borðum og borið hatta til heiðurs Carlos Alberto Manzo Rodríguez, bæjarstjóra Uruapan í Michoacán-fylki, sem var myrtur 1. nóvember eftir að hafa farið í átak gegn gengjum sem selja fíkniefni. Í frétt BBC segir að Manzo hafi gert kröfu um aðgerðir gegn fíkniefnagengjum. „Hann var drepinn vegna þess að hann var maður sem sendi lögreglumenn upp í fjöllin til að berjast við glæpamenn,“ segir hin 65 ára gamla fasteignasala Rosa Maria Avila, sem hafði ferðast frá Michoacán-fylki til að taka þátt í mótmælunum. Generation Z marches against Mexican president Sheinbaum and violence in Mexico epa12528688 A person holds a sign which states 'was a brunette' during a protest in Guadalajara, Mexico, 15 November 2025. Amid flags and chants of 'Claudia (Sheinbaum) out!', hundreds of Mexicans protested to express their 'political fatigue' with the government led by the Mexican president and denounce the 'impunity' in the face of the violence plaguing the country. EPA/Francisco Guasco „Við þurfum meira öryggi,“ segir Andres Massa, 29 ára viðskiptaráðgjafi, sem bar sjóræningjafána með hauskúpu sem er orðið alþjóðlegt tákn mótmæla Z-kynslóðarinnar. Mótmælendur söfnuðust saman fyrir framan höllina þar sem Sheinbaum býr og starfar, og brutu niður málmgirðingar í kringum höllina. Lögregla notaði táragas til að halda mótmælum í skefjum. „Svona hefðuð þið átt að vernda Carlos Manzo,“ hrópuðu sumir mótmælendanna að lögreglunni og köstuðu einnig hlutum í hana. Vill ekki stríð gegn fíkniefnum Í frétt BBC segir að Sheinbaum hafi gripið til ýmissa aðgerða gegn gengjunum en reyni að koma í veg fyrir „enn einn stríðið gegn fíkniefnum“. Fyrri tilraunir forvera hennar hafi allar endað með blóði. Í frétt BBC segir enn fremur að Sheimbaum hafi náð árangri í að sporna við smygli á fentanyli til Bandaríkjanna en hafi á sama tíma verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki tekist að stöðva ofbeldi. Hún er sífellt óvinsælli í nágrannalöndum og er til dæmis ekki lengur velkomin til Perú eftir að hún veitti fyrrverandi forseta landsins hæli. Hann sætir ákæru fyrir valdaránstilraun árið 2022. Mexíkó Perú Bandaríkin Fíkn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Í frétt Guardian segir að mótmælin hafi verið skipulögð af ungu fólki, meðlimum Z-kynslóðar, en hafi endað með stuðningi þeirrar eldri líka. Sheinbaum hefur sagt mótmælin skipulögð af hægrisinnuðum andstæðingum hennar. „Í margar klukkustundir fór þessi samkoma friðsamlega fram þar til hópur grímuklæddra einstaklinga hóf að beita ofbeldi,“ er haft eftir Pablo Vázquez, öryggismálastjóra Mexíkóborgar, í frétt Guardian. Hann segir um hundrað lögreglumenn hafa slasast í mótmælunum. Af þeim hafi 40 þurft að leita á spítala vegna marbletta og skurða. Alls slösuðust einnig um tuttugu mótmælendur. Meðlimir Z-kynslóðar mótmæltu í Mexíkó-borg. Yfirleitt er talað um að Z-kynslóðin sé fædd frá 1997 til 2012.Vísir/EPA Sheinbaum, sem tók við völdum í október 2024, nýtur mikils stuðnings í Mexíkó en hefur sætt gagnrýni undanfarið í tengslum við nokkur morð sem hafa vakið mikla athygli. Í frétt Guardian segir að mótmælendur hafi haldið á borðum og borið hatta til heiðurs Carlos Alberto Manzo Rodríguez, bæjarstjóra Uruapan í Michoacán-fylki, sem var myrtur 1. nóvember eftir að hafa farið í átak gegn gengjum sem selja fíkniefni. Í frétt BBC segir að Manzo hafi gert kröfu um aðgerðir gegn fíkniefnagengjum. „Hann var drepinn vegna þess að hann var maður sem sendi lögreglumenn upp í fjöllin til að berjast við glæpamenn,“ segir hin 65 ára gamla fasteignasala Rosa Maria Avila, sem hafði ferðast frá Michoacán-fylki til að taka þátt í mótmælunum. Generation Z marches against Mexican president Sheinbaum and violence in Mexico epa12528688 A person holds a sign which states 'was a brunette' during a protest in Guadalajara, Mexico, 15 November 2025. Amid flags and chants of 'Claudia (Sheinbaum) out!', hundreds of Mexicans protested to express their 'political fatigue' with the government led by the Mexican president and denounce the 'impunity' in the face of the violence plaguing the country. EPA/Francisco Guasco „Við þurfum meira öryggi,“ segir Andres Massa, 29 ára viðskiptaráðgjafi, sem bar sjóræningjafána með hauskúpu sem er orðið alþjóðlegt tákn mótmæla Z-kynslóðarinnar. Mótmælendur söfnuðust saman fyrir framan höllina þar sem Sheinbaum býr og starfar, og brutu niður málmgirðingar í kringum höllina. Lögregla notaði táragas til að halda mótmælum í skefjum. „Svona hefðuð þið átt að vernda Carlos Manzo,“ hrópuðu sumir mótmælendanna að lögreglunni og köstuðu einnig hlutum í hana. Vill ekki stríð gegn fíkniefnum Í frétt BBC segir að Sheinbaum hafi gripið til ýmissa aðgerða gegn gengjunum en reyni að koma í veg fyrir „enn einn stríðið gegn fíkniefnum“. Fyrri tilraunir forvera hennar hafi allar endað með blóði. Í frétt BBC segir enn fremur að Sheimbaum hafi náð árangri í að sporna við smygli á fentanyli til Bandaríkjanna en hafi á sama tíma verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki tekist að stöðva ofbeldi. Hún er sífellt óvinsælli í nágrannalöndum og er til dæmis ekki lengur velkomin til Perú eftir að hún veitti fyrrverandi forseta landsins hæli. Hann sætir ákæru fyrir valdaránstilraun árið 2022.
Mexíkó Perú Bandaríkin Fíkn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira