„Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2025 11:10 Sanae Takaichi, forsætisráðherra Japans, gerði ráðamenn í Kína mjög reiða í síðustu viku. EPA/YONHAP Ráðamenn í Kína eru enn fjúkandi reiðir í garð Japana vegna ummæla nýs forsætisráðherra Japans um Taívan frá síðustu viku. Meðal annars hafa Kínverjar hótað því að „rústa“ Japan og krefjast þeir þess að Sanae Takaichi, forsætisráðherra Japans, dragi ummæli sín um að Japanir myndu mögulega koma Taívönum til aðstoðar, geri Kínverjar innrás í eyríkið, til baka. Stutt er síðan háttsettur kínverskur erindreki í Japan lagði til að Takaichi yrði afhöfðuð vegna ummælanna. Í stuttu máli sagt var það vegna þess að forsætisráðherrann sagði fyrir viku síðan að innrás í Taívan gæti verið skilgreind sem tilvistarógn gegn Japan, sem er eitt skilyrða fyrir beitingu herafla ríkisins. Kínverjar brugðust mjög reiðir við þeim ummælum og sögðu þau blygðunarlaus afskipti af innanríkismálum Kína og brot á fullveldi ríkisins. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Kína sagði í morgun að Japönum yrði rústað og að þeir myndu greiða hátt gjald fyrir afskipti af innrás í Taívan. Jiang Bin, talsmaðurinn, sagði samkvæmt kínverska miðlinum Xinhua að ummæli Takaichi hefðu sent „mjög röng skilaboð“ til sjálfstæðissinna í Taívan og að þau hefðu verið „einstaklega óábyrg og hættuleg“. Hann sagði einnig að málefni Taívan kæmi öðrum en Kínverjum ekkert við. Hann sagði að ef Japanar lærðu ekki af sögunni og dirfðust til að „taka áhættu“ og skipta sér af „Taívan-spurningunni“ yrði þeim rústað af her Kína og myndu gjalda afskiptin dýru verði. Annar talsmaður hótaði Japan Fyrir ummæli talsmanns varnarmálaráðuneytisins hafði talsmaður utanríkisráðuneytis Kína einnig gefið yfirlýsingu um málið. Lin Jian sagði að ráðamenn í Japan yrðu að leiðrétta mistök forsætisráðherrans og draga ummælin til baka. Annars yrðu Japanir að finna fyrir afleiðingunum. Hann sagði ummælin fara gegn fullveldi Kína og gagn helstu hagsmunum Kína. Þá sagði Lin, aftur samkvæmt Xinhua, að Kínverjar myndu aldrei sætta sig við ummæli sem þessi og fordæmdi það að Takaichi hefði ekki dregið ummælin til baka. Talsmaðurinn sagði einnig að ummælin hefðu komið verulega niður á sambandi ríkjanna og að ef Japanir myndu dirfast til að skipta sér af málefnum Taívan myndu Kínverjar bregðast harkalega við. „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna.“ Þá rifjaði Lin upp að Japanir hefðu framið ýmis ódæði í Taívan á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og spurði á blaðamannafundi í dag hvort Takaichi ætlaði sér að gera Kínverja og önnur ríki Asíu að óvinum Japans á nýjan leik. Lin sagði Taívan tilheyra Kína og að það væri Kínverja að ákveða framtíð eyríkisins. „Skilaboð okkar til Japans eru skýr. Japanar verða að iðrast fyrir stríðsglæpi sína, hætta röngum og ögrandi yfirlýsingum og hætta að hafa afskipti af innanríkismálum Kína og hætta að leika sér að eldinum þegar kemur að Taívan-spurningunni,“ sagði Lin. Sendiherra kallaður á teppið Sun Weidong, aðstoðarutanríkisráðherra Kína, kallaði Kenji Kanagusi, sendiherra Japans í Kína, á teppið í gærkvöldi, samkvæmt frétt Japan Times. „Hver sem skiptir sér af sameiningu Kína á einhvern hátt mun sannarlega verða fyrir þungu höggi,“ mun Sun hafa sagt við Kanasugi. JT hefur eftir sendiráði Japana í Kína að sendiherrann hafi útskýrt ummæli Takaichi fyrir aðstoðarutanríkisráðherranum, formlega afstöðu Japana og svarað ummælum Sun. Segjast ætla að ná tökum á Taívan Kínverjar gera tilkall til Taívan en frá því að hann tók við völdum árið 2012 hefur Xi Jinping, forseti Kína, ítrekað heitið því opinberlega að ná tökum á Taívan, jafnvel þó að hann þurfi að beita hervaldi til þess. Þetta hefur hann lagt sérstaka áherslu á á þriðja kjörtímabili sínu. Á undanförnum árum hefur herafli Kína gengist umfangsmikla uppbyggingu og nútímavæðingu. Embættismenn í Bandaríkjunum hafa sagst hafa heimildir fyrir því að Xi hafi skipað yfirmönnum hers síns að vera tilbúnir til að ráðast á Taívan fyrir árið 2027. Það ár mun marka aldarafmæli kínverska hersins. Sjá einnig: Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Bandaríkjamenn hafa um árabil haldið því loðnu hvort þeir myndu beita valdi til að verja Taívan. Kínverjar tóku nýverið nýtt flugmóðurskip í formlega notkun og hófu á dögunum sjóprófanir á nýju skipi sem hannað er til að styðja lendingu hermanna af sjó. Skipið getur borið bæði flugvélar og landgönguliða. Floti Kína er sá stærsti í heimi, í skipum talið, en undanfarin ár hefur sérstök áhersla verið lögð á að fjölga flugmóðurskipum og lendingarskipum. Þannig vonast ráðamenn í Kína til að geta aukið getu flotans til muna. Japan Kína Taívan Tengdar fréttir Losa hreðjatakið í eitt ár Donald Trump og Xi Jinping, forsetar Bandaríkjanna og Kína, virðast hafa slíðrað sverðin, ef svo má segja, í viðskiptadeilum ríkjanna. Trump tilkynnti að tollar á vörur frá Kína yrðu lækkaðir um tíu prósent og yrðu 47 prósent. Kínverjar ætla í staðinn að fresta gildistöku umfangsmikilla takmarkana á sölu og flutning sjaldgæfra málma og afurða úr þeim um eitt ár. 30. október 2025 09:53 Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Sanae Takaichi, fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Japans, hélt sína fyrstu stefnuræðu í morgun. Hún hét því að hraða hernaðaruppbyggingu í Japan og bæta varnir ríkisins til muna. Í ræðunni vísaði hún sérstaklega til aukinnar hervæðingar í Norður-Kóreu, Kína og Rússlandi og ógnina sem Japönum stafaði frá þeim ríkjum. 24. október 2025 15:03 Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Æðstu embættismenn úr miðstjórn Kommúnistaflokks Kína koma saman í Peking í vikunni, þar sem þeir munu leggja á ráðin um hvernig styrkja megi stöðu ríkisins á næstu árum. Tvær stórar spurningar munu hanga yfir fundarhöldunum, þó enginn muni þora að spyrja þeirra. Þær eru hve lengi Xi Jinping mun leiða ríkið og hver gæti tekið við af honum. 20. október 2025 14:16 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Fleiri fréttir Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Sjá meira
Stutt er síðan háttsettur kínverskur erindreki í Japan lagði til að Takaichi yrði afhöfðuð vegna ummælanna. Í stuttu máli sagt var það vegna þess að forsætisráðherrann sagði fyrir viku síðan að innrás í Taívan gæti verið skilgreind sem tilvistarógn gegn Japan, sem er eitt skilyrða fyrir beitingu herafla ríkisins. Kínverjar brugðust mjög reiðir við þeim ummælum og sögðu þau blygðunarlaus afskipti af innanríkismálum Kína og brot á fullveldi ríkisins. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Kína sagði í morgun að Japönum yrði rústað og að þeir myndu greiða hátt gjald fyrir afskipti af innrás í Taívan. Jiang Bin, talsmaðurinn, sagði samkvæmt kínverska miðlinum Xinhua að ummæli Takaichi hefðu sent „mjög röng skilaboð“ til sjálfstæðissinna í Taívan og að þau hefðu verið „einstaklega óábyrg og hættuleg“. Hann sagði einnig að málefni Taívan kæmi öðrum en Kínverjum ekkert við. Hann sagði að ef Japanar lærðu ekki af sögunni og dirfðust til að „taka áhættu“ og skipta sér af „Taívan-spurningunni“ yrði þeim rústað af her Kína og myndu gjalda afskiptin dýru verði. Annar talsmaður hótaði Japan Fyrir ummæli talsmanns varnarmálaráðuneytisins hafði talsmaður utanríkisráðuneytis Kína einnig gefið yfirlýsingu um málið. Lin Jian sagði að ráðamenn í Japan yrðu að leiðrétta mistök forsætisráðherrans og draga ummælin til baka. Annars yrðu Japanir að finna fyrir afleiðingunum. Hann sagði ummælin fara gegn fullveldi Kína og gagn helstu hagsmunum Kína. Þá sagði Lin, aftur samkvæmt Xinhua, að Kínverjar myndu aldrei sætta sig við ummæli sem þessi og fordæmdi það að Takaichi hefði ekki dregið ummælin til baka. Talsmaðurinn sagði einnig að ummælin hefðu komið verulega niður á sambandi ríkjanna og að ef Japanir myndu dirfast til að skipta sér af málefnum Taívan myndu Kínverjar bregðast harkalega við. „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna.“ Þá rifjaði Lin upp að Japanir hefðu framið ýmis ódæði í Taívan á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og spurði á blaðamannafundi í dag hvort Takaichi ætlaði sér að gera Kínverja og önnur ríki Asíu að óvinum Japans á nýjan leik. Lin sagði Taívan tilheyra Kína og að það væri Kínverja að ákveða framtíð eyríkisins. „Skilaboð okkar til Japans eru skýr. Japanar verða að iðrast fyrir stríðsglæpi sína, hætta röngum og ögrandi yfirlýsingum og hætta að hafa afskipti af innanríkismálum Kína og hætta að leika sér að eldinum þegar kemur að Taívan-spurningunni,“ sagði Lin. Sendiherra kallaður á teppið Sun Weidong, aðstoðarutanríkisráðherra Kína, kallaði Kenji Kanagusi, sendiherra Japans í Kína, á teppið í gærkvöldi, samkvæmt frétt Japan Times. „Hver sem skiptir sér af sameiningu Kína á einhvern hátt mun sannarlega verða fyrir þungu höggi,“ mun Sun hafa sagt við Kanasugi. JT hefur eftir sendiráði Japana í Kína að sendiherrann hafi útskýrt ummæli Takaichi fyrir aðstoðarutanríkisráðherranum, formlega afstöðu Japana og svarað ummælum Sun. Segjast ætla að ná tökum á Taívan Kínverjar gera tilkall til Taívan en frá því að hann tók við völdum árið 2012 hefur Xi Jinping, forseti Kína, ítrekað heitið því opinberlega að ná tökum á Taívan, jafnvel þó að hann þurfi að beita hervaldi til þess. Þetta hefur hann lagt sérstaka áherslu á á þriðja kjörtímabili sínu. Á undanförnum árum hefur herafli Kína gengist umfangsmikla uppbyggingu og nútímavæðingu. Embættismenn í Bandaríkjunum hafa sagst hafa heimildir fyrir því að Xi hafi skipað yfirmönnum hers síns að vera tilbúnir til að ráðast á Taívan fyrir árið 2027. Það ár mun marka aldarafmæli kínverska hersins. Sjá einnig: Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Bandaríkjamenn hafa um árabil haldið því loðnu hvort þeir myndu beita valdi til að verja Taívan. Kínverjar tóku nýverið nýtt flugmóðurskip í formlega notkun og hófu á dögunum sjóprófanir á nýju skipi sem hannað er til að styðja lendingu hermanna af sjó. Skipið getur borið bæði flugvélar og landgönguliða. Floti Kína er sá stærsti í heimi, í skipum talið, en undanfarin ár hefur sérstök áhersla verið lögð á að fjölga flugmóðurskipum og lendingarskipum. Þannig vonast ráðamenn í Kína til að geta aukið getu flotans til muna.
Japan Kína Taívan Tengdar fréttir Losa hreðjatakið í eitt ár Donald Trump og Xi Jinping, forsetar Bandaríkjanna og Kína, virðast hafa slíðrað sverðin, ef svo má segja, í viðskiptadeilum ríkjanna. Trump tilkynnti að tollar á vörur frá Kína yrðu lækkaðir um tíu prósent og yrðu 47 prósent. Kínverjar ætla í staðinn að fresta gildistöku umfangsmikilla takmarkana á sölu og flutning sjaldgæfra málma og afurða úr þeim um eitt ár. 30. október 2025 09:53 Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Sanae Takaichi, fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Japans, hélt sína fyrstu stefnuræðu í morgun. Hún hét því að hraða hernaðaruppbyggingu í Japan og bæta varnir ríkisins til muna. Í ræðunni vísaði hún sérstaklega til aukinnar hervæðingar í Norður-Kóreu, Kína og Rússlandi og ógnina sem Japönum stafaði frá þeim ríkjum. 24. október 2025 15:03 Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Æðstu embættismenn úr miðstjórn Kommúnistaflokks Kína koma saman í Peking í vikunni, þar sem þeir munu leggja á ráðin um hvernig styrkja megi stöðu ríkisins á næstu árum. Tvær stórar spurningar munu hanga yfir fundarhöldunum, þó enginn muni þora að spyrja þeirra. Þær eru hve lengi Xi Jinping mun leiða ríkið og hver gæti tekið við af honum. 20. október 2025 14:16 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Fleiri fréttir Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Sjá meira
Losa hreðjatakið í eitt ár Donald Trump og Xi Jinping, forsetar Bandaríkjanna og Kína, virðast hafa slíðrað sverðin, ef svo má segja, í viðskiptadeilum ríkjanna. Trump tilkynnti að tollar á vörur frá Kína yrðu lækkaðir um tíu prósent og yrðu 47 prósent. Kínverjar ætla í staðinn að fresta gildistöku umfangsmikilla takmarkana á sölu og flutning sjaldgæfra málma og afurða úr þeim um eitt ár. 30. október 2025 09:53
Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Sanae Takaichi, fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Japans, hélt sína fyrstu stefnuræðu í morgun. Hún hét því að hraða hernaðaruppbyggingu í Japan og bæta varnir ríkisins til muna. Í ræðunni vísaði hún sérstaklega til aukinnar hervæðingar í Norður-Kóreu, Kína og Rússlandi og ógnina sem Japönum stafaði frá þeim ríkjum. 24. október 2025 15:03
Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Æðstu embættismenn úr miðstjórn Kommúnistaflokks Kína koma saman í Peking í vikunni, þar sem þeir munu leggja á ráðin um hvernig styrkja megi stöðu ríkisins á næstu árum. Tvær stórar spurningar munu hanga yfir fundarhöldunum, þó enginn muni þora að spyrja þeirra. Þær eru hve lengi Xi Jinping mun leiða ríkið og hver gæti tekið við af honum. 20. október 2025 14:16