Ísland og meirihluti Noregs á grænni grein Líkt og undanfarinn mánuð er Ísland eina landið í Evrópu sem alfarið er merkt grænt á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins. Meirihluti Noregs er einnig grænn en nokkur svæði þar eru þó merkt appelsínugul. 26.2.2021 07:34
Enginn skjálfti yfir þremur í nótt Skjálftahrinan á Reykjanesskaga er enn í gangi og hafa fjölmargir litlir skjálftar mælst í gærkvöldi og nótt á svæðinu. 26.2.2021 06:34
Ekki sjálfgefið að innbúið sé tryggt fyrir tjóni sem verður í náttúruhamförum Lauslega áætlað er talið að allt að þrjátíu prósent innbúa og lausafjár heimila og fyrirtækja hér á landi séu ekki tryggð fyrir tjóni sem getur orðið vegna náttúruhamfara. 25.2.2021 13:15
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með efni AstraZeneca Talsvert hefur borið á því undanfarið að fólk sé að afþakka bólusetningu með bóluefni AstraZeneca á þeim grunni að það sé ekki jafn virkt og önnur bóluefni en einnig vegna þess að það telur aukaverkanir af því bóluefni meiri en af hinum bóluefnunum. 25.2.2021 11:45
Nýtt afbrigði veirunnar breiðist hratt út í New York Nýtt afbrigði kórónuveirunnar hefur skotið upp kollinum í New York og breiðist nú hratt út í borginni. Stökkbreytingin veldur vísindamönnum nokkrum áhyggjum þar sem þeir óttast að hún veiki virkni bóluefna gegn veirunni. 25.2.2021 10:59
Lögregluaðgerð við MH vegna sprengjuhótunar Sprengjuhótun barst á netfang Menntaskólans við Hamrahlíð í nótt. Skólahald fellur því niður framan af degi. Lögreglan telur sig vita hver stendur að baki hótuninni en sá er staddur erlendis og hefur áður haft í hótunum með þessum hætti. 25.2.2021 08:31
Spá allt að ellefu stiga hita Veðurstofan spáir fremur hægum vindi í dag og á sunnanverðu landinu þykknar upp með smáskúrum. Fyrir norðan rofar smám saman til eftir þungbúið veður í gær og það hlýnar í veðri; hiti verður eitt til fimm stig seinnipartinn en víða vægt frost á Norður- og Austurlandi. 25.2.2021 07:26
Beit í fingur lögreglumanns Skömmu eftir klukkan tíu í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um umferðaróhapp á Kjalarnesi. Að því er segir í dagbók lögreglu ók tjónvaldur af vettvangi en var stöðvaður skömmu síðar á Þingvallavegi. 25.2.2021 06:54
Tveir skjálftar yfir þremur í nótt Tveir skjálftar mældust yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga í nótt. Ekkert lát er á skjálftavirkni á svæðinu og hafa alls um 390 skjálftar komið inn á sjálfvirka kerfi Veðurstofu Íslands á Reykjanesi frá því á miðnætti. 25.2.2021 06:25
Stóri skjálftinn hluti af hrinu sem hófst í Krýsuvík fyrir nokkrum dögum Skjálfti að stærðinni 5,7 sem reið yfir klukkan 10:05 í morgun og átti upptök sín um þrjá kílómetra suðsuðvestur af Keili er hluti af hrinu sem hófst í Krýsuvík fyrir nokkrum dögum. 24.2.2021 11:56