Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti Nýjar reglur á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti. Nú mega tuttugu koma saman í stað tíu áður, líkamsræktarstöðvar mega hafa opið en einungis fyrir hóptíma þar sem ítrustu sóttvarnareglum er fylgt og veitingastaðir mega taka á móti tuttugu gestum í sama rými í stað fimmtán. 13.1.2021 06:19
Safna undirskriftum gegn því að brjóstaskimun hefjist ekki fyrr en við fimmtugt Hafin er undirskriftasöfnun gegn þeirri ákvörðun heilbrigðisyfirvalda að hefja ekki skimun fyrir krabbameini í brjóstum kvenna fyrr en við fimmtugt. Söfnunin hófst í gærkvöldi og þegar þetta er skrifað hafa 6.600 manns skrifað undir. 12.1.2021 10:25
Bóluefni Moderna komið til landsins Bóluefni Moderna gegn Covid-19 er komið til landsins. Um er að ræða 1200 skammta af efninu sem verða notaðir til þess að ljúka bólusetningu einstaklinga í framlínu. Í kjölfarið munu svo berast 1200 skammtar af bóluefninu á tveggja vikna fresti. 12.1.2021 09:29
WHO: Hjarðónæmi næst ekki á þessu ári Soumya Swaminathan, aðalvísindamaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir að heimurinn nái ekki hjarðónæmi gegn Covid-19 á þessu ári. Þetta er þrátt fyrir að bólusetningar séu hafnar í um þrjátíu löndum í heiminum, þar á meðal hér á Íslandi. 12.1.2021 08:48
Fresta aftöku einu konunnar sem er á dauðadeild bandaríska alríkisins James Hanlon, dómari í Indiana í Bandaríkjunum, hefur úrskurðað að fresta beri aftöku Lisu Montgomery, 52 ára gamallar konu sem var dæmd til dauða árið 2007 fyrir að myrða Bobbie Jo Stinnett og ræna ófæddu barni hennar árið 2004. 12.1.2021 08:18
Þrjár leiðir heilsugæslunnar til að ná til eldra fólks vegna bólusetningar Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan vinni eftir þremur leiðum til þess að hafa samband við eldra fólk vegna bólusetningar gegn Covid-19. 12.1.2021 07:38
Bóluefni Moderna kemur í dag Von er á 1200 skömmtum af bóluefninu frá Moderna til landsins í dag. Skammtarnir verða notaðir til að ljúka bólusetningu einstaklinga í framlínuhópum. Í kjölfarið munu svo berast 1200 skammtar af bóluefninu á tveggja vikna fresti. 12.1.2021 06:48
Segir umboðsmann Pfizer hafa brotið trúnað um viðræður Íslendinga við fyrirtækið Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Dani að öllum líkindum vera að eyðileggja fyrir Íslendingum gagnvart lyfjafyrirtækinu Pfizer um að rannsaka áhrif bóluefnis gegn Covid-19 á heila þjóð. 12.1.2021 06:35
„Leiðbeiningar sem komu um ræktina að mestu leyti komnar frá ræktinni sjálfri“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að þær breytingar á sóttvarnareglum sem taka gildi á miðvikudag og snúa að líkamsræktarstöðvum séu byggðar á tillögum sem stöðvarnar lögðu fram sjálfar. 11.1.2021 08:27
Aðeins Íslendingar undanþegnir skimun í Eistlandi Frá og með deginum í dag taka nýjar sóttvarnareglur gildi á landamærum Eistlands. Samkvæmt þeim eru farþegar sem koma frá Íslandi þeir einu sem undanþegnir verða skimun fyrir kórónuveirunni við komuna til landsins. 11.1.2021 07:17