Erlent

Að­eins Ís­lendingar undan­þegnir skimun í Eist­landi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá flugvellinum í Tallinn í Eistlandi.
Frá flugvellinum í Tallinn í Eistlandi. Getty/Valery Sharifulin

Frá og með deginum í dag taka nýjar sóttvarnareglur gildi á landamærum Eistlands. Samkvæmt þeim eru farþegar sem koma frá Íslandi þeir einu sem undanþegnir verða skimun fyrir kórónuveirunni við komuna til landsins.

Frá þessu er greint í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytis Eistlands. Til þess að þurfa ekki að fara í skimun á landamærum Eistlands þurfa farþegar að vera að koma frá landi þar sem nýgengi innanlandssmita er lægra en 50 á hverja 100 þúsund íbúa. Eins og staðan er nú er nýgengið hér 20,5.

Rúmlega 33 þúsund manns hafa greinst með kórónuveiruna í Eistlandi og tæplega 300 manns látist vegna Covid-19.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×