Fresta aftöku einu konunnar sem er á dauðadeild bandaríska alríkisins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. janúar 2021 08:18 Lisa Montgomery var dæmd til dauða árið 2007 fyrir hrottalegt morð og barnsrán árið 2004. Attorneys for Lisa Montgomery via AP James Hanlon, dómari í Indiana í Bandaríkjunum, hefur úrskurðað að fresta beri aftöku Lisu Montgomery, 52 ára gamallar konu sem var dæmd til dauða árið 2007 fyrir að myrða Bobbie Jo Stinnett og ræna ófæddu barni hennar árið 2004. Montgomery er eina konan sem er á dauðadeild bandaríska alríkisins og átti að taka hana af lífi síðar í dag með banvænni sprautu. Hún hefði þar með orðið fyrsta konan sem tekin er af lífi í bandaríska alríkinu í tæplega sjötíu ár. Það var Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, sem skipaði fyrir um aftökuna. Seint í gær úrskurðaði Hanlon að fresta bæri aftökunni á grundvelli andlegrar heilsu Montgomery. Byggir úrskurðurinn á sönnunargögnum þess efnis að Montgomery skilji ekki rökin að baki þeirri ákvörðun ríkisins að taka hana af lífi. Áfrýjunardómstóll staðfesti úrskurð Hanlons og setti nýja dagsetningu fyrir aftöku eftir að Joe Biden tekur við embætti forseta, að því gefnu að Hæstiréttur Bandaríkjanna blandi sér ekki í málið. Mál Montgomerys vakti gríðarlega athygli á sínum tíma enda þykir glæpur hennar afar hrottalegur. Hún hafði komist í kynni við Stinnett á netinu undir fölskum formerkjum. Þær mæltu sér mót og þegar þær hittust kyrkti Montgomery Stinnet sem komin var átta mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Montgomery risti síðan Stinnett á hol, tók barnið út og rændi því. Stinnett blæddi út og lést en barnið lifði af. Lögfræðingar Montgomery og ýmis mannréttindasamtök í Bandaríkjunum hafa lengi barist gegn því að dauðadómnum yfir henni verði framfylgt á þeim grundvelli að hún sé alvarlega veik andlega. Þá hraki andlegri heilsu hennar stöðugt. Vilja lögfræðingar hennar meina að hún hafi verið í sturlunarástandi og úr tengslum við raunveruleikann þegar hún myrti Stinnett og rændi barni hennar. Veikindi hennar megi rekja til vanrækslu og margs konar ofbeldis, meðal annars grófs kynferðisofbeldis, sem hún var beitt í æsku. Hanlon dómari ákvað að aftökunni skyldi frestað og hafa fyrirtöku í málinu þar sem það yrði kannað hvort Montgomery sé í andlegu ástandi til að vera tekin af lífi. Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Montgomery er eina konan sem er á dauðadeild bandaríska alríkisins og átti að taka hana af lífi síðar í dag með banvænni sprautu. Hún hefði þar með orðið fyrsta konan sem tekin er af lífi í bandaríska alríkinu í tæplega sjötíu ár. Það var Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, sem skipaði fyrir um aftökuna. Seint í gær úrskurðaði Hanlon að fresta bæri aftökunni á grundvelli andlegrar heilsu Montgomery. Byggir úrskurðurinn á sönnunargögnum þess efnis að Montgomery skilji ekki rökin að baki þeirri ákvörðun ríkisins að taka hana af lífi. Áfrýjunardómstóll staðfesti úrskurð Hanlons og setti nýja dagsetningu fyrir aftöku eftir að Joe Biden tekur við embætti forseta, að því gefnu að Hæstiréttur Bandaríkjanna blandi sér ekki í málið. Mál Montgomerys vakti gríðarlega athygli á sínum tíma enda þykir glæpur hennar afar hrottalegur. Hún hafði komist í kynni við Stinnett á netinu undir fölskum formerkjum. Þær mæltu sér mót og þegar þær hittust kyrkti Montgomery Stinnet sem komin var átta mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Montgomery risti síðan Stinnett á hol, tók barnið út og rændi því. Stinnett blæddi út og lést en barnið lifði af. Lögfræðingar Montgomery og ýmis mannréttindasamtök í Bandaríkjunum hafa lengi barist gegn því að dauðadómnum yfir henni verði framfylgt á þeim grundvelli að hún sé alvarlega veik andlega. Þá hraki andlegri heilsu hennar stöðugt. Vilja lögfræðingar hennar meina að hún hafi verið í sturlunarástandi og úr tengslum við raunveruleikann þegar hún myrti Stinnett og rændi barni hennar. Veikindi hennar megi rekja til vanrækslu og margs konar ofbeldis, meðal annars grófs kynferðisofbeldis, sem hún var beitt í æsku. Hanlon dómari ákvað að aftökunni skyldi frestað og hafa fyrirtöku í málinu þar sem það yrði kannað hvort Montgomery sé í andlegu ástandi til að vera tekin af lífi.
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira