„Fyrst og fremst bara ljúft“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er tekin til starfa og ráðherrar skipust á lyklum í fimm ráðuneytum í morgun. Katrín Jakobsdóttir gekk frá skrifstofunni í forsætisráðuneytinu í síðasta sinn og sagði það nokkuð ljúfa tilfinningu að kveðja stjórnmálin. 10.4.2024 12:05
Skoðar að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, varð fyrir miklum vonbrigðum með nýja skipan ríkisstjórnarinnar. Hún vonast eftir kosningum og íhugar að að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina í heild sinni. 9.4.2024 14:49
Göng um Öxnadalsheiði: „Snýst um hagsmuni allra“ Að minnsta kosti tvenn gangaverkefni ættu að vera í gangi á hverjum tíma segir bæjarstjóri Akureyrar sem kallar eftir göngum á milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Enn er víða ófært og Öxnadalsheiðin lokuð vegna áreksturs. 2.4.2024 11:37
Ólst upp við að spila með plastpoka og vill aftur til Íslands Malavíkst fótboltalið sem vann alla sína leiki á Rey Cup í fyrra vill mæta aftur til leiks í sumar. Leikmaður sem ólst upp við að spila með bolta sem hann bjó til úr plastpokum segist elska Ísland og langar að spila í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni 23.3.2024 20:02
Árangurinn af 35 ára samstarfi í Malaví áþreifanlegur Ísland og Malaví fagna í ár þrjátíu og fimm ára samstarfsafmæli í þróunarsamvinnu. Forstöðukona sendiráðsins í Malaví segir árangurinn af samstarfinu áþreifanlegan. Hreinu vatni hafi verið komið til þúsunda, þúsundir barna fengið menntun og mörgum lífum bjargað. 15.3.2024 10:57
Bergþór stríðir Samfylkingunni Samfylkingin styður markmið útlendingafrumvarpsins sem er til umræðu á Alþingi og dómsmálaráðherra fagnar stefnubreytingu flokksins. Þingflokkur Vinstri Grænna gerir ýmsa fyrirvara við málið. 5.3.2024 13:31
Ögurstund runnin upp og Vilhjálmur býr sig undir það versta Ögurstund er runnin upp í kjaraviðræðum Eflingar, Starfsgreinasambandsins og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins. Formaður SGS segist búa sig undir það versta en samninganefndir funda nú hjá ríkissáttasemjara í skugga verkfallsboðunar. 1.3.2024 11:35
Með alla skjái í gangi og öll tæki uppi Enn aukast líkurnar á eldgosi á næstu dögum og fyrirvarinn gæti orðið mjög stuttur. Náttúruvársérfræðingur segir þrýstinginn sífellt byggjast upp og starfsfólk Veðurstofunnar líti ekki af mælunum. 29.2.2024 11:51
„Gjörsamlega misboðið yfir stöðunni“ Fundi dagsins í Karphúsinu er lokið og ekki hefur verið formlega boðað til þess næsta. Gert er þó ráð fyrir að fundað verði aftur á morgun. Formenn Starfsgreinasambandsins og Samiðnar eru sammála um að staðan sé flókin og erfið. 28.2.2024 16:37
Aukin skjálftavirkni og þolmörk að nálgast Skjálftavirkni við kvikuganginn á Reykjanesskaga hefur aukist sem bendir til þess að kvikumagnið sé komið að þolmörkum. Fagstjóri hjá Veðurstofunni segir áhyggjuefni að fólk sé að gista í Grindavík en vonar að það sé tilbúið að yfirgefa bæinn í flýti. 28.2.2024 11:39
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent