Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni

Páskarnir eru á næsta leiti og eru margir þegar farnir í frí, hvort sem það er í sólina erlendis eða í kyrrðina í íslenskri sveitasælu. Stjörnur landsins skinu skært eins og þeim einum er lagið og fögnuðu ýmsum tímamótum í vikunni.

Sjóð­heit stemning og fróunarklefinn frum­sýndur

Kynlífstækjaverslunin Blush fagnaði fjórtán ára afmæli sínu í vikunni með sjóðheitu teiti í verslun þeirra við Dalveg. Í tilefni tímamótanna var ekkert til sparað, og skálað var fram eftir kvöldinu fyrir því að hafa fullnægt landsmönnum í rúman áratug.

„Ég per­sónu­lega fílaði þetta ekkert í botn“

„Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn, ég var aldrei fyrir þessa prinsessuleiki. Að vera með krullað hár, naglalakk og í háum hælum var ekkert fyrir mig. Þetta er ekki ég í eðli mínu. Ég var bara að moka skít í hestunum, þar leið mér best,“ segir Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur hjá Coripharma og Ungfrú heimur 2005.

Joey Christ og Alma selja í­búðina

Listamaðurinn Jóhann Kristófer Stefánsson, betur þekktur sem Joey Christ, og unnusta hans Alma Gytha Huntindon-Williams jarðfræðingur, hafa sett fallega íbúð við Kjartansgötu í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 99,8 milljónir.

Jón Steinar selur sumarparadís með út­sýni að Heklu

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari og lögmaður, hefur sett glæsilegan sumarbústað sinn í Landsveit á sölu. Um er að ræða rúmlega 5,9 hektara eignarlóð með heilsárs frístundahúsi og gestahúsi, staðsett á einstaklega kyrrlátum stað með stórbrotnu útsýni að eldfjallinu Heklu. 

Segir frum­burðinn með nefið hans pabba

Vala Kristín Eiríksdóttir, leikkona og handritshöfundur, og Hilmir Snær Guðnason leikari eiga von á sínu fyrsta barni saman eftir nokkrar vikur. Vala birti mynd af Hilmi með sónarmynd upp við nefið á sér og segir barnið ekki vera með nefið frá sér.

Rúrik á bata­vegi eftir að­gerð

Rúrik Gíslason, áhrifavaldur og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, er nú á batavegi eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna sýkingar í hálskirtlum, svokallaðrar peritonsillar abscess ígerðar.

Ein­hleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er

„Ég er á stefnumótaforritinu Raya, svona on og off, en finnst samt búið að eyðileggja það því þar sem það er eins og allir komist inn á það í dag,“ segir raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Patrekur Jaime í viðtali við Makamál. Forritið, sem er ætlað frægum einstaklingum, áhrifavöldum og listamönnum, er með stranga skilmála um hvaða notendur fái aðgang.

Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki

Sérstök forsýning á þáttaröðinni Reykjavík 112 fór fram í Smárabíói síðastliðinn þriðjudag. Þættirnir byggja á metsölubók Yrsu Sigurðardóttur, DNA, og verða frumsýndir í Sjónvarpi Símans Premium um páskana.

Sjá meira