Tryggvi Páll Tryggvason

Nýjustu greinar eftir höfund

Fær 600 þúsund til viðbótar eftir dóm Hæstaréttar

Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Gísla Reynissyni, sem sýknaður var í Aserta-málinu svokallaða 600 þúsund krónur í miskabætur vegna kyrrsetningar eða haldlagnir á reiðufé í tengslum við rannsókn málsins.

Varðskipið Þór veitti lítilli skútu skjól

Varðskipið Þór aðstoðaði áhöfn lítillar seglskútu við að sigla inn í höfnina í Reykjavík í gærmorgun. Mikill vindhraði var og veitti varðskipið skútunni skjól fyrir veðri og vindu.

Strandsvæðaskipulag nauðsynlegt fyrsta skref

Formaður bæjarstjórnar Akureyrar vill að unnið verði strandsvæðaskipulag fyrir Eyjafjörð, áður en ákveðið verður hvort friða eigi fjörðinn fyrir fiskeldi í sjó.

Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi

Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans.

Ætluðu bara að opna matarvagn en bættu við veitingastað eftir óvænt símtal

Það er ekki á hverjum degi sem nýr veitingastaður er opnaður á Akureyri, hvað þá í miðjum kórónuveirufaraldri, þegar almennt er verið að draga saman seglin á þessum markaði. Það stoppaði þó ekki veitingahjónin Inga Þór Arngrímsson og Nikolina Gracanin í að opna veitingastaðinn Mosa um helgina. 

Mokaði inn pening með því að panta eigin pítsur

Eigandi pítsustaða í Bandaríkjunum halaði inn pening þegar hann komst að því að fyrirtæki sem býður upp á heimsendingar á mat frá veitingastöðum rukkaði viðskiptavini sína minna fyrir pítsu en hún kostaði á veitingastaðnum, á sama tíma og pítsustaðurinn fékk fulla greiðslu.

Sjá meira