Tryggvi Páll Tryggvason

Nýjustu greinar eftir höfund

Segir að svo virðist sem sum fyrirtæki hafi nýtt sér hlutabótaleiðina til að bjarga árshlutauppgjörum

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, segir að það virðist sem svo að sum fyrirtæki, sem séu alls ekki í alvarlegum rekstrarvanda, hafi nýtt sér hlutabótaleiðina til að bjarga ársfjórðungsuppgjörum og með því ætlað sér að ganga í augum á fjárfestum. Hann segir þó að óvissan hafi verið mikil og því að einhverju leyti skiljanlegt að fyrirtækin hafi sótt í hlutabótaleiðina.

Fjölbýlishús rýmt vegna elds í svefnherbergi

Fjölbýlishús í Húsahverfi Grafarvogs var rýmt í morgun eftir að eldur kom upp í svefnherbergi í íbúð á þriðju hæð. Íbúar í íbúðinni voru fluttur á slysadeild til skoðunar.

Fauci og félagar í sóttkví

Dr. Anthony Fauci og tveir aðrir háttsettir meðlimir smitvarnarteymis Hvíta hússins ákváðu að faraí sóttkví eftir að þeir komust í tæri við einstakling sem smitaður var af kórónuveirunni. Þeir munu áfram sinna störfum sínum í fjarvinnu.

Vara við annarri bylgju eftir hópsmit sem tengt er við einn mann

Moon-Jae in, forseti Suður-Kóreu, hefur varað við að önnur bylgja kórónuveirunnar gæti skollið fari yfirvöld og landsmenn ekki varlega. Veitingastöðum og börum hefur verið lokað í Seúl á ný eftir að 34 ný tilfelli greindust í gær.

Grunaður um líkamsárás gegn starfsmanni

Tveir ungir menn voru handteknir í verslun í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Annar þeirra var grunaður um að hafa stolið úr versluninni, hinn fyrir líkamsárás gegn starfsmanni þegar höfð voru afskipti af þeim fyrri

Little Richard látinn

Little Richard, einn af frumkvöðlum fyrstu bylgju rokksins, er látinn. Hann var 87 ára gamall.

Varað við eldhættu vegna þurrka

SMS voru send út frá Almannavörnum til þeirra sem staddir eru í Skorradal í dag til þess að vara við eldhættu vegna þurrka.

Landhelgisgæslan varar við hafís

Landhelgisgæslan varar við hafís undan Vestfjörðum en síðustu daga hefur hafísröndin fært sig nær landi. Klukkan 21 í gær var ísröndin í um 30 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi.

Sjá meira