Telur öruggt að ferðaskrifstofur verði gjaldþrota fuðri frumvarp upp í „pólitískum smjörklípuslag“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur áhyggjur af því frumvarp um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða ferðir með inneignarnótum komist ekki í gegnum þingið. 7.5.2020 17:58
Banksy hyllir heilbrigðisstarfsfólk Nýtt listaverk eftir breska götulistamanninn Banksy hefur dúkkað upp á spítalanum í Southampton í Bretlandi. Listaverkið hyllir heilbrigðisstarfsmenn á sama tíma og þeir eru í framlínunni í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum. 6.5.2020 23:07
Telur uppbyggingu hjólastíga vera „geggjaða peningasóun“ Vigdís Hauksdóttir, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar, virðist ekki vera hrifin af hugmyndum um uppbyggingu stofnleiða fyrir hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu. 6.5.2020 21:45
Háhýsin á Oddeyrinni verði lægri en fyrstu hugmyndir en hærri en gildandi skipulag heimilar Hámarkshæð fyrirhugaðra bygginga á reit á Oddeyrinni á Akureyri verður sex til átta hæðir nái tillaga að breytingu á aðalskipulagi bæjarins fram að ganga. Fyrri hugmyndir að uppbyggingu á reitnum hafa miðast við allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús 6.5.2020 20:47
Vilja græða landið með gori og blóði Norðlenska hefur óskað eftir samstarfi við sveitarfélagið Norðurþing um að dreifa gori og blóði sem til fellur í sláturtíð til uppgræðslu á gróðurrýru landi í nágrenni Húsavíkur. 6.5.2020 18:14
Framseldur til Portúgals þar sem þungur dómur bíður Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að portúgalskur ríkisborgari verði framseldur frá Íslandi til Portúgals vegna fíkniefnasölu þar í landi. 6.5.2020 17:56
Flytja að meðaltali aðeins sautján farþega í hverju innanlandsflugi Farþegafjöldi í hverju innanlandsflugi bandarískra flugfélaga er að meðaltali aðeins sautján farþegar, 29 ef horft er til alþjóðaflugs sömu flugfélaga. 5.5.2020 23:30
Skammaði borgarfulltrúa fyrir að eyða tíma í tilgangslaust „argaþras“ um götulokanir Tillaga Miðflokksins í borgarstjórn um að fallið verði frá lokunum á göngugötum í miðborg Reykjavíkur var felld á fundi borgarstjórnar í dag. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, greiddi ekki atkvæði í atkvæðagreiðslunni um málið. 5.5.2020 22:09
Hvatamaður útgöngubannsins segir af sér vegna heimsókna ástkonu í miðju útgöngubanni Neil Ferguson, vísindamaðurinn sem lék lykilhlutverk í að sannfæra Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að setja á útgöngubann í Bretlandi hefur sagt sæti sínu í sérstakri ráðgjafanefnd ríkistjórnarinnar lausu 5.5.2020 20:14
Búið að slökkva í sinunni Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu lauk slökkvistarfi vegna sinuelds suðaustan við Saltvík á Kjalarnesi nú síðdegis. 5.5.2020 18:21