Hvatamaður útgöngubannsins segir af sér vegna heimsókna ástkonu í miðju útgöngubanni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. maí 2020 20:14 Útgöngubann var sett á í Bretlandi í mars. Getty/Jeff J Mitchell Neil Ferguson, vísindamaðurinn sem lék lykilhlutverk í að sannfæra Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að setja á útgöngubann í Bretlandi hefur sagt sæti sínu í sérstakri ráðgjafanefnd ríkistjórnarinnar lausu. Ástæðan er sú að hann braut útgöngubannið er hann leyfði ástkonu sinni að koma í heimsókn í tvígang. Daily Telegraph greinir frá og segir að Ferguson, faraldsfræðingur sem leiðir teymið sem skilaði víðlesinni skýrslu sem talin er hafa snúið við þankagangi bresku ríkistjórnarinnar um hvernig best væri að tækla útbreiðslu kórónuveirufaraldursins, hafi á sama tíma og hann hafi frætt almenning í Bretlandi um mikilvægi útgöngubannsis leyft ástkonu sinni, sem er gift og á tvö börn, í heimsókn til sín. Exclusive: Government scientist Neil Ferguson resigns after breaking lockdown rules to meet his married lover https://t.co/eLOfVjgHPL— The Telegraph (@Telegraph) May 5, 2020 Til að byrja með var nálgun breskra stjórnvalda á vandamálið mjög afslöppuð en eftir að spálíkan Ferguson og félaga sýndi að allt að 250 þúsund Breta gætu látist úr faraldrinum breytti Johnson um stefnu og herti aðgerðir til muna. Í færslu Guardian um málið segir að Ferguson sé maðurinn sem talinn er hafa sannfært ríkisstjórn Bretlands um að setja á hertari aðgerðir en upphaflega var ráðgert. Sér eftir því að hafa ekki farið eftir reglunum „Ég átta mig á því að ég hef sýnt dómgreindarleysi og tók rangar ákvarðanir. Ég hef því ákveðið að segja starfi mínu fyrir ráðgjafanefnd ríkistjórnarinnar lausu,“ segir í yfirlýsingu frá Ferguson sem Telegraph birti á vefsíðu sinni í kvöld. Segist hann sjá eftir því að hafa ekki sjálfur farið eftir þeim reglum sem hann sjálfur hafi predikað, enda væri mikilvægi útgöngubannsins í að hefta úbreiðslu veirunnar í Bretlandi afar mikið. Í opnu sambandi Það sem flækir málin er að konan, hin 38 ára gamla Antonia Staats, heimsótti Ferguson í byrjun apríl, þrátt fyrir að hafa sagt vinum sínum að hana grunaði að eiginmaður hennar sýndi einkenni Covid-19 sjúkdómsins. Hún og eiginmaður hennar eru í svokölluðu opnu sambandi og segir Staats að samband hennar og Ferguson hafi ekki verið leyndarmál. Boris Johnson hlustaði á ráðleggingar Ferguson og félaga.EPA/ANDREW PARSONS Raunar líti hún svo á að heimili Ferguson og heimili hennar og eiginmanns hennar sé eitt og hið sama, því telji hún sig ekki hafa brotið útgöngubannið með því að heimsækja Ferguson. Viku fyrir fyrstu heimsóknina í mars lá það þó fyrir að pör sem ekki byggju saman þyrftu að forðast hvort annað á meðan bannið væri í gildi Ráðgjafanefndinn sem Ferguson sat í ber nafnið SAGE sem er skammstöfun fyrir Scientific Advisory Group for Emergencies eða ráðgjafanefnd vísindamanna vegna neyðarástands. Ráðgjöf frá nefndinni hefur stýrt viðbrögðum yfirvalda í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldurins sem leikið hefur Breta grátt, þar sem 29,472 hafa látist af völdum faraldursins. Hvergi hafa fleiri látist í Evrópu vegna veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Neil Ferguson, vísindamaðurinn sem lék lykilhlutverk í að sannfæra Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að setja á útgöngubann í Bretlandi hefur sagt sæti sínu í sérstakri ráðgjafanefnd ríkistjórnarinnar lausu. Ástæðan er sú að hann braut útgöngubannið er hann leyfði ástkonu sinni að koma í heimsókn í tvígang. Daily Telegraph greinir frá og segir að Ferguson, faraldsfræðingur sem leiðir teymið sem skilaði víðlesinni skýrslu sem talin er hafa snúið við þankagangi bresku ríkistjórnarinnar um hvernig best væri að tækla útbreiðslu kórónuveirufaraldursins, hafi á sama tíma og hann hafi frætt almenning í Bretlandi um mikilvægi útgöngubannsis leyft ástkonu sinni, sem er gift og á tvö börn, í heimsókn til sín. Exclusive: Government scientist Neil Ferguson resigns after breaking lockdown rules to meet his married lover https://t.co/eLOfVjgHPL— The Telegraph (@Telegraph) May 5, 2020 Til að byrja með var nálgun breskra stjórnvalda á vandamálið mjög afslöppuð en eftir að spálíkan Ferguson og félaga sýndi að allt að 250 þúsund Breta gætu látist úr faraldrinum breytti Johnson um stefnu og herti aðgerðir til muna. Í færslu Guardian um málið segir að Ferguson sé maðurinn sem talinn er hafa sannfært ríkisstjórn Bretlands um að setja á hertari aðgerðir en upphaflega var ráðgert. Sér eftir því að hafa ekki farið eftir reglunum „Ég átta mig á því að ég hef sýnt dómgreindarleysi og tók rangar ákvarðanir. Ég hef því ákveðið að segja starfi mínu fyrir ráðgjafanefnd ríkistjórnarinnar lausu,“ segir í yfirlýsingu frá Ferguson sem Telegraph birti á vefsíðu sinni í kvöld. Segist hann sjá eftir því að hafa ekki sjálfur farið eftir þeim reglum sem hann sjálfur hafi predikað, enda væri mikilvægi útgöngubannsins í að hefta úbreiðslu veirunnar í Bretlandi afar mikið. Í opnu sambandi Það sem flækir málin er að konan, hin 38 ára gamla Antonia Staats, heimsótti Ferguson í byrjun apríl, þrátt fyrir að hafa sagt vinum sínum að hana grunaði að eiginmaður hennar sýndi einkenni Covid-19 sjúkdómsins. Hún og eiginmaður hennar eru í svokölluðu opnu sambandi og segir Staats að samband hennar og Ferguson hafi ekki verið leyndarmál. Boris Johnson hlustaði á ráðleggingar Ferguson og félaga.EPA/ANDREW PARSONS Raunar líti hún svo á að heimili Ferguson og heimili hennar og eiginmanns hennar sé eitt og hið sama, því telji hún sig ekki hafa brotið útgöngubannið með því að heimsækja Ferguson. Viku fyrir fyrstu heimsóknina í mars lá það þó fyrir að pör sem ekki byggju saman þyrftu að forðast hvort annað á meðan bannið væri í gildi Ráðgjafanefndinn sem Ferguson sat í ber nafnið SAGE sem er skammstöfun fyrir Scientific Advisory Group for Emergencies eða ráðgjafanefnd vísindamanna vegna neyðarástands. Ráðgjöf frá nefndinni hefur stýrt viðbrögðum yfirvalda í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldurins sem leikið hefur Breta grátt, þar sem 29,472 hafa látist af völdum faraldursins. Hvergi hafa fleiri látist í Evrópu vegna veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira