„Glórulaus blindbylur“ þegar skollinn á við Sólheimasand Búið er að loka þjóðvegi 1 á milli Seljalandsfoss og Víkur í Mýrdal. Lögreglumaður sem var á ferðinni þar áðan segir veðrið glórulaust á þessum slóðum í augnablikinu. 13.2.2020 20:00
Senda menn að flugvélarflakinu til að smala fólki burt í tæka tíð fyrir storminn Lögreglan á Suðurlandi hefur fengið björgunarsveitina Víkverja í Vík í Mýrdal til þess að smala þeim saman sem kunna að vera á ferli á göngustígnum að flugvélarflakinu á Sólheimasandi í dag svo enginn verði á ferli þar þegar óveðrið skellir yfir. 13.2.2020 18:00
Nýr Borgarleikhússtjóri ráðinn á næstu dögum Stjórn Leikfélags Reykjavíkur hefur orðið við ósk Krístinar Eysteinsdóttur borgarleikhússtjóra um að hún fái að ljúka störfum fyrr en áætlað var. Gengið verður frá ráðningu nýs leikhústjóra á næstu dögum. 13.2.2020 17:12
„Við erum öll mjög stressuð og hrædd“ Áhafnarmeðlimur um borð í Diamond Prince skemmtiferðaskipinu sem liggur við höfn í Yokohama Japan í sóttkví vegna Covid19-veirunnar segir að áhafnarmeðlimir séu bæði hræddir og stressaðir vegna ástandsins um borð. Þeir fái ekki sömu meðferð og farþegarnir. 12.2.2020 23:30
Mun svara fyrir inngrip dómsmálaráðuneytisins William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur samþykkt að mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna vegna inngrips dómsmálaráðuneytisins í mál gegn vini og bandamanni Donalds Trump forseta í kjölfar þess að forsetinn gagnrýndi málareksturinn gegn honum. 12.2.2020 22:30
Heimsins stærstu farsímasýningu aflýst vegna Covid19-veirunnar Skipuleggjendur Mobile World Congress, stærstu farsímasýningar heimsins, hafa ákveðið að aflýsa sýningunni vegna Covid19-veirunnar, nýju kórónaveirunnar sem greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan. 12.2.2020 20:30
Föstudagslægðin er ekki „Denni dæmalausi“ sem kemur á laugardaginn Óveðrið sem von er á á föstudaginn er ekki lægðin "Denni dæmalausi“ eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum. Denni mætir á svæðið á laugardaginn og mun hafa meiri áhrif á Bretlandi en hér við land. 12.2.2020 18:30
DNB hætt viðskiptum við Samherja NRK, norska ríkisútvarpið, fullyrðir á vef sínum í dag að norski bankinn DNB hafi sagt upp öllum viðskiptum við útgerðarfyrirtækið Samherja. 12.2.2020 17:39
Ummæli Bloomberg um minnihlutahópa og glæpi vekja umtal Ummæli sem Michael Bloomberg, einn af forsetaframbjóðendum Demókrata og einn ríkasti maður heims, lét falla árið 2015 um að lögregla ætti að einbeita sér að hverfum þar sem minnihlutahópar búi vegna þar séu "allir glæpirnir framdir“ gætu komið honum í klandur. 11.2.2020 23:30
Misstu rándýran og einstakan flygil sem er gjörónýtur Píanóleikarinn Angela Hewitt syrgir nú sinn "besta vin“ eftir að menn sem ráðnir voru til að flytja 25 milljóna króna flygil hennar misstu hann með þeim afleiðingum að hann eyðilagðist. 11.2.2020 22:30