Tryggvi Páll Tryggvason

Nýjustu greinar eftir höfund

Segja Færeyjar orðnar óvæntustu vígstöðvar deilna Bandaríkjanna og Kína

Bandaríska blaðið New York Times segir að Færeyjar séu orðnar nýjustu vígstöðvarnar í köldu stríði sem nú geisar á milli Bandaríkjanna og Kína vegna tæknimála. Í stórri grein fjallar blaðið ítarlega um mál sem nýverið kom upp í Færeyjum og tengist uppbyggingu á 5G-samskiptaferi landsins.

Viðgerð lokið: Íbúar passi að skrúfað sé fyrir heitavatnskrana

Búið er að ljúka viðgerð á einni að aðalæðum hitaveitu Veitna en alvarlegur leki úr henni uppgötvaðist í dag. Heitavatnslaust var í Reykjavík vestan Snorrabrautar. Einhvern tíma tekur fyrir vatnið að koma en talið er að um hafi verið að ræða eina stærstu bilun sem Veitur hafa séð.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Bilun varð þess valdandi að íbúar vestan Snorrabrautar og að Seltjarnarnesi hafa verið án heits vatns í dag. Eru áhrif þessarar bilunar þau mestu í áratugi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við nýjustu fréttir af gangi mála við viðgerðir.

Pútín styður Trump

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðist vera í liði með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hvað varðar ákærur á hendur þeim síðarnefnda fyrir embættisbrot. Rússlandsforseti segir sakirnar búnar til og hann býst ekki við öðru en að kollegi sinn í Bandaríkjunum komi óskaddaður út úr réttarhöldum.

Segir þingið ekki hafa annað val en að ákæra Trump

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að áframhaldandi seta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé ógn við lýðræðið í Bandaríkjunum. Bandaríska þingið hafi ekki um annað að velja en að ákæra hann fyrir embættisbrot.

Sjá meira