Segir þingið ekki hafa annað val en að ákæra Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. desember 2019 19:49 Nancy Pelosi og Donald Trump. Vísir/AP Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að áframhaldandi seta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé ógn við lýðræðið í Bandaríkjunum. Bandaríska þingið hafi ekki um annað að velja en að ákæra hann fyrir embættisbrot. Fulltrúadeildin mun síðar í kvöld greiða atkvæði um hvort ákæra eigi Trump í tveimur liðum fyrir embættisbrot. Líklegt er að atkvæðagreiðslurnar muni fylgja flokkslínum sem þýðir að Trump mun verða ákærður, þar sem demókratar eru með meirihluta í fulltrúadeildinni. Trump sendi Pelosi í gær harðort bréf þar sem hann sagði ákæruferlið í þinginu vera ígildi valdaráns. Með því að ákæra forsetann fyrir embættisbrot myndu demókratar lýsa yfir stríði gegn bandarísku lýðræði.Fylgjast má með umræðum um ákæruna og atkvæðagreiðslu í beinni útsendingu hér að neðan. Pelosi ávarpaði þingmenn nú í kvöld þar sem hún sagði að hlutverk þingmanna í kvöld væri að „verja lýðræðið fyrir almenning í landinu,“ undir dynjandi lófaklappi samflokksmanna hennar í Demókrataflokknum. Sagði hún Trump, með hegðun hans, ekki hafa gefið þingmönnum annað val en að gefa út ákærur á hendur honum. „Það er staðreynd að forsetinn er ógn við þjóðaröryggi og kosningaferlið okkar, hornstein lýðræðisins,“ sagði Pelosi. Verði Trump ákærður fyrir embættisbrot verður hann þriðji forsetinn sem fær ákæru í andlitið. Hinir eru Andrew Johnson árið 1868 og Bill Clinton árið 1998. Hvorugur þeirra var þó fjarlægður af forsetastól. Verði ákærurnar gefnar út fer málið til öldungadeildarinnar þar sem réttarhöld yfir Trump munu fara fram. Tvær ákærur Demókratar hafa opinberað tvær ákærur gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Hann er sakaður um að misnota vald sitt og að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Meðal annars stöðvaði Trump afhendingu tæplega 400 milljóna dala neyðaraðstoðar til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt. Þá var fundur Zelensky og Trump, sem Zelensky sóttist eftir, skilyrtur því að forsetinn úkraínski tilkynnti tvær rannsóknir sem koma Trump vel fyrir kosningarnar á næsta ári. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þingmenn sem standa höllum fæti styðja ákærurnar gegn Trump Nokkrir þingmenn Demókrataflokksins, sem þykja flestir nær miðjunni en gengur og gerist og koma frá svokölluðum sveifluríkjum, hafa lýst því yfir að þeir muni greiða atkvæði með því að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. 17. desember 2019 13:45 Hæðast að bréfi Trump til Pelosi: „Þetta bréf er galið!“ Eins og svo oft áður gerðu þáttastjórnendur Bandaríkjanna grín að nýjustu vendingum í kringum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 18. desember 2019 13:45 Þingmenn ræða ákærur gegn Trump fram á kvöld Fulltrúadeild Bandaríkjaþings mun í kvöld greiða atkvæði um það hvort samþykkja eigi ákærurnar tvær gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. 18. desember 2019 14:34 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að áframhaldandi seta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé ógn við lýðræðið í Bandaríkjunum. Bandaríska þingið hafi ekki um annað að velja en að ákæra hann fyrir embættisbrot. Fulltrúadeildin mun síðar í kvöld greiða atkvæði um hvort ákæra eigi Trump í tveimur liðum fyrir embættisbrot. Líklegt er að atkvæðagreiðslurnar muni fylgja flokkslínum sem þýðir að Trump mun verða ákærður, þar sem demókratar eru með meirihluta í fulltrúadeildinni. Trump sendi Pelosi í gær harðort bréf þar sem hann sagði ákæruferlið í þinginu vera ígildi valdaráns. Með því að ákæra forsetann fyrir embættisbrot myndu demókratar lýsa yfir stríði gegn bandarísku lýðræði.Fylgjast má með umræðum um ákæruna og atkvæðagreiðslu í beinni útsendingu hér að neðan. Pelosi ávarpaði þingmenn nú í kvöld þar sem hún sagði að hlutverk þingmanna í kvöld væri að „verja lýðræðið fyrir almenning í landinu,“ undir dynjandi lófaklappi samflokksmanna hennar í Demókrataflokknum. Sagði hún Trump, með hegðun hans, ekki hafa gefið þingmönnum annað val en að gefa út ákærur á hendur honum. „Það er staðreynd að forsetinn er ógn við þjóðaröryggi og kosningaferlið okkar, hornstein lýðræðisins,“ sagði Pelosi. Verði Trump ákærður fyrir embættisbrot verður hann þriðji forsetinn sem fær ákæru í andlitið. Hinir eru Andrew Johnson árið 1868 og Bill Clinton árið 1998. Hvorugur þeirra var þó fjarlægður af forsetastól. Verði ákærurnar gefnar út fer málið til öldungadeildarinnar þar sem réttarhöld yfir Trump munu fara fram. Tvær ákærur Demókratar hafa opinberað tvær ákærur gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Hann er sakaður um að misnota vald sitt og að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Meðal annars stöðvaði Trump afhendingu tæplega 400 milljóna dala neyðaraðstoðar til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt. Þá var fundur Zelensky og Trump, sem Zelensky sóttist eftir, skilyrtur því að forsetinn úkraínski tilkynnti tvær rannsóknir sem koma Trump vel fyrir kosningarnar á næsta ári.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þingmenn sem standa höllum fæti styðja ákærurnar gegn Trump Nokkrir þingmenn Demókrataflokksins, sem þykja flestir nær miðjunni en gengur og gerist og koma frá svokölluðum sveifluríkjum, hafa lýst því yfir að þeir muni greiða atkvæði með því að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. 17. desember 2019 13:45 Hæðast að bréfi Trump til Pelosi: „Þetta bréf er galið!“ Eins og svo oft áður gerðu þáttastjórnendur Bandaríkjanna grín að nýjustu vendingum í kringum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 18. desember 2019 13:45 Þingmenn ræða ákærur gegn Trump fram á kvöld Fulltrúadeild Bandaríkjaþings mun í kvöld greiða atkvæði um það hvort samþykkja eigi ákærurnar tvær gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. 18. desember 2019 14:34 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Þingmenn sem standa höllum fæti styðja ákærurnar gegn Trump Nokkrir þingmenn Demókrataflokksins, sem þykja flestir nær miðjunni en gengur og gerist og koma frá svokölluðum sveifluríkjum, hafa lýst því yfir að þeir muni greiða atkvæði með því að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. 17. desember 2019 13:45
Hæðast að bréfi Trump til Pelosi: „Þetta bréf er galið!“ Eins og svo oft áður gerðu þáttastjórnendur Bandaríkjanna grín að nýjustu vendingum í kringum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 18. desember 2019 13:45
Þingmenn ræða ákærur gegn Trump fram á kvöld Fulltrúadeild Bandaríkjaþings mun í kvöld greiða atkvæði um það hvort samþykkja eigi ákærurnar tvær gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. 18. desember 2019 14:34