„Það er ákveðinn Trumpismi sem er að ganga“ Bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar þakka stefnufestu fyrir ágæta niðurstöðu í nýrri skoðanakönnun MMR. Þorgerður Katrín segir skoðanakönnuna sýna að "ákveðinn Trumpismi“ hafi náð hingað til lands. 24.11.2019 18:45
Segir Bloomberg tilbúinn til þess að eyða „hverju sem er“ til að sigra Trump Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York sem nú liggur undir feldi og hugleiðir hvort hann eigi að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna mun hvorki taka við styrkjum né þiggja laun sem forseti bjóði hann sig fram og verði kjörinn. Allt útlit er fyrir að hann muni bjóða sig fram. 23.11.2019 23:30
Hundur ók í hringi í hálftíma þangað til lögreglan kom Hundar er ekki helst þekktir fyrir ökuhæfileika sína en hundurinn Max í Flórída í Bandaríkjunum er orðinn heimsfrægur. Bíll sem hann sat í keyrði hring eftir hring þangað til lögregla kom á vettvang. 23.11.2019 22:00
Forseti Namibíu: „Hvaðan komu peningarnir? Frá Íslandi“ Hage Geingob, forseti Namibíu, sneri vörn í sókn á stórum kosningafundi SWAPO-flokksins, í Samherjamálinu-svokallaða er hann sagði Íslendinga eiga sök í því máli, fremur en stjórnkerfi Namibíu. 23.11.2019 21:28
Hríðskotabyssa fannst á heimili þrettán ára drengs sem hótaði skotárás Lögregla í Suður-Kaliforníu handtók á fimmtudaginn 13 ára grunnskólanemenda sem grunaður var um að hafa hótað því að fremja skotárás í grunnskólanum s 23.11.2019 20:27
Vilja ræða við eigendur Samherja Spillingarlögreglan í Namibíu vonast til þess að ná tali af fulltrúum Samherja þegar rannsókn lögreglunnar á ætluðum mútugreiðslum til háttsettra stjórnmála- og áhrifamanna í Namibíu er komin lengra. 23.11.2019 19:53
„Metnaður og samkennd er það sem við þurfum“ Mótmælendur kröfðust afsagnar sjávarútvegsráðherra og nýrrar stjórnarskrár á fjöldafundi á Austurvelli í dag, þangað sem áætlað er að um fjögur þúsund manns hafi lagt leið sína. 23.11.2019 18:45
Níu hundruð fá boð í DNA-próf í von um að lausn finnist á 23 ára hryllilegu morðmáli Lögregluyfirvöld í þýska bænum Grevenbroich hafa sent 900 mönnum boð um að koma í DNA-próf í von um að komast til botns í 23 ára gömlu morðmáli. 23.11.2019 18:03
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fjölmenni var á Austurvelli í dag þar sem boðað var til útifundar til að krefjast afsagnar sjávarútvegsráðherra, nýrrar stjórnarskrár og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda renni til þjóðarinnar. Sýnt verður frá útifundinum í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 23.11.2019 18:00
Sammála um að réttarhöldin renni sitt skeið verði Trump ákærður Háttsettir embættismenn innan Hvíta hússins og öldungardeildarþingmenn Repúblikana eru sagðir vera sammála um það að verði Donald Trump, forseti Bandaríkjana, formlega ákærður fyrir embættisbrot sé æskilegt að réttarhöldunum sem því fylgja verði leyft fram að ganga. 21.11.2019 23:30