Segir Bloomberg tilbúinn til þess að eyða „hverju sem er“ til að sigra Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. nóvember 2019 23:30 Michael Bloomberg er einn auðugasti einstaklingur heims. Getty/Yana Paskova Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York sem nú liggur undir feldi og hugleiðir hvort hann eigi að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna, mun hvorki taka við styrkjum né þiggja laun sem forseti bjóði hann sig fram og verði kjörinn.Þetta hefur Associated Press eftir ráðgjöfum hansen að undanförnu hefur Bloomberg sent skýr merki um að hann hyggist bjóða sig fram í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar, án þess þó að formlega tilkynna um framboðið. Allt útlit er þó fyrir að hann muni bjóða sig fram.Þannig hefur hann skilað inn gögnum til Alríkiskosningastofnunnar Bandaríkjanns sem gera honum kleyft að bjóða sig fram, auk þess sem hann hefur skráð sig til leiks í forkosningum Demókrata í minnst þremur ríkjum, til þess að tryggja sér pláss á kjörseðlinum bjóði hann sig fram. Gríðarleg auglýsingaherferð framundan Það sem meira er hefur hann sett til hliðar 30 milljóna dollara auglýsingasjóð sem nota á í sjónvarpsauglýsingar, um 3,7 milljarða íslenskra króna. Auglýsingaherferðin mun fara af stað á morgun í nokkrum ríkjum þar sem forkosningar eru framundan. Um tíu vikur eru í fyrstu forkosningar demókrata, í Iowa þann 3. febrúar á næsta ári. Bjóði Bloomberg sig fram er talið að hann muni sleppa því að taka þátt í fyrstu fjórum forkosningunum, í Iowa, New Hampshire, Nevada og Suður-Karólínu. Þess í stað mun hann hefja leik í mars en í þeim mánuði fer meginþungi forkosninga Demókrata fram.Væntanlegir mótframbjóðendur ekki kátir Þeir frambjóðendur sem þegar eru á kjörseðlunum fyrir Demókrata virðast ekki vera hrifnir af hugmyndum Bloomberg um forsetaframboð og því síður eru þeir hrifnir af gríðarlegum auglýsingakaupum milljarðamæringsins. „Ef þú getur ekki byggt upp grasrótarhreyfingu fyrir framboð þitt áttu ekkert erindi að bjóða þig fram til forseta,“ sagði Bernie Sanders sem sakaði Bloomberg um að ætla sér að kaupa sér útnefninguna, að því er AP hefur eftir Sanders.Ætlar sér bara einn dollara í árslaun Bloomberg er ofarlega á lista yfir ríkustu jarðarbúa heims en heildareignir hans eru metnar á um 50 milljarða dollara, um sex þúsund milljarða króna. Þannig segja ráðgjafar hans að ríkidæmi hans geri honum kleyft að vera ótengdur hagsmunaaðilum og því muni hann ekki taka við neinum styrkjum.Verði hann kjörin mun hann að sögn ráðgjafa hans aðeins þiggja einn dollara í árslaun, um 120 krónur, verði hann kjörinn sem forseti, líkt og hann gerði þegar hann sat í borgarstjórastól New York borgar frá 2002 til ársins 2013.Hafa skal í huga að bjóði Bloomberg sig fram án þess að þiggja styrki mun hann ekki geta tekið þátt í kappræðum Demókrata. Til þess að fá boð þangað þurfa frambjóðendur annars vegar að uppfylla lágmarksfylgi í skoðanakönnunum og ná ákveðnum viðmiðum hvað varðar upphæðir styrkja frá almenningi.Ráðgjafi Bloomberg, Howard Wolfson, segir að Bloomberg muni aðeins nota eigið fjármagn til þess að fjármagna kosningabaráttunna. Vasarnir virðast vera afar djúpir en Wolfson var spurður að því hversu miklu fjármagni Bloomberg væri til í að leggja í framboðið. Svarið var einfalt.„Hvað sem þarf til þess að sigra Donald Trump.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bloomberg færist nær forsetaframboði Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg hefur skilað inn tilskyldum gögnum sem þarf til þess að bjóða sig fram í forkosningum demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári 21. nóvember 2019 21:15 Bloomberg stefnir á forsetaframboð Auðkýfingurinn Michael Bloomberg ætlar mögulega að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins til embættis forseta Bandaríkjanna. 7. nóvember 2019 23:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York sem nú liggur undir feldi og hugleiðir hvort hann eigi að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna, mun hvorki taka við styrkjum né þiggja laun sem forseti bjóði hann sig fram og verði kjörinn.Þetta hefur Associated Press eftir ráðgjöfum hansen að undanförnu hefur Bloomberg sent skýr merki um að hann hyggist bjóða sig fram í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar, án þess þó að formlega tilkynna um framboðið. Allt útlit er þó fyrir að hann muni bjóða sig fram.Þannig hefur hann skilað inn gögnum til Alríkiskosningastofnunnar Bandaríkjanns sem gera honum kleyft að bjóða sig fram, auk þess sem hann hefur skráð sig til leiks í forkosningum Demókrata í minnst þremur ríkjum, til þess að tryggja sér pláss á kjörseðlinum bjóði hann sig fram. Gríðarleg auglýsingaherferð framundan Það sem meira er hefur hann sett til hliðar 30 milljóna dollara auglýsingasjóð sem nota á í sjónvarpsauglýsingar, um 3,7 milljarða íslenskra króna. Auglýsingaherferðin mun fara af stað á morgun í nokkrum ríkjum þar sem forkosningar eru framundan. Um tíu vikur eru í fyrstu forkosningar demókrata, í Iowa þann 3. febrúar á næsta ári. Bjóði Bloomberg sig fram er talið að hann muni sleppa því að taka þátt í fyrstu fjórum forkosningunum, í Iowa, New Hampshire, Nevada og Suður-Karólínu. Þess í stað mun hann hefja leik í mars en í þeim mánuði fer meginþungi forkosninga Demókrata fram.Væntanlegir mótframbjóðendur ekki kátir Þeir frambjóðendur sem þegar eru á kjörseðlunum fyrir Demókrata virðast ekki vera hrifnir af hugmyndum Bloomberg um forsetaframboð og því síður eru þeir hrifnir af gríðarlegum auglýsingakaupum milljarðamæringsins. „Ef þú getur ekki byggt upp grasrótarhreyfingu fyrir framboð þitt áttu ekkert erindi að bjóða þig fram til forseta,“ sagði Bernie Sanders sem sakaði Bloomberg um að ætla sér að kaupa sér útnefninguna, að því er AP hefur eftir Sanders.Ætlar sér bara einn dollara í árslaun Bloomberg er ofarlega á lista yfir ríkustu jarðarbúa heims en heildareignir hans eru metnar á um 50 milljarða dollara, um sex þúsund milljarða króna. Þannig segja ráðgjafar hans að ríkidæmi hans geri honum kleyft að vera ótengdur hagsmunaaðilum og því muni hann ekki taka við neinum styrkjum.Verði hann kjörin mun hann að sögn ráðgjafa hans aðeins þiggja einn dollara í árslaun, um 120 krónur, verði hann kjörinn sem forseti, líkt og hann gerði þegar hann sat í borgarstjórastól New York borgar frá 2002 til ársins 2013.Hafa skal í huga að bjóði Bloomberg sig fram án þess að þiggja styrki mun hann ekki geta tekið þátt í kappræðum Demókrata. Til þess að fá boð þangað þurfa frambjóðendur annars vegar að uppfylla lágmarksfylgi í skoðanakönnunum og ná ákveðnum viðmiðum hvað varðar upphæðir styrkja frá almenningi.Ráðgjafi Bloomberg, Howard Wolfson, segir að Bloomberg muni aðeins nota eigið fjármagn til þess að fjármagna kosningabaráttunna. Vasarnir virðast vera afar djúpir en Wolfson var spurður að því hversu miklu fjármagni Bloomberg væri til í að leggja í framboðið. Svarið var einfalt.„Hvað sem þarf til þess að sigra Donald Trump.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bloomberg færist nær forsetaframboði Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg hefur skilað inn tilskyldum gögnum sem þarf til þess að bjóða sig fram í forkosningum demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári 21. nóvember 2019 21:15 Bloomberg stefnir á forsetaframboð Auðkýfingurinn Michael Bloomberg ætlar mögulega að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins til embættis forseta Bandaríkjanna. 7. nóvember 2019 23:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Bloomberg færist nær forsetaframboði Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg hefur skilað inn tilskyldum gögnum sem þarf til þess að bjóða sig fram í forkosningum demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári 21. nóvember 2019 21:15
Bloomberg stefnir á forsetaframboð Auðkýfingurinn Michael Bloomberg ætlar mögulega að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins til embættis forseta Bandaríkjanna. 7. nóvember 2019 23:00