Netflix pantar íslenska vísindaskáldsöguþáttaröð af Baltasar Kormáki sem þakkar nýja kvikmyndaþorpinu Bandaríska streymisveitan Netflix hefur pantað vísindaskáldsöguþáttaröð af Baltasar Kormáki og framleiðslufyrirtæki hans. Um íslenska framleiðslu verður að ræða með íslenskum leikurum. Baltasar telur að þetta sé líklega stærsti einstaki samningur sem gerður hefur verið við íslenska kvikmyndagerðarmenn. 26.9.2019 20:11
Þorsteinn ákærður fyrir 50 kynferðisbrot gegn sama drengnum Þorsteinn Halldórsson, sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn barni, er sakaður um að hafa brotið á barninu í að minnsta kosti fimmtíu skipti á árunum 2015 til 2017 er barnið var á aldrinum 14 til sautján ára. Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa sent kynferðislegar myndir af drengnum til óþekktra aðila. 26.9.2019 18:37
120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26.9.2019 17:20
Landsbankinn aflýsti láni, týndi frumriti en vann tugmilljónamál gegn Silju Úlfars Frjálsíþróttakonan fyrrverandi Silja Úlfarsdóttir þarf að greiða Landsbankanum 21,4 milljónir eftir að Héraðsdómur Reykjaness dæmdi bankanum í vil í máli hans gegn Silju. Málið snerist um greiðslu á veðskuldabréfi í tengslum við íbúðarkaup Silju og fyrrverandi eiginmanns hennar, sem lést árið 2015. 26.9.2019 09:15
Telja „nýja leikáætlun“ Icelandair hafa dregið töluvert úr áhrifum af falli WOW air Á fyrstu sjö mánuðum ársins flutti Icelandair 29 prósent fleiri erlenda ferðamenn til landsins en á sama tíma í fyrra. Ef ekki hefði komið til nein fjölgun hjá Icelandair hefði ferðamönnum til landsins fækkað um 31,4 prósent. 26.9.2019 08:00
Ákærður fyrir að hafa hótað starfsmanni TR: „Ég verð víst að heimsækja fjölskylduna þína aftur“ Karlmaður hefur verið ákærður fyrir ýmis brot gegn valdstjórninni sem beindust fyrst og fremst að starfsmanni Tryggingastofnunnar ríkisins. Er honum gefið að sök að hafa hótað starfsmanninum líkamsmeiðingum, en starfsmaður hafði með mál mannsins að gera hjá stofnuninni. 25.9.2019 20:45
Hótaði að berja tvo lögreglumenn og sagðist hlakka til að hitta annan þeirra í dimmu húsasundi Karlmaður hefur verið ákærður fyrir umferðarlagabrot og brot gegn valdstjórninni. Maðurinn var handtekinn fyrir ölvunarakstur 11. maí 2001 og hótaði hann lögreglumönnum á lögreglustöðunni á Grensásvegi ofbeldi. 25.9.2019 18:30
Allt sem þú þarft að vita um hið formlega ákæruferli á hendur forseta Bandaríkjanna Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, lýsti því yfir í kvöld að demókratar í neðri deild þingsins myndu nýta meirihluta sinn þar til þess að hefja formlega rannsókn því hvort Donald Trump hafi framið embættisbrot í starfi með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. 24.9.2019 23:30
Trump bregst ókvæða við formlegri rannsókn um embættisbrot Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist vera allt annað en ánægður með yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, um að fulltrúadeildin muni hefja formlega rannsókn á því hvort að Trump hafi framið embættisbrot í starfi. 24.9.2019 21:43
Þingið hefur formlega rannsókn á því hvort Trump hafi framið embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi demókrata í neðri deild þingsins, tilkynnti rétt í þessu að skipuð verði sérstök nefnd sem rannsaka eigi hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. 24.9.2019 21:06
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent