Tryggvi Páll Tryggvason

Nýjustu greinar eftir höfund

Þorsteinn ákærður fyrir 50 kynferðisbrot gegn sama drengnum

Þorsteinn Halldórsson, sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn barni, er sakaður um að hafa brotið á barninu í að minnsta kosti fimmtíu skipti á árunum 2015 til 2017 er barnið var á aldrinum 14 til sautján ára. Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa sent kynferðislegar myndir af drengnum til óþekktra aðila.

120 milljarðar í sam­göngu­fram­kvæmdir á höfuð­borgar­svæðinu næstu 15 árin

Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu.

Allt sem þú þarft að vita um hið formlega ákæruferli á hendur forseta Bandaríkjanna

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, lýsti því yfir í kvöld að demókratar í neðri deild þingsins myndu nýta meirihluta sinn þar til þess að hefja formlega rannsókn því hvort Donald Trump hafi framið embættisbrot í starfi með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans.

Trump bregst ókvæða við formlegri rannsókn um embættisbrot

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist vera allt annað en ánægður með yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, um að fulltrúadeildin muni hefja formlega rannsókn á því hvort að Trump hafi framið embættisbrot í starfi.

Þingið hefur formlega rannsókn á því hvort Trump hafi framið embættisbrot

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi demókrata í neðri deild þingsins, tilkynnti rétt í þessu að skipuð verði sérstök nefnd sem rannsaka eigi hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans.

Sjá meira