33 milljóna úttektir í spilasölum og 4,3 milljóna bíll greiddur með reiðufé Meðal þeirra útgjalda pólskra hjóna sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir peningaþvætti og telur að sé ekki trúverðugar skýringar á eru 33,4 milljóna króna úttektir í spilakössum og kaup eiginmannsins á Hyunday Tucson að andvirði 4,3 milljóna, sem hann greiddi fyrir með reiðufé. 24.9.2019 20:30
Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24.9.2019 19:27
Sögð ætla að tilkynna síðar í kvöld að formlegt ákæruferli á hendur Trump fyrir embættisbrot verði hafið Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjanna og leiðtogi Demókrata í deildinni, mun tilkynna síðar í kvöld að til standi að hefja formlega rannsókn á því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. 24.9.2019 18:44
Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu Ríkislögreglustjóri situr áfram í embætti þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjórum á landinu og landssambands lögreglumanna. Þingmenn segja stöðuna grafalvarlega. Ríkislögreglustjóri eigi að víkja. 24.9.2019 18:00
Telja sig hafa orðið fyrir alvarlegri eitrun Tvær flugfreyjur Icelandair telja sig hafa orðið fyrir alvarlegri eitrun við störf um borð í flugvélum flugfélagsins. Annað atvikið átti sér stað árið 2018, hitt árið 2017. Önnur flugfreyjan hefur glímt við langvarandi veikindi frá því að atvikið átti sér stað. 24.9.2019 17:58
Átta vilja eina stöðu í Hæstarétti Átta umsækjendur sóttu um eitt embætti dómara við Hæstarétt sem auglýst var laust til umsóknar þann 6. september síðastliðinn. Þar á meðal eru fimm dómarar við Landsrétt. 24.9.2019 17:36
Fordæma vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og íhuga úrsögn Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmur vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við stuðning sambandsins við þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. 23.9.2019 23:30
Slökktu í rusli í Hróarstungu Brunavarnir á Austurlandi sendu allt tiltækt lið á vettvang í Hróarstungu í kvöld eftir að vegfarendur tilkynntu um eldsvoða. 23.9.2019 21:51
Boeing greiðir bætur til aðstandenda Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing mun greiða aðstandendum þeirra sem létust í tveimur mannskæðum flugslysum í Eþíópíu og Indónesíu á þessu ári og hinu síðasta 144,5 þúsund dollara í skaðabætur. 23.9.2019 21:19
Fyllerí með Björk varð til þess að Thom Yorke fór að hugsa vel um röddina í sér Thom Yorke, söngvari bresku hljómsveitarinnar Radiohead segir að hann fyrst tekið það alvarlega að hann þyrfti að hugsa um röddina í sér eftir að hafa farið á fyllerí með Björk. 23.9.2019 20:15
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent