Tryggvi Páll Tryggvason

Nýjustu greinar eftir höfund

Segir Vilhjálm vega að æru látins föður síns

Þorsteinn Víglundsson, varformaður Viðreisnar, segir að Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hafi vegið að æru Þorsteins og föður hans, Víglundar Þorsteinssonar, með því að ýja að því að lífeyrissjóðir hafi orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna gjaldþrots BM Vallár. Víglundur lést í nóvember á síðasta ári.

Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson

Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast.

Slagsmál, stympingar og fíkniefni

Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu í kvöld og nótt vegna skemmtanahalds en flest mál hafa þó verið leyst nokkuð farsællega og einungis sex gista í fangaklefa þegar þetta er ritað.

Airbus vill fá að bjóða í fyrirhugaða risapöntun IAG ætlaða Boeing

Christian Scherer, sölustjóri Airbus, segir að flugvélaframleiðandinn hafi mikinn áhuga á því að fá að bjóða í stóra flugvélapöntun evrópsku flugfélagasamstæðunnar IAG, sem tilkynnti í vikunni að það hafi skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup á 200 Boeing 737 MAX flugvélum.

Fráfarandi stjórnarformaður LV telur illa að sér og öðrum stjórnarmönnum vegið

Ólafur Reimar Gunnarsson, fráfarandi stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VR eftir að fulltrúaráð VR ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Hann telur illa vegið sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR.

Þrjú skref sem lántakendur smálána geta stigið

Neytendasamtökin hafa tekið saman þrjú skref sem lántakendur smálána geta stigið til þess að vernda eigin hagsmuni gagnvart smálánafyrirtækjum. Það er mat Neytendasamtakanna að ekki megi innheimta kröfur sem bera ólöglega vexti.

Sjá meira