Tryggvi Páll Tryggvason

Nýjustu greinar eftir höfund

„Við erum ekki alveg nógu gamlir til að hætta“

Jakob Jakobsson, betur þekktur sem Jakob í Jómfrúnni, hefur ásamt eiginmanni sínum opnað nýjan veitingastað í Hveragerði. Þeir hafa ekki setið auðum höndum frá því að þeir seldu Jómfrúnna árið 2015.

„Enginn sagði mér að utanvegaakstur væri ólöglegur“

Rússneski ferðamaðurinn sem gerðist sekur um utanvegaakstur við Bjarnarflag í Mývatnssveit um helgina hefur tjáð sig um athæfið. Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir að utanvegaakstur væri ólöglegur á Íslandi, hópur hans hafi orðið fyrir aðkasti vegna málsins auk þess sem að hann gagnrýnir þá sem farið hafa hörðum orðum um hann á samfélagsmiðlum vegna málsins.

Brenndist á andliti í lítilli sprengingu

Starfsmaður á vegum Olíudreifingar var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri með minniháttar brunasár eftir að lítil sprenging varð í bensíntanki við bensínstöð N1 við Hörgárbárbraut á Akureyri.

Skaðabótamál á hendur Björgólfi Thor aftur í hérað

Hæstiréttur hefur vísað rúmlega 600 milljóna króna skaðabótakröfu Fiskveiðihlutafélagsins Venusar hf. og Vogunar hf. á hendur Björgólfi Thor Björgólfssyni aftur heim í hérað. Málin snúast um meintar skyldur eignarhaldsfélagsins Samson gagnvart öðrum hluthöfum í gamla Landsbankanum fyrir hrun.

Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi verið verið vanhæfur í Al-Thani málinu. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur í bætur.

Telur aukið beint flug yfir Atlantshaf framhjá Íslandi alvarlega ógn við hagkerfið

Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri og eigandi WOW air telur að aukin tíðni flugferða beint á milli Evrópu og Bandaríkjanna, framhjá Íslandi, sé alvarleg ógn við íslensku ferðaþjónustuna sem og hagkerfið. Þetta skýri af hverju ákveðið hafi verið að bæta breiðþotum inn í flugflota WOW air, sem síðar varð flugfélaginu líklega að falli.

Staðgreiddi 450 þúsund króna sekt vegna utanvegaaksturs

Rússneska samfélagsmiðlastjarnan sem gripin var við utanvegaakstur í grennd við Jarðböðin í Mývatnssveit var sektuð um 450 þúsund krónur. Sektin var staðgreidd á lögreglustöðinni á Akureyri fyrr í dag.

Skúli segist hafa fengið tvö erlend atvinnutilboð úr fluggeiranum

Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri og eigandi WOW air, segist hafa fengið tvö atvinnutilboð erlendis frá úr fluggeiranum frá því að flugfélag hans varð gjaldþrota. Hann segir að endurreisn WOW air sé ekki í bígerð á næstunni en að hann myndi stökka á slíkt tækifæri stæði það honum til boða.

Skúli virðist staðráðinn í því að endurreisa WOW air

Skúli Mogensen virðist stefna ótrauður að því að endurreisa hið fallna flugfélag WOW air. Á frumkvöðlaráðstefnu í Hörpu í morgun kynnti Skúli ítarlegar hugmyndir að því hvernig hið endurreista flugfélag myndi líta út, án þess þó að segja það hreint út að til stæði að endurreisa flugfélagið.

Sjá meira