Sveinn Andri ekki vanhæfur til að skipta búi WOW air Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júní 2019 09:19 Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra WOW air. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Andri Sveinsson þurfi ekki að víkja sem skiptastjóri þrotabús WOW air. Forsvarsmenn Arion banka töldu störf Sveins Andra sem lögmaður Datacell í baráttu við Valitor, dótturfélag Arion banka, gera hann vanhæfan.Sveinn Andri var skipaður sem annar skiptastjóra þrotabús WOW air við gjaldþrot flugfélagsins. Arion banki sætti sig hins vegar ekki við skipan Sveins Andra vegna dómsmáls Datacell gegn Valitor. Valitor var nýlega dæmt til að greiða Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, samanlagt 1,2 milljarð króna í bætur.Málinu hefur verið áfrýjað til Landsréttar.Vildi bankinn meina að Sveinn Andri hefði svo mikla hagsmuni af niðurstöðu þess máls að jafna mætti til þess að hann væri aðili að því. Því taldi bankinn sig hafa haft réttmæta ástæðu til að draga óhlutdrægni hans sem skiptastjóri í efa Arion banki var viðskiptabanki WOW air.Héraðsdómur hafnaði kröfu bankans í aprílen úrskurðurinn var kærður til Landsréttarsem úrskurðaði í málinu í gær.Í úrskurði Landsréttar segir að þrátt fyrir að Sveinn Andri hafi samið um að þóknun hans í máli Datacell gegn Valitor verði að hluta hagsmunatengd og að sá hlutur gæti numið umtalsverði fjárhæð verði því ekki jafnað við að hann eigi aðild að dómsmálinu.Þá hafi bankinn ekki teflt fram öðrum málsástæðum sem gefi tilefni til þess að draga megi óhlutdrægni Sveins Andra í efa. Þá liggi ekkert fyrir um að Sveinn Andri hafi gerst sekur um athæfi sem geri hann óverðugan nauðsynlegs trausts til þess að gegna embætti skiptastjóra þrotabús WOW air.Var niðurstaða héraðsdóms því staðfest og kröfu Arion banka um að Sveini Andra yrði vikið úr starfi skiptastjóra WOW air hafnað. Dómsmál Íslenskir bankar WOW Air Tengdar fréttir Sveinn Andri situr sem fastast sem skiptastjóri WOW Kröfu Arion banka um að hann víki hafnað. 12. apríl 2019 15:23 Sveinn Andri ætlar ekki að koma nálægt kröfu Arion á hendur WOW Sveinn Andri Sveinsson, einn tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, fullyrti í dómsal í dag að hann myndi ekki koma nálægt kröfu Arion banka í þrotabú flugfélagsins. 10. apríl 2019 15:39 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Andri Sveinsson þurfi ekki að víkja sem skiptastjóri þrotabús WOW air. Forsvarsmenn Arion banka töldu störf Sveins Andra sem lögmaður Datacell í baráttu við Valitor, dótturfélag Arion banka, gera hann vanhæfan.Sveinn Andri var skipaður sem annar skiptastjóra þrotabús WOW air við gjaldþrot flugfélagsins. Arion banki sætti sig hins vegar ekki við skipan Sveins Andra vegna dómsmáls Datacell gegn Valitor. Valitor var nýlega dæmt til að greiða Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, samanlagt 1,2 milljarð króna í bætur.Málinu hefur verið áfrýjað til Landsréttar.Vildi bankinn meina að Sveinn Andri hefði svo mikla hagsmuni af niðurstöðu þess máls að jafna mætti til þess að hann væri aðili að því. Því taldi bankinn sig hafa haft réttmæta ástæðu til að draga óhlutdrægni hans sem skiptastjóri í efa Arion banki var viðskiptabanki WOW air.Héraðsdómur hafnaði kröfu bankans í aprílen úrskurðurinn var kærður til Landsréttarsem úrskurðaði í málinu í gær.Í úrskurði Landsréttar segir að þrátt fyrir að Sveinn Andri hafi samið um að þóknun hans í máli Datacell gegn Valitor verði að hluta hagsmunatengd og að sá hlutur gæti numið umtalsverði fjárhæð verði því ekki jafnað við að hann eigi aðild að dómsmálinu.Þá hafi bankinn ekki teflt fram öðrum málsástæðum sem gefi tilefni til þess að draga megi óhlutdrægni Sveins Andra í efa. Þá liggi ekkert fyrir um að Sveinn Andri hafi gerst sekur um athæfi sem geri hann óverðugan nauðsynlegs trausts til þess að gegna embætti skiptastjóra þrotabús WOW air.Var niðurstaða héraðsdóms því staðfest og kröfu Arion banka um að Sveini Andra yrði vikið úr starfi skiptastjóra WOW air hafnað.
Dómsmál Íslenskir bankar WOW Air Tengdar fréttir Sveinn Andri situr sem fastast sem skiptastjóri WOW Kröfu Arion banka um að hann víki hafnað. 12. apríl 2019 15:23 Sveinn Andri ætlar ekki að koma nálægt kröfu Arion á hendur WOW Sveinn Andri Sveinsson, einn tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, fullyrti í dómsal í dag að hann myndi ekki koma nálægt kröfu Arion banka í þrotabú flugfélagsins. 10. apríl 2019 15:39 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Sveinn Andri situr sem fastast sem skiptastjóri WOW Kröfu Arion banka um að hann víki hafnað. 12. apríl 2019 15:23
Sveinn Andri ætlar ekki að koma nálægt kröfu Arion á hendur WOW Sveinn Andri Sveinsson, einn tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, fullyrti í dómsal í dag að hann myndi ekki koma nálægt kröfu Arion banka í þrotabú flugfélagsins. 10. apríl 2019 15:39