Wahlberg gefur launin umdeildu Bandaríski leikarinn Mark Wahlberg hefur ákveðið að gefa baráttuhreyfingunni Time's Up þau laun sem hann þáði fyrir þau atriði sem þurfti að taka upp aftur fyrir myndina All the Money in the World. 14.1.2018 08:21
Chelsea Manning í framboð Chelsea Manning, sem dæmd var í 35 ára fangelsi fyrir að leka gögnum til Wikileaks, sækist eftir því að verða kjörin öldungardeildarþingmaður fyrir demókrata í Maryland í Bandaríkjunum 14.1.2018 08:07
Endurkalla þurrmjólk í 83 löndum vegna salmonellu Franski mjólkuvöruframleiðandinn Lactalis hefur látið innkalla yfir tólf milljón kassa af þurrmjólk fyrir börn í 83 löndum vegna gruns um salmonellusmit 14.1.2018 07:55
Ferðalangar hugi vel að veðri áður en lagt er af stað Víða veður stormur og hríðarbylur norðanlands í dag. Gera má ráð fyrir stórvarasömum hviðum á sama tíma í vestanverðum Eyjafirði, allt að 45-50 m/s. 14.1.2018 07:18
Neitaði að borga leigubíl og réðst á lögreglu Einn var handtekinn í nótt eftir að leigubílstjóri hringdi á lögreglu vegna viðskiptavins sem neitaði að greiða fyrir aksturinn. 14.1.2018 07:09
Vetrarfærð í kortunum Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa og Suðurland. Viðvörunin er í gildi frá klukkan sex í dag og allan morgundaginn. Búast má við að færð á heiðum spillist. 13.1.2018 14:10
Steven Seagal sakaður um nauðgun Hasarleikarinn Steven Seagal hefur verið sakaður um að hafa nauðgað aukaleikara við tökur á kvikmyndinni On Deadly Ground árið 1993. 13.1.2018 12:49
Maðurinn sem leitað var að fundinn Um 70 björgunarsveitamenn voru komnir út klukkan níu í morgun og leituðu þeir á stóru svæði í Árbænum um tuttugu hópum. 13.1.2018 11:57
Klæddi sig í átta buxur og tíu boli til að komast undan töskugjaldi Ferðamaður sem vildi ekki greiða gjald til þess að innrita tösku sína í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni greip til þess ráðs að klæða sig í átta buxur og tíu boli eða peysur úr töskunni til að sleppa við gjaldið. 13.1.2018 11:26
Tekin með MDMA og kókaín í endaþarmi Maður og kona á þrítugsaldri sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna tilraunar til að smygla fíkniefnum til landsins. 13.1.2018 11:05