Sjá ekki hvernig Efling geti varið hag annarra sem lenda í hópuppsögnum Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks Kjörís í Hveragerði hjá Eflingu telur að félagsfundur stéttarfélagsins í kvöld sýni að félagið sé klofið. Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður félagsins, vonast til þess að þeir sem séu ósáttir með hópuppsagnirnir leiti ekki á önnur mið, heldur berjist fyrir breytingum innan félagsins. 27.4.2022 23:40
Felldu tillögu um að draga hópuppsagnir til baka: „Brennum ekki húsið okkar“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hvatti félagsmenn til að styðja kjörna forystu Eflingar, á félagsfundi félagsins á Hlíðarenda sem nú stendur yfir. Sólveig Anna gagnrýndi harkalega þá félagsmenn sem hafa gagnrýnt hana undanfarnar vikur. Tillaga um að draga hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar var felld á fundinum. 27.4.2022 22:18
Skora á lögregluna að skila listaverkinu umdeilda Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir, listakonurnar sem gerðu listaverkið umdeilda Farangursheimild, hafa skorað á lögregluna að skila verkinu á þann stað þar sem það var afhjúpað. 27.4.2022 20:31
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Stjórnarformaður Bankasýslunnar biðst afsökunar á þeim mistökum að hafa ekki kynnt mun betur fyrir almenningi hvað væri í vændum með sölu á Íslandsbanka. Hann segir ekki laust við að verið sé að koma ábyrgðinni á því sem misfórst yfir á Bankasýsluna. 27.4.2022 18:00
Segja skrifræði stjórnvalda hindra eldflaugaskot frá Langanesi Skoska eldflaugafyrirtækið Skyrora segir að „óþarfa skrifræði“ íslenskra stjórnvalda sé að tefja það að félagið geti skotið eldflaug á loft frá Langanesi. 27.4.2022 17:36
Vaktin: Segja Rússa ætla mögulega að opna nýja víglínu í vestri Samkvæmt Reuters hefur rússneska orkufyrirtækið Gazprom staðið við hótanir sínar frá í gær og skrúfað fyrir gasflutning til Póllands og Búlgaríu, þar sem ríkin hafa neitað að fara að kröfum Rússa og greiða fyrir gasið í rúblum. 27.4.2022 06:41
Yfir helmingur Bandaríkjamanna fengið Covid-19 Bandaríska sóttvarnarstofnunin áætlar að 58 prósent Bandaríkjamanna hafi greint með Covid-19 frá því að heimsfaraldurinn hófst vorið 2020. 26.4.2022 22:49
Fjöldi lágra fjárhæða í útboðinu kom Bankasýslunni á óvart Fjöldi lágra áskrifta í útboðinu á 22,5 prósent hlut ríkisins á Íslandsbanka kom Bankasýslu ríkisins á óvart. Hvergi hafi þó komið fram hugmyndir um að setja viðmið um lágmarksupphæð við stjórnsýslulega- og þinglega meðferð í aðdraganda útboðsins. Stofnunin telur að almennt hafi útboðið tekist vel, en betur hafi mátt kynna fyrir sölufyrirkomulagið fyrir almenningi. 26.4.2022 21:53
Telur ólíklegt að Íslandsbankamálið sprengi stjórnarsamstarfið Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, telur ólíklegt að Íslandsbankamálið svokallaða verði til þess að sprengja stjórnarsamstarf ríkisstjórnarflokkanna þriggja. 26.4.2022 20:30
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að greiða fólki sem dvaldi á barnaheimili á Hjalteyri á síðustu öld sanngirnisbætur. Hann segir nú þegar liggja fyrir nægar sannanir um að fólkið hafi verið beitt gríðarlegu ranglæti. Við ræðum við karlmann sem beittur var ofbeldi á barnaheimilinu í fréttatímanum. 26.4.2022 18:00