Vaktin: Segja Rússa ætla mögulega að opna nýja víglínu í vestri Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 27. apríl 2022 06:41 Úkraínskur hermaður framkvæmir viðhald á skriðdreka í austurhluta landsins. AP/Evgeniy Maloletka Samkvæmt Reuters hefur rússneska orkufyrirtækið Gazprom staðið við hótanir sínar frá í gær og skrúfað fyrir gasflutning til Póllands og Búlgaríu, þar sem ríkin hafa neitað að fara að kröfum Rússa og greiða fyrir gasið í rúblum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Úkraínumenn segja að Rússar hafi í huga að nota Transnistríu til að ráðast inn í Moldóvu eða opna nýja víglínu í Úkraínu. Undanfarna daga hafa nokkrar árásir verið gerðar í sjálfstjórnarhéraðinu í Moldóvu þar sem aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússlandi fara með völd. Stjórnvöld í Póllandi segjast hafa handtekið einn ríkisborgara Rússlands og einn ríkisborgara Hvíta-Rússlands fyrir njósnir. Hafa einstaklingarnir verið úrskurðaðir í þriggja mánaða gæsluvarðhald. Elizabeth Truss, utanríkisráðherra Bretlands, mun í dag kalla eftir því að bandamenn Úkraínu auki við hergagnaframleiðslu til að hjálpa Úkraínumönnum í stríðinu gegn Rússum. Mun hún segja að sigur Rússa myndi hafa hörmulegar afleiðingar um allan heim. Sprengingar heyrðust í borginni Belgorod í Rússlandi í morgun, skammt frá landamærunum að Úkraínu. Viðbragðsaðilar unnu á sama tíma að því að slökkva eld í vopnageymslum í borginni. Viðræður Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Sergei Lavrov utanríkisráðherra í gær skiluðu litlu. Engin fyrirheit voru gefin um vopnahlé til að rýma átakasvæði. Pútín sagði ástandið í Maríupól, sem hefur verið lögð í rúst, „dapurlegt“ og „flókið“. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, segist ekki telja að Pútín muni grípa til þess ráðs að nota kjarnorkuvopn í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Úkraínumenn segja að Rússar hafi í huga að nota Transnistríu til að ráðast inn í Moldóvu eða opna nýja víglínu í Úkraínu. Undanfarna daga hafa nokkrar árásir verið gerðar í sjálfstjórnarhéraðinu í Moldóvu þar sem aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússlandi fara með völd. Stjórnvöld í Póllandi segjast hafa handtekið einn ríkisborgara Rússlands og einn ríkisborgara Hvíta-Rússlands fyrir njósnir. Hafa einstaklingarnir verið úrskurðaðir í þriggja mánaða gæsluvarðhald. Elizabeth Truss, utanríkisráðherra Bretlands, mun í dag kalla eftir því að bandamenn Úkraínu auki við hergagnaframleiðslu til að hjálpa Úkraínumönnum í stríðinu gegn Rússum. Mun hún segja að sigur Rússa myndi hafa hörmulegar afleiðingar um allan heim. Sprengingar heyrðust í borginni Belgorod í Rússlandi í morgun, skammt frá landamærunum að Úkraínu. Viðbragðsaðilar unnu á sama tíma að því að slökkva eld í vopnageymslum í borginni. Viðræður Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Sergei Lavrov utanríkisráðherra í gær skiluðu litlu. Engin fyrirheit voru gefin um vopnahlé til að rýma átakasvæði. Pútín sagði ástandið í Maríupól, sem hefur verið lögð í rúst, „dapurlegt“ og „flókið“. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, segist ekki telja að Pútín muni grípa til þess ráðs að nota kjarnorkuvopn í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Sjá meira