Taylor Swift partýstemning í Smárabíó í kvöld Í kvöld verður frumsýnd mynd um tónleika Taylor Swift í Smárabíói. Markaðsstjórinn segir að tæplega þúsund miðar hafi selst. Það verður mikið sungið og fólk á eftir að standa upp og dansa. 13.10.2023 15:41
Sveik fjármuni út úr IKEA með því að skipta út strikamerkinu Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað og fjársvik gagnvart húsgagnavöruversluninni IKEA. Tjón verslunarinnar hljóðaði upp á rúmlega 62 þúsund krónur. 11.10.2023 07:00
Pólitísk plott fari sjaldnast eftir handritinu Stjórnmálafræðiprófessor segir vel geta verið að afsögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sé liður í pólitískri refskák. Pólitísk plott séu þó þess eðlis að þau fari sjaldnast alveg eftir handritinu. Óvenjulegt sé að Bjarni hafi aðeins greint frá afsögn sinni, en ekki hver tekur við embættinu eða hvað hann ætli sér að gera í framhaldinu. 10.10.2023 21:09
Allt lið sent á vettvang vegna elds í potti Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sent í Vatnsendahverfið í kvöld vegna óljósrar tilkynningar um eld í fjölbýlishúsi. Um var að ræða eld sem hafði kviknað í potti. Engan sakaði. 10.10.2023 20:47
„Höfum hingað til þurft að hafa virkilega fyrir því að losna við þá“ Stjórnarandstöðuþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við eru sammála um að ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að segja af sér embætti fjármálaráðherra hafi verið rétt. Formaður Flokks fólksins undrast hve auðveldlega hann fór frá, en formaður Samfylkingarinnar bendir á langan aðdraganda að ákvörðun Bjarna. 10.10.2023 19:42
Björgunarsveitir standa í ströngu vegna veðursins Björgunarsveitir hafa farið í nokkur útköll í dag vegna óveðursins sem gengið hefur yfir landið. 10.10.2023 18:21
Katrín segir hugsanlegt að Bjarni taki annað ráðuneyti Forsætisráðherra segir ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að segja af sér ráðherraembætti vera virðingarverða og rétta. Ákvörðunin hafi þó alfarið komið frá honum sjálfum. Stjórnin standi traustum fótum og ekki sé von á kosningum. Hugsanlega komi Bjarni til með að taka við öðru ráðherraembætti. 10.10.2023 17:15
Ísrael muni „gera við Hamas það sem heimurinn gerði við ISIS“ Bandarísk stjórnvöld hafa áréttað að engin áform séu uppi um að senda hermenn til Ísraels, þrátt fyrir átökin sem nú geisa þar í landi og í Palestínu. Búast má við miklu mannfalli á næstu dögum og jafnvel vikum. 10.10.2023 00:02
Skammast sín fyrir skyrbjúgslagið Bandaríska söngkonan Pink segist sjá eftir því að hafa gert lag um skyrbjúg undir lok þarsíðasta áratugs. Lagið gerði hún fyrir teiknimyndaþættina vinsælu um Svamp Sveinsson. 9.10.2023 23:08
„Fyrir neðan allar hellur að tala um að fagna fjöldamorði“ Til snarpra orðaskipta kom milli viðmælenda í Kastljósi í kvöld, þegar einn viðmælenda sagðist fagna því að einhver talaði máli Palestínumanna, og vísaði þar til árása Hamas-liða á óbreytta borgara í Ísrael um helgina. Formaður utanríkismálanefndar sagði sér brugðið vegna málflutningsins. 9.10.2023 22:00