Fréttir

Fréttamynd

Byggja fjórum sinnum hraðar

Ísraelskir landtökumenn byggja fjórum sinnum hraðar nú en þeir gerðu áður en tíu mánaða framkvæmdabann var lagt á þá.

Erlent
Fréttamynd

Launin geta fælt frá

Störfum í réttarkerfinu hefur verið fjölgað um um það bil eitt hundrað til að mæta auknu álagi við rannsókn og saksókn og í dómstólum vegna hruns bankanna.

Innlent
Fréttamynd

Málið ekki á dagskrá fyrr en í nóvember

Flutningsmenn tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort draga skuli til baka aðildarumsókn Íslands að ESB samhliða stjórnlagaþingskosningu gagnrýndu fundarstjórn Alþingis harðlega í gær.

Innlent
Fréttamynd

Mælt gegn notkun tækjanna

Göngugrindur eru sú barnavara sem orsakar flest slys á börnum í Evrópu. Níutíu prósent slysa í göngugrindum orsaka áverka á höfði og yfir 30 prósent valda áverka á heila barna. Kemur þetta fram í nýrri rannsókn evrópsku öryggissamtakanna The European Child Safety Alliance og evrópsku neytendasamtakanna Anec.

Innlent
Fréttamynd

Orkan seld á næstu misserum

Iðnaðarráðherra boðaði ekki álver á Bakka með orðum sínum í fréttum í vikunni, þótt hún segði stórfellda atvinnuuppbyggingu vísa á Norðausturlandi. Þetta áréttaði Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra eftir fyrirspurn Halldóru Lóu Þorvaldsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, á Alþingi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Milljón tonn á land

sjávarútvegur Það eru liðin 50 ár frá því að tog- og nótaskipið Víkingur AK 100 kom í fyrsta sinn til heimahafnar á Akranesi. Þessa var minnst á Akranesi í gær með pompi og prakt. Víkingur hefur fært rétt tæplega milljón tonna afla að landi og því leitun að öðru eins happafleyi.

Innlent
Fréttamynd

Sláturbóla herjar á starfsfólk sláturhúsa

Óvenjumikið hefur verið um það í haust að starfsfólk í sláturhúsum leiti læknis vegna veirusýkingar, sem nefnist sláturbóla. Þetta segir Arnar Þór Guðmundsson, yfirlæknir á heilsugæslunni á Selfossi.

Innlent
Fréttamynd

Síldarkvótinn 144 þúsund tonn

Íslenskum skipum verður heimilt að veiða 144 þúsund tonn af norsk-íslenskri síld árið 2011. Samkomulag náðist um stjórnun veiða úr stofninum á fundi strandríkja í London í gær. Heildaraflinn verður 988 þúsund tonn sem er 33 prósenta lækkun milli ára.

Innlent
Fréttamynd

Óvíst hvort hann bjóði í Haga

viðskipti Jóhannes Jónsson, löngum kenndur við Bónus, hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hann leggi fram tilboð eða kaupi hlut í Högum þegar fyrirtækjasamstæðan verður skráð á hlutabréfamarkað eftir áramót.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flóð frambjóðenda drekkir kjósendum

Fyrirkomulag persónukosninganna til stjórnlagaþings er meingallað og veldur því að kosningarnar munu ekki þjóna tilgangi sínum, heldur þvert á móti grafa undan honum. Þetta segir Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor.

Innlent
Fréttamynd

Netglæpamenn geta notað óvarðar tölvur til innbrota

Fjarskipti Íslenskur almenningur verður sjálfur að gæta að öryggi eigin tölvubúnaðar, bæði til að verja eigin upplýsingar og til að tölvur þeirra séu ekki notaðar til árása eða innbrota í tölvukerfi annars staðar í heiminum, segir sérfræðingur í netöryggi.

Innlent
Fréttamynd

Icesave dæmi um stuttan fyrirvara

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, lagði í gær fram á Alþingi frumvarp til að breyta lögum um þjóðaratkvæðagreiðslur þannig að hægt sé að halda slíkar atkvæðagreiðslur með skemmri fyrirvara en þremur mánuðum.

Innlent
Fréttamynd

Nauðugur kostur að sögn bænda

„Þetta er gert í skugga þess að það þarf að skera niður, og okkur var bara nauðugur sá kostur að taka þátt í því,“ segir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, um nýjan búnaðarlagasamning sem fulltrúar ríkis og bænda undirrituðu í gær.

Innlent
Fréttamynd

Skýra þarf betur lög um félagagjöldin

Óvíst er hvort dómur Hæstaréttar um töku félagsgjalds af útgerðarmanni til Landssambands smábátaeigenda sem ekki á aðild að sambandinu hafi áhrif á búnaðargjald sem bændur greiða af búvöruverði til Bændasamtakanna.

Innlent
Fréttamynd

Einkareknir skólar gagnrýna breytingar

Formaður Samtaka sjálfstætt starfandi skóla, Margrét Pála Ólafsdóttir, segir jákvætt að borgaryfirvöld hugsi um fjölbreytileika nemenda í leik- og grunnskólum Reykjavíkur og mikilvægi þess að réttur allra sé virtur. Aftur á móti þykir Margréti Pálu óheppilega farið að hugmyndinni.

Innlent
Fréttamynd

Sólkross tengist ekki rasisma

Trúmál Ásatrúarmönnum sárnaði verulega þegar þjóðernissinnar báru fána með sólkrossi á mótmælunum við Alþingishúsið í upphafi mánaðar. Það kemur fram í grein Jóhönnu Harðardóttur Kjalnesingagoða í nýjasta tölublaði fréttabréfs safnaðarins.

Innlent
Fréttamynd

Vilja geta selt hingað landbúnaðarvörur

Fjórir þingmenn vilja að utanríkisráðherra óski eftir viðræðum við ríkisstjórn Bandaríkjanna um tvíhliða fríverslunarsamning milli ríkjanna. Þau Birgir Þórarinsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Jón Gunnarsson og Ásmundur Einar Daðason lögðu fram þingsályktunartillögu þess efnis á þriðjudag.

Innlent
Fréttamynd

Gleymdu lögum um þjóðaratkvæði

„Ég er að leggja þetta fram til að þjóðin fái að segja álit sitt á málinu,“ segir Vigdís Hauksdóttir, fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sjö þingmanna úr öllum flokkum nema Samfylkingu um þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins.

Innlent
Fréttamynd

Þjófur laus þrátt fyrir myndbirtingu

Þjófur sem stal jakka með veski, síma, myndavél og öðrum verðmætum á Ölstofunni aðfaranótt sunnudags gengur enn laus þrátt fyrir að myndband af þjófnaðinum hafi verið birt á Netinu í gær.

Innlent
Fréttamynd

Heilbrigðisþjónusta er mannréttindi

Dr. Brigit Toebes, lagaprófessor og virtur fræðimaður á sviði heilbrigðisréttar og alþjóðlegrar mannréttindaverndar, segir fyrirhugaðan niðurskurð í íslenska heilbrigðiskerfinu verða að taka mið af mannréttindum. Toebes heldur fyrirlestur á vegum lagadeildar Háskólans í Reykjavík á morgun þar sem hún ræðir meðal annars sparnað í heilbrigðiskerfinu, hagræðingu og einkavæðingu og hvernig það tengist mannréttindum.

Innlent
Fréttamynd

Ættleiðingar á sjöunda tuginn

Alls var 61 barn ættleitt hér á landi í fyrra, sem er nokkur fækkun frá árinu þar á undan samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Sautján börn voru ættleidd frá útlöndum. Árið áður voru þau þrettán.

Innlent
Fréttamynd

Óvíst hvenær Landeyjahöfn opnast

„Maður bara horfir upp í himininn,“ er fyrsta svar Sigmars Jónssonar, hafnarvarðar í Landeyjahöfn, þegar hann er spurður hvað hann fáist við á meðan Vestmannaeyjaferjan Herjólfur kemst ekki inn í höfnina vegna sands í innsiglingunni.

Innlent