Framsóknarflokkurinn

Fréttamynd

Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosninga­bar­áttu og horfa síðan þögul á „hryllings­mynd í beinni“

Höllu Hrund Logadóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, var nokkuð niðri fyrir vegna ástandsins á Gasa þegar hún kvaddi sér hljóðs um málið í störfum þingsins á Alþingi í dag. Halla Hrund kallaði eftir því að þær sem fari með völdin á Íslandi standi við stóru orðin sem höfð hafi verið uppi í aðdraganda kosninga. Það þýði að mati Höllu Hrundar ekki að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttunni en fylgja því svo ekki eftir þegar til valda er komið.

Innlent
Fréttamynd

Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnar­manna og að lögum sé fylgt

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist treysta Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, til að meta hæfi þeirra einstaklinga sem Inga hafi skipað í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Miðað við þær upplýsingar sem hún hafi segist Kristrún ekki sjá annað en að lögum hafi verið fylgt og ekkert bendi til annars en að Flokki fólksins beri að fara að lögum líkt og öðrum.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er salami-leiðin“

Formaður Framsóknarflokksins vill frekar að þrepaskiptur tekjuskattur verði lagður á sjávarútvegsfyrirtæki heldur en að sjá frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld verða að veruleika. Slíkt kerfi vill hann meina að sé líklegra til að tryggja að stærri og efnameiri fyrirtæki sem hagnast mest greiði meira af auðlindinni til samfélagsins en lítil og meðalstór fyrirtæki. Hann telur áform ríkisstjórnarinnar „andlandsbyggðarlega“ „salami-aðferð“ til að sækja tekjur af greininni.

Innlent
Fréttamynd

Betri nýting á tíma og fjár­munum Reykja­víkur­borgar 3/3

Ábyrgur og sjálfbær rekstur Reykjavíkurborgar er grundvöllur þess að hægt sé að þjónusta borgarbúa með þeim hætti sem þeir eiga skilið. Borgarfulltrúar Framsóknar hafa beitt sér fyrir aukinni hagræðingu og umbótum í rekstri borgarinnar, forgangsröðun verkefna og betri þjónustu í þágu borgarbúa. Á þeim tíma sem við í Framsókn stýrðum borginni náðist, með samstilltum og skýrum aðgerðum, að snúa rekstri A-hluta borgarsjóðs úr 15,6 milljarða halla í 4,7 milljarða afgang árið 2024.

Skoðun
Fréttamynd

Hefur á­hyggjur af arf­taka sínum

A-hluti Reykjavíkurborgar skilaði tæplega fimm milljarða króna afgangi í fyrra. Um er að ræða tæplega tíu milljarða viðsnúning frá 2023. Borgarstjóri segist bjartsýn á framhaldið en fyrrverandi borgarstjóri segir óttast að árangurinn verði horfinn undir lok árs.

Innlent
Fréttamynd

Skólarnir lokaðir - myglan vinnur

Á hverju ári eru flest skólahúsnæði í Reykjavík lokuð í um einn til þrjá mánuði. Gluggar eru lokaðir, loftræstikerfi ganga illa og andrúmsloftið verður kyrrt og dautt.

Skoðun
Fréttamynd

Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast?

Í nýlegri könnun Gallup kom fram að Framsóknarfólk er hamingjusamast þeirra er svöruðu, þrátt fyrir tímabundið lélegt gengi í skoðanakönnunum og síðstu kosningum. Þetta vakti athygli mína.

Skoðun
Fréttamynd

Ofþétting byggðar í Breið­holti?

Það er kannski mikilvægt á þessum tímapunkti að minna á þá orðræðu sem við í Framsókn í Reykjavík höfum talað fyrir á þessu kjörtímabili; Þéttum byggð þar sem það er skynsamlegt, en riðjum líka nýtt land og gerum fleiri lóðir byggingarhæfar. Við þurfum nefnilega að byggja bæði meira og fjölbreyttar. Þetta er í sjálfu sér ekki flókið.

Skoðun
Fréttamynd

Ég hataði raf­íþróttir!

Það eru ekki sérlega mörg ár síðan ég bókstaflega sá rautt þegar fólk var að dásama rafíþróttir. Ég gat ekki með nokkrum móti skilið að það að spila tölvuleiki gæti átt neitt sameiginlegt með íþróttum.

Skoðun
Fréttamynd

Komum náminu á Höfn í höfn

„Við erum með þrjú gengi sem skiptast á, vinna í klukkutíma í senn við mokstur og niðurbrot á ís. Þannig munum við sigla áfram inn í daginn”, sagði Sveinn Rúnar Kristjánsson á vettvangi aðgerða í kjölfar hrun íshellisins í Breiðamerkurjökli síðastliðið haust.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­fylkingin mælist með 27 pró­senta fylgi

Samfylkingin mælist stærsti stjórnmálaflokkurinn í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup þar sem 27 prósent aðspurðra segjast myndu kjósa flokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag. Sjálfstæðisflokkurinn mælist næststærstur með 22 prósenta fylgi.

Innlent
Fréttamynd

Tók tapsáran Willum tölu­verðan tíma að jafna sig

Það tók Willum Þór Þórsson, fyrrum heilbrigðisráðherra, töluverðan tíma að jafna sig á niðurstöðu Alþingiskosninga vetrarins. Hann gat þó gefið sér meiri tíma með fjölskyldunni og gat, í fyrsta skipti á ævinni, ígrundað næstu skref.

Sport
Fréttamynd

Bætt skipu­lag fyrir stúdenta

Svæðið í kringum Háskóla Íslands hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum árum. Þær breytingar sem þar hafa orðið eru afar jákvæðar, ekki aðeins fyrir háskólasamfélagið og stúdenta heldur einnig fyrir borgina og samfélagið í heild.

Skoðun
Fréttamynd

Til­búinn að leiða flokkinn á­fram

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir í ræðu á fundi miðstjórnar flokksins í dag, að hann sé til í að leiða Framsókn og vinnuna áfram, að loknu flokksþingi.

Innlent
Fréttamynd

Gripið verði inn í strax í leik­skóla

Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, og Kolbrún Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, segja það brýnt að gripið sé inn í mál barna með fjölþættan vanda strax í leikskóla.

Innlent
Fréttamynd

Verður Frelsið full­veldinu að bráð?

Viðreisn hefur ítrekað talað fyrir frelsi og lýst sig sem flokkur sem berst fyrir opnu, frjálsu þjóðfélagi. Flokkurinn hefur þó jafnframt sett Evrópusambandsaðild á oddinn í sínum málflutningi og telur hana nauðsynlega fyrir framtíð Íslands. En hver er raunveruleg merking frelsis í þeirra huga? Getur Ísland verið frjálst og fullvalda innan Evrópusambandsins, eða felst í þeirri stefnu ákveðin mótsögn?

Skoðun
Fréttamynd

Kallar eftir kjark­miklum og óttalausum for­ystu­manni

Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir ekkert hafa heyrst frá sitjandi formanni, Sigurði Inga Jóhannessyni, um alvarlega stöðu flokksins. Ekki sé lengur „bara best að kjósa Framsóknarflokkinn“ og skorar hann á forystuna að bretta upp ermar.

Innlent