Hús og heimili

Fréttamynd

Inn­lit: „Ég bý í draumahúsinu“

Í fallegu rúmlega hundrað ára gömlu bárujárnshúsi í hjarta Hafnarfjarðar búa hjónin Elísabet Guðmundsdóttir og Egill Björgvinsson, ásamt börnum sínum tveimur, Elísu og Elliot. Þau fluttu inn sumarið 2017 og hafa síðan þá verið að gera húsið að sínu.

Lífið
Fréttamynd

Nóa-Siríus fjöl­skyldan fyrr­verandi selur súkkulaðihöll

Hjónin Finnur Geirsson og Steinunn K. Þorvaldsdóttir, sem áður áttu og ráku Nóa Síríus, selja nú hús sitt að Strýtuseli 13 í Reykjavík. Finnur lét af störfum eftir 31 ár sem forstjóri félagsins árið 2021 þegar norska fyrirtækið Orkla keypti Nóa Síríus.

Lífið
Fréttamynd

Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnar­nesi

Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Olís, hefur fest kaup á einbýlishúsi við Tjaldanes á Arnarnesi. Húsið var áður í eigu knattspyrnumannsins Jóhanns Bergs Guðmundssonar og eiginkonu hans, lögfræðingsins Hólmfríðar Björnsdóttur. Kaupsamningur var undirritaður þann 9. október.

Lífið
Fréttamynd

Heiður Ósk og Davíð keyptu par­hús í Hafnar­firði

Heiður Ósk Eggertsdóttir, förðunarfræðingur og eigandi Reykjavík Makeup School, og Davíð Rúnar Bjarnason, landsliðsþjálfari í hnefaleikum og skipuleggjandi IceBox, hafa fest kaup á 230 fermetra parhúsi í Setberginu í Hafnarfirði. Kaupverðið nam 132 milljónum króna.

Lífið
Fréttamynd

Eig­endur Tripical keyptu glæsihæð við Nes­veg

Engey fasteignafélag, sem er í eigu mæðginanna Elísabetar Agnarsdóttur og Viktors Hagalín, meðeigenda ferðaskrifstofunnar Tripical, hefur fest kaup á glæsilegri hæð við Nesveg. Kaupverðið nam 117,9 milljónum króna.

Lífið
Fréttamynd

Andri og Anne selja í Foss­vogi

Andri Sigþórsson, athafnamaður og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, og eiginkona hans Anne Kathrine Angvik Jacobsen hafa sett einbýlishús sitt við Traðarland í Fossvogi á sölu. Óskað er eftir tilboði í eignina. 

Lífið
Fréttamynd

Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna

Hjónin, Vilborg Jóhannsdóttir og Úlfar Gunnarsson, eigendur tískuvöruverslunarinnar Centro, hafa sett tæplega fimm hundruð fermetra einbýlishús sitt við Helgamagrastæti á Akureyri á sölu. Um er að ræða eitt glæsilegasta hús bæjarins, reist árið 1985. Ásett verð er 259,5 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Jafet Máni selur í­búð með ræktarsal

Jafet Máni Magnúsarson, leikari og flugþjónn, hefur sett íbúð við Skipholt í Reykjavík á sölu. Um er að ræða rúmlega 120 fermetra eign í húsi sem var byggt árið 2007. Ásett verð er 99,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Ómar Örn og Nanna selja á eftir­sóttum stað í mið­bænum

Hjónin Ómar Örn Hauksson, grafískur hönnuður og fyrrum meðlimur Quarashi, og Nanna Þórdís Árnadóttir, hönnuður, hafa sett fallega íbúð í hjarta Reykjavíkur á sölu. Eignin er 108 fermetrar að stærð og innréttuð á afar heillandi hátt. Ásett verð er 87,5 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið

Fjölmiðlamaðurinn Sindri Sindrason og eiginmaður hans, Albert Haagensen umhverfis- og byggingarverkfræðingur hjá Kaldalóni, hafa sett einbýlishús sitt við Bauganes í Skerjafirðinum á sölu. Ásett verð er 268 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Hreinsun þakrenna fyrir­byggir skemmdir

Haustið er tími fjúkandi laufa og rigninga og þá fer álagið að aukast á þakrennum landsmanna. Ágúst Ármann, framkvæmdastjóri Skrúbb, segir mikilvægt að sinna reglulegu viðhaldi svo forðast megi kostnaðarsamar skemmdir. Fyrirtækið hefur á undanförnum árum sérhæft sig í hreinsun, viðgerðum og skiptum á rennum fyrir einstaklinga og húsfélög.

Samstarf
Fréttamynd

Fyrrum með­ferðar­heimili sett á sölu

Geldingalækur á Rangárvöllum, þar sem starfsemi meðferðarheimilisins Lækjarbakka fór áður fram, hefur verið sett á sölu. Starfseminni var hætt í húsnæðinu eftir að mygla fannst þar.

Innlent
Fréttamynd

Hefur keypt fast­eignir fyrir rúman milljarð ís­lenskra króna á árinu

Knattspyrnukappinn Albert Guðmundsson hefur fjárfest í fasteignum í gegnum félag sitt Albert ehf. fyrir 1,152 milljarð íslenskra króna undanfarna mánuði, bæði á Íslandi og erlendis. Það má líkja fasteignaviðskiptum Alberts við vel útfært Monopolí þar sem hann hefur keypt íbúðir í mörgum af nýjustu fjölbýlishúsum miðborgarinnar. 

Lífið
Fréttamynd

Ís­lands­meistari í kokteilagerð selur slotið

Grétar Matthíasson, barþjónn og margfaldur Íslandsmeistari í kokteilagerð, hefur sett íbúð sína við Flétturima í Grafarvogi á sölu. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á smekklegan máta á liðnum árum. Ásett verð er 79,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Ei­ríkur og Alma selja smekk­lega hæð í Garða­bæ

Eiríkur Björn Björgvinsson, þingmaður Viðreisnar og fyrsti varaformaður atvinnuveganefndar, og eiginkona hans Alma Jóhanna Árnadóttir, PCC markþjálfi og grafískur hönnuður, hafa sett fallega hæð við Bjarkarás í Garðabæ á sölu.

Lífið
Fréttamynd

Fögur hæð í frönskum stíl

Við Austurbrún í Reykjavík er að finna sjarmerandi sérhæð í þríbýlishúsi sem var byggt árið 1955. Um er að ræða 109 fermetra eign sem hefur verið hönnuð í Parísarstíl. Ásett verð er 94,9 milljónir.

Lífið