

Suður-Afríkumaðurinn Wayde van Niekerk sló í gær eitt af þessum langlífu heimsmetum frjálsra íþrótta þegar hann tryggði sér Ólympíugull í 400 metra hlaupi karla.
Sanne Wevers, liðsfélagi Eyþóru Elísabetar Þórsdóttur í hollenska landsliðinu í fimleikum, varð í dag nýr Ólympíumeistari á jafnvægisslá á Ólympíuleikunum í Ríó.
Við Íslendingar eigum Anítu Hinriksdóttur á Ólympíuleikunum í Ríó en Pólverjar eiga líka sína Anítu og sú gerði eitthvað í dag á leikunum í Ríó sem aldrei hefur verið gert áður.
Danir töpuðu með þriggja marka mun, 33-30, fyrir Frökkum í síðasta leik þeirra í A-riðli handboltakeppninnar á Ólympíuleikunum í Ríó í dag.
Eins og fram kom á Vísi í gær var bandaríski sundmaðurinn Ryan Lochte rændur snemma sunnudags, þegar hann sneri heim úr samkvæmi í Ríó þar sem Ólympíuleikarnir fara fram.
Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, er mættur til Ríó til að fylgjast með sínu fólki en bæði Ásdís Hjálmsdóttir og Aníta Hinriksdóttir keppa í þessari viku.
Þýskaland vann sannfærandi sigur, 31-25, á Egyptalandi í dag og tryggði sér um leið sigurinn í B-riðli Ólympíuleikanna.
Það þurfti að rýma hluta af JFK-flugstöðinni í nótt þar sem öryggisverðir héldu að einhver hefði hleypt af skotvopni.
Suður-Afríkumaðurinn Wayde van Niekerk átti óvæntasta afrek Ólympíuleikanna til þessa er hann sló 17 ára gamalt heimsmet Michael Johnson í 400 metra hlaupi.
Slóvenía vann öruggan sigur, 25-20, á Póllandi í lokaumferð riðlakeppni handboltans á Ólympíuleikunum.
Verk íslensku listakonunnar Kristjönu S. Williams prýða Hótel Belmond Copacabana í Ríó í tilefni af Ólympíuleikunum. Þetta eru myndbandsverk sem varpað er á framhlið hússins, gluggalistaverk á bakhliðinni og vegglistaverk innandyra.
Usain Bolt vann gull í 100 m hlaupi karla á þriðju Ólympíuleikum sínum í röð.
Fimleikastúlkan Simone Biles hefur heldur betur slegið í gegn á ÓL í Ríó.
Vísir er með beina sjónvarpsútsendingu frá völdum keppnisgreinum á Ólympíuleikunum í Ríó.
Það er nú orðið ljóst að einn rússneskur íþróttamaður verður með í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna þó svo alþjóða frjálsíþróttasambandið hafi sett alla rússneska frjálsíþróttamenn í bann frá leikunum.
Breski tenniskappinn Andy Murray skráði sig í sögubækurnar í gær er hann vann gullverðlaun í tenniskeppni Ólympíuleikanna.
Síðustu tólf mánuðir hafa heldur betur verið einstakir í sundinu þökk sé framgöngu tveggja frábærra íslenskra sundkvenna sem báðar komust í úrslit á Ólympíuleikunum í Ríó. Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir eru frábærir sendiherrar íslenska sundsins og meðal þeirra bestu í bringu- og baksundi. Nú tekur við verðskuldað frí áður en stelpurnar takast á við næstu áskoranir.
Caterine Ibargüen frá Kólumbíu varð í nótt Ólympíumeistari í þristökki kvenna eftir flotta keppni á Ólympíuleikvanginum í Ríó.
Usain Bolt var í miklu stuði í nótt eftir sigur sinn í 100 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í Ríó en hann var að vinna 100 metra hlaupið á þriðju Ólympíuleikunum í röð.
Suður-Afríkumaðurinn Wayde van Niekerk tryggði sér í nótt sigur í 400 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í Ríó en hann vann úrslitahlaupið með sannfærandi hætti og á nýju heimsmeti.
Jamaíkamaðurinn Usain Bolt tryggði sér í nótt sigur í 100 metra hlaupi karla á þriðju Ólympíuleikunum í röð. Áhorfendur á Ólympíuleikvanginum í Ríó héldu mikið með Bolt og púuðu á Justin Gatlin. Það var því mikill fögnuður þegar Bolt kom fyrstur í mark.
Ástralska Ólympíunefndin hefur bannað íþróttamönnum sínum að vera nálægt Copacabana-ströndinni eftir sex á kvöldin eftir að heimsfrægur sundkappi var rændur á þeim slóðum í gær.
Norska kvennalandsliðið í handbolta undir stjórn Þóris Hergeirssonar vann fjórða leik sinn í röð 28-27 gegn Rúmeníu en Noregur endaði í 2. sæti A-riðilsins á Ólympíuleikunum í Ríó.
Hrafnhildur Lúthersdóttir náði á Ólympíuleikunum í Ríó besta árangri íslenskrar sundkonu í sögu Ólympíuleikanna þegar hún varð í sjötta sæti í 100 metra bringusundi.
Justin Rose stóð uppi sem sigurvegarinn á Ólympíuleikunum í golfi en þetta var aðeins í þriðja skiptið sem keppt er á Ólympíuleikunum í golfi. Rose hafði betur gegn sænska kylfingnum Henrik Stenson á lokaholunni.
Rússneska kvennalandsliðið í handbolta vann fjögurra marka sigur á Hollandi 38-34 í lokaleik liðanna í B-riðli Ólympíuleikanna þrátt fyrir að hafa verið búnar að tryggja sér toppsæti riðilsins.
Bandaríska landsliðið í körfubolta í karlaflokki vann nauman 100-97 sigur á Frakklandi í lokaleik liðsins í A-riðli Ólympíuleikanna í Ríó en bandaríska liðið sem hefur titil að verja var þegar búið að tryggja sér toppsæti riðilsins fyrir leik dagsins.
Bandaríska fimleikadrottningin Simone Biles náði í dag í sín þriðju gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó.
Heimsfrægur sundkappi var rændur af vopnuðum hópi í Ríó í nótt er hann hélt aftur í Ólympíuþorpið með leigubíl en hann slapp vel.
Þrírburar tóku þátt í maraþonkeppni kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu en maraþoninu fór fram í dag og lauk með sigri Jemimu Sumgong frá Kenýu.