Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Drónaflug í Dan­mörku: „Fjölþáttaógnin er að raun­gerast“

Þótt enn liggi ekki fyrir hver ber ábyrgð á drónaflugi við nokkra flugvelli í Danmörku á mánudaginn og í gærkvöldi er málið skoðað í samhengi við önnur tilfelli víðar í Evrópu að undanförnu þar sem rússnesk loftför hafa rofið lofthelgi NATO ríkja og netárásir sem hafa verið gerðar á stóra flugvelli. Fjölþáttaógnin sé ekki lengur bara ógn heldur árás. Dönsk stjórnvöld heita því að efla viðbragðsgetu og tækjabúnað viðbragðsaðila og hyggjast skýra löggjöf vegna drónavarna og íhuga hvort virkja eigi 4. grein NATO-sáttmálans.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ekki stað­fest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flug­um­ferð í Osló

Það er enn óvíst hvort það hafi raunverulega verið drónar sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir flugumferð á Gardemoen-flugvelli í Osló í fyrrinótt. Gengið hefur verið út frá því í fréttum af málinu að um dróna hafi verið að ræða en nú segir lögreglustjóri í Osló að það sé óljóst hvort það voru drónar eða eitthvað annað sem var á sveimi við flugvöllinn.

Erlent
Fréttamynd

Rúss­neskum herþotum flogið inn í loft­helgi Eist­lands

Þremur rússneskum herþotum af gerðinni MiG-31 var í dag flogið inn í lofthelgi Eistlands. Þar mun þeim hafa verið flogið í um tólf mínútur áður en þeim var fylgt út úr lofthelginni af ítölskum flugmönnum F-35 þota á vegum Atlantshafsbandalagsins.

Erlent
Fréttamynd

Rússar á­frýja niður­stöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar

Stjórnvöld í Kreml hafa vísað ákvörðun Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um að þau bæru ábyrgð á því að farþegaþota Malaysia Airlines var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 til Alþjóðasakamáladómstólsins. Rússar hafa alla tíð neitað að axla ábyrgð á því að hátt í þrjú hundruð manns týndu lífi.

Erlent
Fréttamynd

Meiri­hluti vill flug­völlinn á­fram í Vatns­mýri

Rétt rúmur helmingur svarenda í skoðanakönnun Maskínu segist hlynntur því að Reykjavíkurflugvöllur verði í Vatnsmýri til framtíðar. Eldra fólk og landsbyggðarbúar eru mun hlynntari staðsetningunni en yngra fólk og höfuðborgarbúar.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ekkert ó­sætti eða rifrildi“

Fulltrúar Íslenska flugstéttafélagsins funda með forsvarsmönnum Play síðar í dag í von um niðurstöðu í kjaraviðræðum félaganna vegna flugmanna Play. Formaður ÍFF segir fullan samningsvilja beggja vegna borðs og er bjartsýnn á samkomulag. 

Innlent
Fréttamynd

Heim­sótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna

Flugmaðurinn Greg Fletcher, sem nauðlenti Douglas Dakota-flugvél á Sólheimasandi árið 1973 og bjargaði þannig lífi allra um borð, heimsótti í gær gamlar heimaslóðir á Ásbrú í Reykjanesbæ. Með honum í för var Halla Tómasdóttir forseti Íslands. 

Innlent
Fréttamynd

Play sé ekki að fara á hausinn

Heimildir fréttastofu herma að flugmenn Play hafi ráðist í óformlega verkfallsaðgerð í morgun. Forstjórinn segir fund í kjölfar aðgerðanna eingöngu hefðbundinn starfsmannafund. Sérfræðingur skilur að starfsmenn félagsins hafi áhyggjur af stöðu mála.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægi­legar fyrir starfs­fólk

Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, boðaði til starfsmannafundar í morgun þar sem hann fór yfir starfsmannamál og þær breytingar sem þegar hafa verið boðaðar á rekstri félagsins. Hann segir í sjálfu sér ekkert markvert hafa komið fram á fundinum. Aflýsing flugs til Parísar með fimmtán mínútna fyrirvara í morgun var vegna veikinda áhafnarmeðlims og tengist fundinum ekki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ís­lendingar í meistara­deild þrátt fyrir her­leysið

Stærsta sprengjueyðingaræfing sinnar tegundar fer nú fram hér á landi. Yfirliðsforingi frá Bretlandi segir Íslendinga í fremstu röð þegar kemur að slíkum aðgerðum, og danskur majór segir engu máli skipta þótt Íslendingar séu herlaus þjóð.

Innlent
Fréttamynd

Taka tvær Airbus-þotur til á leigu

Icelandair hefur gert nýja leigusamninga við flugvélaleigusalann CALC um tvær glænýjar Airbus A321LR flugvélar. Þetta markar upphaf nýs langtímasamstarfs milli Icelandair og CALC, sem byggir á sameiginlegri framtíðarsýn og langtímasamstarfi.

Viðskipti innlent