Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Þótt enn liggi ekki fyrir hver ber ábyrgð á drónaflugi við nokkra flugvelli í Danmörku á mánudaginn og í gærkvöldi er málið skoðað í samhengi við önnur tilfelli víðar í Evrópu að undanförnu þar sem rússnesk loftför hafa rofið lofthelgi NATO ríkja og netárásir sem hafa verið gerðar á stóra flugvelli. Fjölþáttaógnin sé ekki lengur bara ógn heldur árás. Dönsk stjórnvöld heita því að efla viðbragðsgetu og tækjabúnað viðbragðsaðila og hyggjast skýra löggjöf vegna drónavarna og íhuga hvort virkja eigi 4. grein NATO-sáttmálans. Erlent 25.9.2025 07:40
Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Það er enn óvíst hvort það hafi raunverulega verið drónar sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir flugumferð á Gardemoen-flugvelli í Osló í fyrrinótt. Gengið hefur verið út frá því í fréttum af málinu að um dróna hafi verið að ræða en nú segir lögreglustjóri í Osló að það sé óljóst hvort það voru drónar eða eitthvað annað sem var á sveimi við flugvöllinn. Erlent 24.9.2025 10:58
„Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Leigubílstjórinn Friðrik Einarsson, betur þekktur sem Taxý hönter, segir það oft á tíðum hafa verið ömurlegt hlutskipti að birta opinberlega myndbönd af því sem er að gerast á leigubílamarkaðnum á Íslandi. Lífið 24.9.2025 10:05
Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Íslenskir flugumferðarstjórar á vegum Isavia hafa undanfarinn áratug annast flugumferðarþjónustu fyrir Grænlendinga. Með breytingum á flugvallakerfi landsins eru horfur á að ekki verði lengur þörf fyrir Íslendingana. Innlent 21. september 2025 20:40
Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Netárás á erlent innritunarkerfi gæti komið til með hafa áhrif á flugferðir Icelandair. Forstöðumaður samskipta segir að allir ferðalangar verða látnir vita verði breytingar á ferðum þeirra. Innlent 20. september 2025 15:54
Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Stórir alþjóðaflugvellir í Evrópu geta ekki innritað farþega rafrænt vegna netárásar. Árásin hefur leitt til mikilla tafa á flugferðum vítt og breitt um álfuna. Erlent 20. september 2025 09:44
Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Þremur rússneskum herþotum af gerðinni MiG-31 var í dag flogið inn í lofthelgi Eistlands. Þar mun þeim hafa verið flogið í um tólf mínútur áður en þeim var fylgt út úr lofthelginni af ítölskum flugmönnum F-35 þota á vegum Atlantshafsbandalagsins. Erlent 19. september 2025 14:52
Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Stjórnvöld í Kreml hafa vísað ákvörðun Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um að þau bæru ábyrgð á því að farþegaþota Malaysia Airlines var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 til Alþjóðasakamáladómstólsins. Rússar hafa alla tíð neitað að axla ábyrgð á því að hátt í þrjú hundruð manns týndu lífi. Erlent 19. september 2025 12:00
Ávöxtun á íslenska markaðinum síðustu ár verið undir áhættulausum vöxtum Ef litið er til gengisþróunar Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar frá árslokum 2019 þá hefur íslenski markaðurinn setið verulega eftir í samanburði við helstu hlutabréfavísitölur beggja vegna Atlantshafsins og ávöxtunin jafnvel verið undir áhættulausum vöxtum á tímabilinu. Innherji 18. september 2025 11:30
Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Fertugur Spánverji, sem sætir ákæru fyrir tilraun til fíkniefnalagabrots, segist hafa verið rangur maður á röngum stað þegar lögregla handtók hann. Maður sem hann tók á móti í Airbnb-íbúð í Fossvogi hefur þegar hlotið þungan dóm fyrir fíkniefnainnflutning. Sá segir allt aðra sögu af málinu. Innlent 17. september 2025 14:57
Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Rétt rúmur helmingur svarenda í skoðanakönnun Maskínu segist hlynntur því að Reykjavíkurflugvöllur verði í Vatnsmýri til framtíðar. Eldra fólk og landsbyggðarbúar eru mun hlynntari staðsetningunni en yngra fólk og höfuðborgarbúar. Innlent 17. september 2025 09:50
Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Icelandair mun hefja flug til Feneyja á Ítalíu næsta sumar. Flogið verður þrisvar í viku frá 22. maí til 18. október, á þriðjudögum, föstudögum og sunnudögum. Borgin er þriðji áfangastaður Icelandair á Ítalíu, ásamt Róm og Mílanó. Viðskipti innlent 15. september 2025 13:11
Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Farmur af flugvélaeldsneyti sem barst Icelandair nýlega uppfylldi ekki tilskylda gæðastaðla þegar það var prófað. Innlent 14. september 2025 23:48
Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Tæplega fimmtíu manns sem ætluðu að fljúga með Icelandair frá Kaupmannahöfn til Íslands klukkan 14 í dag verður ekki hleypt um borð í vélina vegna öryggisráðstafanna þar sem neyðarrenna í vél Icelandair var óvart virkjuð við lendingu í Kaupmannahöfn fyrr í dag og því er ekki allur öryggisbúnaður virkur. Innlent 14. september 2025 14:28
„Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Fulltrúar Íslenska flugstéttafélagsins funda með forsvarsmönnum Play síðar í dag í von um niðurstöðu í kjaraviðræðum félaganna vegna flugmanna Play. Formaður ÍFF segir fullan samningsvilja beggja vegna borðs og er bjartsýnn á samkomulag. Innlent 13. september 2025 14:47
Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Flugmaðurinn Greg Fletcher, sem nauðlenti Douglas Dakota-flugvél á Sólheimasandi árið 1973 og bjargaði þannig lífi allra um borð, heimsótti í gær gamlar heimaslóðir á Ásbrú í Reykjanesbæ. Með honum í för var Halla Tómasdóttir forseti Íslands. Innlent 13. september 2025 11:27
Play sé ekki að fara á hausinn Heimildir fréttastofu herma að flugmenn Play hafi ráðist í óformlega verkfallsaðgerð í morgun. Forstjórinn segir fund í kjölfar aðgerðanna eingöngu hefðbundinn starfsmannafund. Sérfræðingur skilur að starfsmenn félagsins hafi áhyggjur af stöðu mála. Viðskipti innlent 12. september 2025 20:02
Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, boðaði til starfsmannafundar í morgun þar sem hann fór yfir starfsmannamál og þær breytingar sem þegar hafa verið boðaðar á rekstri félagsins. Hann segir í sjálfu sér ekkert markvert hafa komið fram á fundinum. Aflýsing flugs til Parísar með fimmtán mínútna fyrirvara í morgun var vegna veikinda áhafnarmeðlims og tengist fundinum ekki. Viðskipti innlent 12. september 2025 11:23
Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Stærsta sprengjueyðingaræfing sinnar tegundar fer nú fram hér á landi. Yfirliðsforingi frá Bretlandi segir Íslendinga í fremstu röð þegar kemur að slíkum aðgerðum, og danskur majór segir engu máli skipta þótt Íslendingar séu herlaus þjóð. Innlent 11. september 2025 23:02
Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Íslendingar eiga enn eftir að uppgötva Grænland sem ferðamannaland en yfirgnæfandi meirihluti farþega Icelandair þangað eru útlendingar. Innlent 11. september 2025 21:41
Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Icelandair hefur gert nýja leigusamninga við flugvélaleigusalann CALC um tvær glænýjar Airbus A321LR flugvélar. Þetta markar upphaf nýs langtímasamstarfs milli Icelandair og CALC, sem byggir á sameiginlegri framtíðarsýn og langtímasamstarfi. Viðskipti innlent 11. september 2025 16:49
Fyrrverandi forstjóri Icelandair fer fyrir samninganefnd félagsins við flugmenn Fyrrverandi forstjóri Icelandair til margra á ára hefur nýlega tekið við formennsku í samninganefnd Icelandair við flugmenn en kjarasamningar allra flugstétta félagsins eru að renna út núna á næstunni. Innherjamolar 11. september 2025 15:11
Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Íslenskum flugmálayfirvöldum bárust fyrst tilkynningar um afskipti af staðsetningarbúnaði flugvéla árið 2023. Þá var tilkynnt um sex atvik en tilkynningum hefur fjölgað verulega síðan. Innlent 11. september 2025 10:54
Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Herrafataverslunin Kormákur og Skjöldur hverfur úr Leifsstöð síðustu mánaðamót eftir þriggja ára veru. Verslunin hefur verið með svokallað „pop-up“ á þremur ólíkum stöðum á flugstöðinni frá júlí 2022. Viðskipti innlent 10. september 2025 14:30